Leita í fréttum mbl.is

'Feit kona í vindi' Teiknað blindandi með báðum höndum

scan0062 Teiknað blindandi með báðum höndum

Það er svo mikið rokrassgat úti að mér fannst upplagt að birta þessa mynd á blogginu mínu. Hún er ein af mörgum myndum sem ég hef teiknað blindandi og sumar eins og þessa með báðum höndum.

Það sést á myndinni að ég hef beitt hægri hendinni sterkar enda er ég rétthent. Svona feit kona eins og þessi er skemmtilegt myndefni finnst mér. það er ekkert verra að hafa smá hold utan á sér. Það er þá eitthað til að klípa í eins og sumir karlmenn segja stundum.

Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í dag, því það hvín svo ofboðslega í vindinum hér fyrir utan að það er eins og maður sé staddur inni í miðri hryllingsmynd, eða það fannst mér allavega þegar ég var að vakna og nudda stýrurnar úr augunum í morgun. Ég er búin að vera að útrétta ýmislegt í tölvunni í dag og hef tekið því rólega.
Á morgun er mér boðið á opnun sýningarinnar Hús plús hönnun í Laugardagshöll og dóttir mín ætlar að koma með því boðsmiðinn gildir fyrir tvo. Svo á laugardaginn er mér boðið á opnun sýningar hjá Álfheiði í ArtIceland á Skólavörðustíg, þar verður hljómsveit og svaka stuð. Svo það verður örugglega gaman hjá mér um helgina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sú er fokin.   Skrítin pjöllan hennar   Spinning 3D Jack-o-Lantern 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: www.zordis.com

Virkilega kúl feit kona!  Aedi

Var ad lesa um Tító zinn hér ad nedan og er hann hinn glaesilegasti köttur og sennilega verdur erfitt fyrir lítinn kisluling ad koma í hans stad ...

www.zordis.com, 18.10.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Ásdís, það er eins  og spikið á henni fjúki allt út í hægri helming líkamans og pjöllan með náttúrulega. Þess vegna er hún svona skrýtin. En það er satt hjá Guðmundi að pjöllur eru ekki allar eins, frekar en typpin.

Svava frá Strandbergi , 18.10.2007 kl. 21:07

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Zordís mín, það verður erfitt, enda eru balinese kettir eins og Tító, eða síðhærðir síams eins og þeir eru kallaðir öðru nafni, ófáanlegir hér á landi.

Þess vegna var ég að pæla í þessum oriental köttum eins og þeim sem eru á myndunum.

Annars er Tító í góðu stuði núna. Ég var að enda við að baða og bursta hann og Gosa. Þeir eru rosa fínir og flottir eftir baðið. 

Svava frá Strandbergi , 18.10.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband