Leita í fréttum mbl.is

Hver málaði þessar fyllibyttur??

PICT0645 Fyllibyttur

 Og á hvaða búllu eru þær að fá sér í glas? Frá hvaða landi var þessi listamaður og hverskonar stefnu (isma) málaði hann í ?  Hvenær var hann uppi og hvað einkenndi sérstaklega  þennan listamann, fyrir utan list hans?

Já, það er satt ég hef ekki farið á neina svona krá eða  búllu í meira en ár til þess að fá mér í glas og djamma. Það er kannski komin tími til að maður fari að skella sér út og skemmta sér eitthvað svolítið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég veit ekki hver málaði þessa mynd en vel máluð.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veit ekki en hún er góð er þetta ekki bara fyllibyttuismi ?? hehe

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og þeir virðast vera skemmta sér ágætlega yfir Rauðvínsglasi ?

Halldór Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Myndin er eftir Henri de Toulouse Lautrec, 1864 -1901 dvergvaxinn listamann af fínni ætt frá Toulouse héraði í Frakklandi. Hann var einn af Post Impressionistunum en upphafsmaður þeirrar stefnu var  Paul Cezanne 1839 - 1906. Post Impressionistarnir höfðu hafið listferill sinn sem Ipressionistar, en voru óánægði með takmarkanir þeirrar stefnu og þróuðu hana áfram hver á sinn hátt. Innan þessarar stefnu var hópur listamanna sem kölluðu sig The Nabis, sem er hebreskt orð yfir spámennirnir. Einn af þeim var Lautrec. Hann lifði og hrærðist í næturlífi Parísarborgar og var tíður gestur á Moulin Rouge, en þessi mynd er máluð þar. Moulin Rouge, Lautrec´s hefur yfir sér yfirbragð depurðar og mannillsku, hún var þess vegna ekki í hans augum skemmtistaður þar sem  gleðin ríkti, heldur var hún sannkallað Hús illskunnar.

Svava frá Strandbergi , 16.10.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband