Færsluflokkur: Menning og listir
7.11.2007 | 00:55
Því leiðir skildu á lífsins braut
Menning og listir | Breytt 8.11.2007 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 01:46
Tító er æði svona, ekki satt? Og listmálari á listráðstefnu
Þegar ég var að skoða myndirnar mínar sem ég teikna blindandi, mundi ég allt í einu eftir skemmtilegri sögu um landsþekktan listmálara, sem er fyrrum kennari í Myndlista og handíðaskóla Íslands.
Þessi tiltekni listmálari missti heyrnina þegar hann var ungur drengur, svo hann getur talað nokkuð eðlilega og les hann auðveldlega af vörum manna.
Eitt sinn var heyrnarlausi listmálarinn beðinn um að vera fulltrúi íslenskra listamanna á mikilli og fínni listráðstefnu erlendis, þar sem listamenn frá ólíkum löndum komu saman og gekk það auðvitað vel og fór ráðstefnan fram með miklum sóma.
Ráðstefnunni lauk svo með kvöldverði þar sem listaspekúlantarnir gæddu sér á dýrindis réttum og eðalvínum.
Íslenski listmálarinn, heyrnarlausi, skemmti sér hið besta við matarborðið og lét ljós sitt skína ótæpilega í umræðum manna á milli um hinar fögru listir og talaði hátt og mikið með sinni drynjandi röddu . Fannst einum boðsgestanna sem var fulltrúi frá einu Norðurlandana nóg um vaðalinn í hinum heyrnarlausa listamanni og hugðist lækka í honum rostann.
Vék hann sér að því að hávaðaseggnum og spurði meinfýlslega. 'Hvernig í ósköpunum stendur á því að Íslendingar sendu heyrnarlausan mann á listráðstefnu'?
En hinn íslenski gleðimaður lét ekki stinga uppí sig frekar en venjulega. 'Það er af því þeir höfðu engan blindan', svaraði hann stuttur í spuna.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2007 | 10:26
Ef við nú..

Ef við nú
í veröld markmiða
og athafna, hefðum
glatað hugarflugi,
nautn hins fagra
litadýrð og skrauti,
værum við,
þrátt fyrir allt
það sem umlykur
okkur, fátækar
manneskjur.
Hesse
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2007 | 01:01
Gáta?
Ég byrjaði á að æfa mig í því að teikna blindandi fyrir fjórum árum. Stundum teiknaði ég einnig með báðum höndum. Fyrstu viðfangsefni mín í þessari tilraun voru nemendur mínir, sem aldrei höfðu grænan grun um að ég væri að teikna þá í laumi, þar sem ég sat við kennaraborðið.
Svo fór ég að teikna hesta á hreyfingu. Fyrstu myndirnar voru skrýtnar, en samt svolítið skemmtilegar, en smátt og smátt náði ég tökum á þessari tækni og gat orðið teiknað hesta ágætlega og nemendur mína og ýmsar aðrar persónur blindandi, þannig að fólkið þekktist vel á myndunum.
Síðan útfærði ég þessa tilraun mína með því að fara að teikna fólk eftir minni, blindandi. Ég hafði uppgötvað nokkrum árum áður að ég hafði eins konar ljósmyndaminni, þannig að ef ég sá eitthvað áhugavert, starði ég á það og myndin eins og brenndi sig inn í huga mér.
Svo ég fór að æfa mig í að teikna ýmsar þjóðþekktar persónur blindandi eftir minni. Þessi mynd er ein af þeim og mig langar til að spyrja ykkur hvort þið þekkið manninn á myndinni?
18.10.2007 | 18:03
'Feit kona í vindi' Teiknað blindandi með báðum höndum

Það er svo mikið rokrassgat úti að mér fannst upplagt að birta þessa mynd á blogginu mínu. Hún er ein af mörgum myndum sem ég hef teiknað blindandi og sumar eins og þessa með báðum höndum.
Það sést á myndinni að ég hef beitt hægri hendinni sterkar enda er ég rétthent. Svona feit kona eins og þessi er skemmtilegt myndefni finnst mér. það er ekkert verra að hafa smá hold utan á sér. Það er þá eitthað til að klípa í eins og sumir karlmenn segja stundum.
Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í dag, því það hvín svo ofboðslega í vindinum hér fyrir utan að það er eins og maður sé staddur inni í miðri hryllingsmynd, eða það fannst mér allavega þegar ég var að vakna og nudda stýrurnar úr augunum í morgun. Ég er búin að vera að útrétta ýmislegt í tölvunni í dag og hef tekið því rólega.
Á morgun er mér boðið á opnun sýningarinnar Hús plús hönnun í Laugardagshöll og dóttir mín ætlar að koma með því boðsmiðinn gildir fyrir tvo. Svo á laugardaginn er mér boðið á opnun sýningar hjá Álfheiði í ArtIceland á Skólavörðustíg, þar verður hljómsveit og svaka stuð. Svo það verður örugglega gaman hjá mér um helgina.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2007 | 15:48
Hver málaði þessar fyllibyttur??
Og á hvaða búllu eru þær að fá sér í glas? Frá hvaða landi var þessi listamaður og hverskonar stefnu (isma) málaði hann í ? Hvenær var hann uppi og hvað einkenndi sérstaklega þennan listamann, fyrir utan list hans?
Já, það er satt ég hef ekki farið á neina svona krá eða búllu í meira en ár til þess að fá mér í glas og djamma. Það er kannski komin tími til að maður fari að skella sér út og skemmta sér eitthvað svolítið.
15.10.2007 | 06:26
Hvaða heimsfrægi listamaður málaði þessa mynd?
Hvers lenskur var hann og hvað hét stefnan (isminn) sem hann málaði í? Afhverju er hún og fyrir hvað er hún sérstök? Nefnið tvennt.
14.10.2007 | 22:43
Hvaða heimsfrægi listamaður málaði þessa mynd?
13.10.2007 | 10:58
Þá er það ákveðið, einkasýning í febrúar.
Jæja þá! Nú er búið að samþykkja sýningu hjá mér í ArtIceland Skólavörðustíg 1a, einhvern tímann í febrúar á næsta ári og það sem meira er eigandi gallerisins segist bjartsýn á að ég selji þessar myndir sem ég hef sýnt henni.
Nú er að hrökkva eða stökkva, ég verð að mála og mála eins og brjálaður listamaður fram að sýningunni, annað dugir ekki. Mig vantar bara svo prentliti. Ég fór uppí Hvítlist til þess að kaupa liti en af því ég hafði hent gömlu dósunum gátu þeir ekki fundið litina. Ég veit ekkert hvað ég á að gera, en kannski að sonur minn sem vinnur við silkiprentun geti hjálpað mér, ef ég bið hann vel.
Ég ætla að sýna bæði þrykk-og blek myndir og vatnslitamyndir á sýningunni. Álfheiður eigandinn sagð, að þó að það þætti vera betri heildarsvipur á sýningum sem uppistæðu af myndum með sömu tækni, væru þessar tvær tækni aðferðir svo keimlíkar hjá mér, að þetta ætti að koma vel út.
Hún var hrifin af öllum myndunum sem ég sýndi henni sem betur fer. Svo nú ég verð að láta hendur standa fram úr ermum. Og þið kæru bloggvinir verðið náttúrulega velkomnir á opnunina, allir með tölu, þegar þar að kemur, ef þið viljið gera mér þann heiður?
9.10.2007 | 23:38
Sól rís sól sest ' Góða nótt'
Góða nótt
Dagurinn kveður,
mánans bjarta brá
blikar í skýjasundi.
Lokkar í blænum,
leiftur augum frá,
loforð um endur fundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, ástin mín, góða nótt.
Ég held að þetta ljóð sé eftir Ása í bæ,sáluga, samlanda minn úr Eyjum, sem mér veittist sá heiður að kynnast aðeins í lifenda lífi. Hann var skyldur mér í móðurætt og eitt sinn er ég hitti hann og við bæði við skál, sagði hann að ég væri með nornaaugu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar