Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

NÍÐINGURINN

Hans myrka slóð
var
mörkuð brostnum
hjörtum
barna
er báru traust
og trú til hans.

Og þó að áratugir
hafi tifað
frá tíma þessa
auðnulausa manns
þá enn
á banaspjótum
berast hjörtun.
og blóðið leitar æ
í sporin hans.

 

Guðný Svava Strandberg.


mbl.is Börnin tjá sig á „óeðlilegan" hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um tómata og rabbabara

Ég var sjúk í tómata þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt sem var drengur. þegar ég gekk með annað barnið varð ég svo vitlaus í rabbabara. Það barn var líka drengur. Hann var skírður Rafn í höfuðið á föðurafa sínum, en ég kallaði hann Rabba. Síðast eignaðist ég stúlku, en þá brá svo við að mig langaði aldrei í neitt sérstakt.
Stundum þegar börnin voru lítil hafði Rabbi kannski sagt systkinum sínum  einhverja tröllasögur, því hann er mjög stríðinn. Systkini hans sögðu mér þessar furðusögur bróður síns,  oft með öndina í hálsinum af æsingi, en ég sagðist ekki trúa þessari vitleysu.
Þá svöruðu þau oftast, 'Jú, mamma þetta er alveg satt'  'Spurðu Rabba bara!'
mbl.is Skrýtnar kenndir á meðgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg sumar!

!cid_F578139E-E580-4F77-80D1-3F2A0EC39ECF Gleðilegt sumar

og takk fyrir bloggvináttuna í vetur. 


Ég spái því

að ef að mannkynið deyr út, að þá verði það fjallagórillurnar, sem einungis 600 einstaklingar eru til af á jörðinni núna, leggi undir sig heiminn. Þegar mennirnir standi ekki í vegi fyrir þeim lengur,  þroskist  þær og þróist á sama hátt og við mennirniir gerðum í aldanna rás og eftir þúsundir ára verði þær komnar á sama þróunarstig og  forn steinaldarmenn voru á, á sínum tíma. Eftir svona 45  til 50 þúsund ár verði þær orðnar tæknivæddar eins og mannkynið er á okkar dögum.
mbl.is Mannkynið var í alvarlegri útrýmingarhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skönnun

 

scan00011 Skönnun

                                    Teiknað blindandi

 

Rauðvínið réði gjörðum hennar
ástríðan tók völdin,
vakti þorstann og þrána

augu hennar nutu andlits hans
aðskildar varirnar kossa hans
skaut hennar skannaði hann allan


Opnunin á sýningunni minni, fjöldi boðskorta komst ekki í tæka tíð

Það var gaman á opnuninni á sýningunni minni. Skemmtilegt að hitta gamla bloggvini og fleira mektarfólk. En ég skildi ekkert í því hve það kom fátt fólk. Á síðustu einkasýningu minni var fullt út úr dyrum og ég seldi grimmt á opnuninni þá. Ég seldi að vísu eina mynd núna á þessari opnun sem er ágætt miðað við það hversu fáir mættu.

En ég fékk skýringu á þessari mannfæð, í dag. Ég hringdi í nokkra vini mína, sem ég hafði sent boðskort og þeim hafði ekki  borist kortið fyrr en seinnipartinn á mánudag. Svo það hafa eflaust margir aðrir sem ég sendi boðskort ekki heldur fengið það í tæka tíð. Svo frétti ég að sumir sem ég hafði sent kort hefðu verið erlendis eða úti á landi í einhverjum erindagjörðum. 

Ég er dáldið spæld yfir að hafa ekki farið með boðskortin fyrr í póst því þá hefðu fleiri mætt á opnunina. En sýningin verður nú opin til 15. maí svo ekki er öll nótt úti enn. Síðan verður sýningin flutt á Thorwaldsen bar seinna í sumar. 

Þið getið séð meira um sýninguna mína á Art-Iceland.com  Ef þið klikkið á íslenska fánann efst til hægri  á síðunni og klikkið síðan á linkinn 'Listalíf.'

Annars er allt ágætt að frétta hjá mér. Ég kíkti á síðuna mína á Ljóð.is og sá þá að ljóð eftir mig, sem heitir 'Flókaský'  er ljóð dagsins í dag, þriðjudag 22.apríl  En ég var síðast með ljóð dagsins þann 19. apríl og er það mjög 'fíflalegt' ljóð. Ég held að ég sé komin með ein 33 eða 34  ljóð sem hafa verið kosin ljóð dagsins á Ljóð.is. Mig langar til að gefa þessi ljóð mín einhvern tímann út í ljóðabók og myndskreyta þau.

 

Ljóð dagsin í dag á Ljóð.is

 

    Flókaský

Fyrir augum mér flækist

grátt flókaský.

Svo ég sé andskotann ekkert

út úr því.

 

Guðný Svava Strandberg. 


Myndlistarsýningin

DSCF2 Í djúpinu númer 1

 Stúlkan í græna kjólnum 1

 Ísilagt vatnið nr 1

Kæru bloggvinir, velkomnir á opnun sýningar minnar í Bistro & Bar, Geysishúsinu Aðalstræti 2 Reykjavík, sunnudaginn 20. apríl frá klukkan 15.30 til 17.00.

Sýningin er opin til og með 15. maí og eru allir hjartanlega velkomnir.

Guðný Svava. 


Ég á ekki til eitt einasta orð!!

Ég kíkti áðan á heimasíðuna mína á Ljóð.is og sá þá að fíflalega ljóðið mitt, 'Frá fíflum til fífla', sem ég birti hér á blogginu mínu, í gær, þann 14. apríl, var búið að merkja þannig að það verður bráðum birt sem  ljóð dagsins hjá Ljóð.is

Það borgar sig stundum fyrir mig að vera svona mikið fífl. 


Strumpaprófið

Painter_Smurf

 I am Painter smurf. Passar vel við núna undanfarið allavega.


Vaaren

 

DSC00004 Vaaren

Når blomstens bæger
langsomt åbner sig
og du smiler til mig
med røde varme læber

da kysser jeg dig
smager sødmen
i din mund
og falder på knæ
foran dine fødder
- vårberuset.

 

Guðný Svava Strandberg. 


Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband