Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Gerðuberg í haust

Ég kom við á skrifstofunni í Gerðubergi fyrir nokkrum dögum og sýndi þeim myndirnar mínar og sótti um að sýna þar. Í gær fékk ég svo tölvupóst frá Gerðubergi þar sem mér er boðið að sýna þar í haust. Ég þarf ekkert að borga, hvorki fyrir salinn né nokkrar prósentur ef ég sel eitthvað og Gerðuberg sér um alla kynningu.
Þeir eru spenntastir fyrir  að sýna myndirnar mínar sem ég teikna blindandi og kannski einhverjar fleiri myndir.

Ég er bara svo blönk, á varla fyrir innrömmun. En ég er mjög ánægð með þetta. Svo verð ég nú með í samsýningunni í Ráðhúsinu og með einkasýningu á Thorwaldsens Bar í september á vegum ArtIceland. Já og svo get ég fengið að sýna á Mojo Monroe í Templarasundi. 

Það er verst að ég er ekki nógu dugleg við að mála, en verð að taka mig taki. 


Í ljóssporum daga

Í ljósvari vængstýfðra daga
liggur vegalaus engill

 

á húmhimni aftans, vikna
hvíthærð ský

 

hjúpuð hálfrökkri nætur
hvíslar sorgin
ósögðum orðum.

 

Guðný Svava Strandberg


mbl.is Réttað yfir Fritzl fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlit fyrir krabbamein einn daginn, hjartaáfall þann næsta...

Ég er sjö sinnum búin að fá lungnabólgu á örfáum árum. Þegar ég var að kenna í Fjölmennt fékk ég lungnabólgu á hverri önn í tvö ár í röð, sem sagt fjórum sinnum lungnabólgu á tveimur árum.
Mætti samt alltaf í vinnu og lifði bókstaflega á sterkum verkjalyfjum ásamt sýklalyfjunum og reykti þess utan eins og skorsteinn ofan í lungnabólguna. Mér fannst stundum þegar ég var að kenna, eins og ég væri óskaplega utan við mig og gleymin og pældi mikið í því hvort nemendurnir tækju eftir því að ég væri eitthvað skrýtin, kannski stórskrýtin??

Í fimmta skiptið sem ég fékk lungnabólgu, á fimmtu önninni, auðvitað, var ég lögð inn á sjúkrahús og þurfti að fá sýklalyf í æð og súrefni í nasir. Var komin niður í 85% súrefnismettun í blóðinu og var hreint úr sagt orðin hundveik. Þá ákvað ég loksins að hætta að reykja.

Ég bjóst við að lifa góðu lífi eftir það og kenna mér aldrei nokkurs meins. Ég byrjaði náttúrulega á því að fita mig um nokkur kíló eins og flest allir sem hætta að reykja og varð mjög blómleg og þrifleg um mig.  En það stóð ekki lengi. Innan hálfs árs var ég enn komin með lungnabólgufjandann og þurfti að fá sýklalyf eina ferðina enn.

Síðan hef ég tvisvar fengið lungnabólgu, þó var hún svo lúmsk í sjöunda sinnið að hún fannst ekki við hlustun og ekki heldur við röntgenmyndatöku. En læknirinn og þó sérstaklega ég, vissum að eitthvað væri þarna í lungunum, því ég líðan mín og útlit hafði ekki verið gott svo mánuðum skipti.  Svo ég var send í ómskoðun. Þá fundust tveir grunsamlegir blettir. Læknirinn setti mig á enn einn sýklalyfjakúrinn og nú var þetta extra langur kúr og töfluskammturinn á dag, var tvöfaldaður. En læknirinn stakk því að mér að ef blettirnir hyrfu ekki eftir lyfjakúrinn yrði að senda mig í sneiðmyndatöku, til að athuga hvort þeir gætu verið merki um einhvern annan alvarlegri sjúkdóm.

Svona á mig komin fór ég í utanlandsferð til Danmerkur með hópi fólks og ég sé ekki eftir því, þar sem  það var vægast sagt æðislega gaman. Að vísu var ég oftast nær rennandi blaut af svita og í göngutúrum dróst ég alltaf aftur úr hópnum, vegna mæði og slappleika. En ég held samt að ég hafi haft gott af þessum labbitúrum því þrekið óx svo mjög að ég náði því að paufast alla leið upp í turn á Krónborgarkastala, auk þess að taka þátt í fleiri skemmtilegum rannsóknarleiðöngrum. 

þegar heim kom liðu nokkrir dagar þar til ég átti að fara í röntgenmyndatöku til  þess að tékka á hvort blettirnir væru þarna ennþá. Ég var vægast sagt fjandi taugaveikluð meðan ég sat á stól í biðstofunni og beið eftir úrskurðinum. Svo kom röntgentæknirinn til mín ábúðarfull á svip og sagði nærgætnislega við mig. Guðný mín, blettirnir eru þarna ennþá og okkur var fyrirskipað að væri ástandið óbreytt yrðum við að taka sneiðmynd af lungunum. 

Svo var ég svo mikill aumingi að þegar átti að renna mér inn í sneiðmyndatækið, að ég fékk  óskaplegan hjartslátt og verki fyrir brjóstið eins og reyndar daginn áður líka, þegar ég var að djöflast í garðinum. Ég harkaði samt af mér, en þegar sneiðmyndatakan var yfirstaðin, var ég orðin svo slæm að röntgentæknirinn kallaði til lækni. Doksi sagði mér að ég skyldi fara strax á bráðamóttökuna, því það þyrfti að rannsaka þennan brjóstverk betur.

Ég var samt svo kærulaus eftir að ég fékk að vita að blettirnir í lungunum væru ekki æxli heldur leifar eftir allar þessar lungnabólgur, að ég fór ekki á bráðamóttökuna fyrr en daginn eftir þegar ég fékk enn eitt brjóstverkjakastið.

Ég kom heim í dag eftir að hafa verið lögð inn í eina nótt og rannsökuð í bak og fyrir. Ekkert fannst að hjartanu annað en það, að það er enn á sínum stað, sem betur fer. En samt á ég að fara í áreynslupróf sem fyrst. Þannig að ég hrósa svo sannarlega happi, er hvorki með krabbamein, né búin að fá hjartaáfall þrátt fyrir útlit um hvoru tveggja. Og þið sem reykið, hættið sem allra fyrst!!


Ætli það sé eitthvað stutt þarna á milli hjá henni?

Eða var hún að glápa á hana? Æ mér datt þetta bara svona í hug.
mbl.is Nærbuxnaslys kært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er morgunljóst að ísbirnir munu alveg örugglega deyja út...

miklu fyrr en reiknað hefur verið með, 

þar sem það

var ekki tekið með í reikninginn að þeir

myndu taka

upp á því að glepjast til Íslands

 

         Í Paradís hvítabjarnanna. 

 

scan0001_276842 Ísbirnir

Allur réttur áskilin höfundi FÍT 


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólarlagið

 

 scan0007 Sólarlagið

 

Sólarlagið skildi daginn eftir í blóði sínu.

Guðný Svava Strandberg. 


Miklihvellur

 

 

Lengi vel hefur aldur og myndun jarðar verið deiluefni milli vísinda- og kirkjunnarmanna. Margar kenningar hafa verið settar fram um aldurinn og erfitt getur verið að komast að nákvæmri niðurstöðu í þeim efnum.

Árið 1650 notaði erkibiskup Ussher biblíuna til þess að reikna út aldur jarðar og komst hann að því að hún hafði verið sköpuð að morgni til, þann 23. október árið 4004 fyrir Krist. Seinna, á miðri 19. öld kom Charles Darwin með þá kenningu að heimurinn hlyti að vera gríðarlega gamall vegna náttúrvals og þróunar lífsins, en það þurfti langan tíma.

Með uppgötvun á geislavirkni reiknaði Lord Kelvin út að jörðin hefði byrjað að harðna fyrir um 40 milljón árum síðan. Nú í seinni tíð hefur rutt sér til rúms kenning sem gerir ráð fyrir því að tími og rúm hafi myndast í gríðarlegri sprengingu fyrir um 15 milljörðum ára, þ.e. Miklahvelli. Sólkerfið myndaðist síðan fyrir um 5 milljörðum ára og jörðin fyrir um 4,6 milljörðum ára. Kenningin um Miklahvell hefur verið tekin í nokkra sátt og þykir hún líklegust af þeim kenningum sem komið hafa fram og hefur t.d. kaþólska kirkjan samþykkt hana.

Þar sem miklar jarðskorpuhreyfingar og eldvirkni hafa verið á jörðinni frá myndun hennar, finnst berg eldra en um 4 milljarða ára ekki á henni. Mikli hvellur og myndun alheimsins. Fyrir um 15 milljörðum ára varð gríðarleg sprenging sem nefnd hefur verið Miklihvellur. Á þeim tímapunkti sem sprengingin varð má segja að alheimurinn hafi orðið til.

Talið er að fyrir Miklahvell hafi öll orka og efni verið staðsett á sama stað en við sprenginguna hafi það þeyst í allar áttir og þensla alheimins hafist og stendur hún enn. Uppruna þessarar kenningar má rekja til Edwin Hubble en hann uppgötvaði það að stjörnuþokur eru að fjarlægjast hver aðra. Að þessu komst hann með því að nota svokallaða Doppler-færslu og reiknaði hann út hraða og hreyfistefnu stjörnuþoka.

Með þessu komst hann að því að beint samband er á milli vegalengdar að stjörnuþoku og hraða hennar. Það sem gerðist svo eftir Miklahvell var að nýtt afl fór segja til sín, þ.e. þyngdaraflið. Vegna þess fór helíum og vetni fóru að dragast saman og mynda gríðarstór ský sem kallast frumþokur. Gerðist þetta fyrstu milljón árin eftir Miklahvell.

Það sem næst gerðist var að innan þessara frumþoka mynduðust og þéttust minni helíum- og vetnishnoðrar í stjörnur. Frumþokurnar drógust svo saman og mynduðu stjörnuþokur. Stjörnuþokan sem við erum í heitir Vetrarbrautin og eru nýjar stjörnur að myndast í henni en einnig er lítil dvergþoka að sameinast henni.'

Eftir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson. Tekið af Vísindavef H.Í.


Rósin

Á fyrsta skóladegi mínum í framhaldsnámi hvatti kennarinn okkur til að kynnast nýju fólki gefa okkur á tal við ókunnuga og opna fyrir nýja vináttu og vingjarnleika.

Ég stóð upp og leit í kringum mig en þá fann ég fyrir hönd á öxlinni
minni og leit við.
Þarna stóð mjög gömul kona sem brosti eins og sólin framan í mig;
Hæ myndarlegi strákur!, sagði hún.
Ég heiti Rósa, ég er 87 ára. Má ég faðma þig?
Ég hló og jánkaði og hún kreisti mig að sér.

Hvers vegna ertu í skóla svona ung?, spurði ég. Hún svaraði glaðlega;
Því ég ætla að ná mér í ríkan eiginmann hérna og eignast með honum
nokkur börn!
Nei, í alvöru? spurði ég.
Hún svaraði; Mig langaði alltaf í stúdentspróf og nú læt ég þann draum
rætast! Við gengum saman um ganga skólans, spjölluðum og urðum
strax perluvinir.

Eftir þetta hittumst við alltaf, alla daga og töluðum út í eitt.
Mér fannst frábært að hlusta á hana og læra af henni.
Hún varð vinsælasti nemandi skólans, alls staðar geislaði hún
vingjarnleika sínum til fólks.
Hún elskaði að punta sig og naut sín í félagsskap okkar unga fólksins.
Í lok skólaársins vildum við nemendurnir að hún flytti lokaræðu
nemenda á skólaslitunum.

Hún kom í ræðustólinn og flutti ræðuna blaðlaust;
Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul.
Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur.
Það eru aðeins fjögur leyndarmál til að halda sér ungum,
vera ánægður og ná árangri.

Þú verður að hlæja alla daga og sjá spaugilegar hliðar á öllum hlutum.
Þú verður að eiga þér draum. Ef þú átt þér ekki draum þá áttu ekkert líf.
Það eru svo margir lifandi dauðu lífi en fatta það ekki. Það er engin
gleði, enginn draumur. Engin tilbreyting.

Það er mikill munur á því að eldast og vitkast eða bara
að eldast og verða gamall.
Ef þú ert 19 ára,liggur í rúminu, gerir ekkert af viti í heilt ár, þá
verðurðu auðvitað tvítugur ári seinna.
Og ef ég er 87 ára og ligg í rúminu í heilt ár, þá verð ég auðvitað
88 ára, einu ári seinna.
Allir geta elst. Það þarf enga hæfileika til þess eða hæfni.
Best er þó að eldast með því að finna hvernig tíminn sem líður er
tækifæri til breytinga.
Þá er hreyfing á lífi þínu en ekki stöðnun.

Lifðu þannig að þú gerir alltaf þitt besta, aldrei að sjá eftir neinu.
Þegar eldra fólk lítur tilbaka sér það sjaldnast eftir því sem það gerði í
lífinu heldur því sem það gerði ekki.
Þeir sem óttast dauðann eru yfirleitt þeir sem láta ekki drauma sína
rætast, þeir lifðu ekki til fulls.

Í lok ræðunnar söng Rósa og hvatti nemendur til að vanda hvern dag
sem þeir lifðu
Lifa 100% lífi, eins og sá dagur væri sá síðasti.
Viku eftir útskrift lést Rósa í svefni, hún sofnaði mjúklega inn í
himnaríki.
Yfir 2000 nemendur fylgdu henni til grafar og sýndu orðum hennar
virðingu;
Það er aldrei of seint að vera sá/sú sem þú í rauninni ert.

Þessi orð fara nú manna á milli í minningu Rósu.
Þú mátt senda þau áfram til þeirra sem þú vilt blessa.
Og mundu- að eldast er óhjákvæmilegt en að eldast og vaxa í visku
er val. Með því að gefa fáum við tilbaka.

God promises a safe landing, not að calm passage. If God brings you
to it, he will bring you through it.

Góðir alvöru vinir eru eins og stjörnur á himni sem þú veist af en sérð
ekki alltaf.
Þeir skína best í myrkri, þegar þú þarft mest á þeim að halda.

Þú ert stjarnan mín.

--------------------------------------------------------------------------------

Explore the seven wonders of the world Learn more!

----------------------------------------------------------------------


Ég er bandingi

Ég er
bandingi
og bundin í
báða skó
með
handaböndum
úr sléttuböndum
og
venslaböndum
úr fléttuböndum.

með
bundnum
fastmælum
tryggðaböndum
flæktist ég
einnig í festarband
er fangaðir
þú mig
í hjónaband

Ég vildi að
það héldu mér
engin bönd.

Svo færðu mér strax!
Aðra betri skó.


Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband