Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Horft af bjargbrúnnni á brimrótið

140707 010 Brimrótið við bjargræturnar Olíu-prentlitaþrykk

Ég er að fara að steypa mér niður í  brimrótið í enn eitt atvinnuviðtalið klukkan tólf á hádegi í dag. Í þetta sinn er það starf móttökuritara hjá Barna og unglingageðdeildinni á Dalbraut. Ég er nú orðin ansi þreytt á þessu atvinnuleysi. Bráðum búin að vera atvinnulaus í heilt ár. En það er ljós punktur í myrkrinu að ég hef aldrei verið virkari við að mála og er með tvær sýningar framundan á næsta ári. Please wish me luck with the job? 


Nú blika við sólarlag sædjúpin köld... Vatnslitir

 Sólarlag við sæinn

 

 NÚ BLIKA VIÐ SÓLARLAG

 

Nú blika við sólarlag sædjúpin köld.

Ó, svona' ætti að vera hvert einasta kvöld,

með hreinan og ljúfan og geislandi blæ

og himininn bláan og speglandi sæ.

 

Og fjallhnjúka raðirnar rísa í kring

sem risar á verði við sjóndeildarhring.

Og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt

hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt.

 

Texti: Þorsteinn Erlingsson

 

Það eru margar ljúfar minningar sem tengjast þessu lagi frá þjóðhátíð í Eyjum. 


'Stúlkan með græna hattinn' Þrykk og akrýl. Og vélmenni fyrir kærasta.

   Stúlkan með græna

 

hattinn er eksotísk

 

tískudrós


Ég ætla að fá mér kærasta

Ég ætla að fá mér kærasta
sem allra, allra fyrst
og ekki verður vandi að finna ha-ann.
Því vélmenni ég kaupi sem ég leik mér við af lyst og í leikhús bæði og bíó munum fa ra. Svo duflum við og dönsum alveg fram á rauða nótt
og dútlum smá, við 'hitt' af firna þrótti...

 
En svo þegar hann er búinn, þá býtta ég honum út,

því bara fjör er það að standa í svona stússi. 

 

 

 


Tvær myndlistarsýningar á einum degi

Við Katrín vinkona skelltum okkur á tvær myndlistarsýningar í dag. Fyrst fórum við á opnun hjá 'Kaffi' Berg Thorberg sem sýnir í Art-Iceland á Skólavörðustig. Þar var rosa stuð og ég rauk á Berg og kyssti hann á kinnina til að óska honum til hamingju með sýninguna sem var hin glæsilegasta. Hann galt í sömu mynt á sinn riddaralega hátt með því að kyssa á hönd mér með glæsibrag.
Kormákur vinur hans var að spila og syngja fyrir gesti við góðar undirtektir. Svo gerði Bergur sér lítið fyrir þegar Kormákur fór í reykpásu og tók við gítarnum og hóf upp raust sína og söng elginn texta, en lagið veit ég ekkert um hver átti.
Álfheiður eigandi galleríisins skenkti okkur Katrínu hvítvín og við skáluðum fyrir sýningunni og Berg að sjálfsögðu. Bergur sýndi okkur svo hvernig hann blandar akrýl saman við kaffið til þess að geta látið það fljóta léttilega á strigann. Reyndar sagðist hann hafa byrjað að mála með kaffi fyrir einskæra slysni. Hann hefði verið að teikna með bleki og óvart hellt úr fullum kaffibolla yfir teikninguna. Honum fannst útkoman svo skemmtileg að síðan hefur hann haldið sig við að mála eingöngu með kaffinu.
Hann seldi eina af flottustu myndunum sínum, meðan við vorum þarna og kaupandinn borgaði út í hönd eins og ekkert væri. Ég talaði við Álfheiði og spurði hana hvort hún ætti teikningar af galleríinu svo ég gæti áttað mig á plássinu sem ég kem til með að hafa sjálf í febrúarlok. En ekki átti hún þær en sagði að mér væri velkomið að koma með tommustokk og mæla rýmið sjálf upp, sem ég ætla að gera þegar líður að sýningunni minni.
Svo kvöddum við alla með virktum og löbbuðum niður ljósum prýddan Skólavörðustíginn og Bankastrætið til að fara á sýninguna hennar Katrínar Snæhólm í Aðalstræti. Það var svo mikil jólastemning í bænum og þetta fína veður og bara gaman að labba þetta í góða veðrinu.

Þegar ég kom inn í Uppsali á Hótel Reykjavík tók kona á móti mér sem mér fannst ég þekkja þó ég hefði aldrei séð hana fyrr. Það var náttúrulega Katrín Snæhólm sjálf lifandi komin og ég sagði við han að hún væri alveg auðþekkt af myndinni sem hún er með á blogginu sínu í staðinn fyrir mynd af sjáfri sér. Svo kyssti ég hana á kinnina og óskaði henni til hamingju með sýninguna.
Myndirnar hennar Katrínar voru mjög fallegar og það var gaman að sjá þær með eigin augum en ekki bara á blogginu hennar.
Svo komu þarna tvær konur sem mér fannst ég kannast  eitthvað við og gekk til þeirra og kynnti mig. þá voru þetta Guðný Anna bloggvinkona mín og Marta smarta bloggvinkona mín. Þær buðu okkur að setjast við borðið hjá sér og við Katrín vinkona fengum okkur auðvitað jólaglögg og ljúffengar piparkökur.
Börnin og barnabörnin hennar Katrínar Snæhólm voru þarna líka og ég sá litlu fallegu Alice Þórhildi í eigin persónu í fanginu á mömmu sinni dóttur Katrínar. Alice Þórhildur er rosalega mikil dúlla.

Við áttum þarna skemmtileg stund en svo var mér orðið svo heitt af jólaglögginu og Katrínu vinkonu líka að við ákváðum að láta þetta gott heita og halda heim á leið.

Katrín kom aðeins inn með mér heima hjá mér og skoðaði myndirnar mínar og við spáðum og spekúleruðum í þeim fram og til baka. það eru myndir og málningardót út um alla borðstofu hjá mér því þó ég hafi þrjú önnur herbergi finnst mér best að vinna bara í stofunni. Kisurnar verða líka alveg brjálaðar ef ég loka mig inni í herbergi til þess að vinna. Þær þurfa að fylgjast með öllu sem ég er að gera og halda að þær séu ómissandi.

Við Katrín ákváðum svo að fara í bíó fljótlega og sjá American Gangster með sjarmatröllinu Russel Grove. 

Dagur er að kvöldi kominn og á morgun verða bakaðar piparkökur með ömmubörnunum. 


Á enda veraldar

Þótt ég villtist


út á enda veraldar


og yrði að dúsa þar


til dauðadags,


þá skiptir það ekki máli,

 

þrátt fyrir allt,


því ég hef fengið,


að elska þig.


Óðurinn til rósarinnar

Svava_ Nýtt líf 03

Ó munúðar perla,
ó mærasta rós
ó munni hinn helgasti
heilagrar frúar
er ást sína umvefur
og ávöxtinn ber.
Sem er Frelsarinn, fæddur,
á foldu hjá þér.


Verðlaunin valin í verðlaunagetrauninni

140707 Hafgúan small,þrykk blek og olía Stór mynd 006

 

Verðlaunahafinn í verðlaunagetrauninni minni, hún Zordís, valdi sér þessa mynd, sem heitir Hafgúan,  í verðlaun, eftir miklar pælingar. Þetta er dálítið stór mynd. Ég mun senda henni hana til Spánar og vona bara að hún verði ánægð með hana. Svona eftirprentanir kosta 6000 kr. ef einhver hefur áhuga á góðri jólagjöf fyrir jólin.

Ég er að fara í bíó í kvöld með vinkonu minni og sjá myndina Elizaheth, The Golden Age, ég hlakka til að sjá þessa mynd því ég hef ódrepandi áhuga á sögu Elísabetar fyrstu.

Svo á morgun ætlum vð á sýningu og kynningu silfurleir og námskeiðum í gerð skartgripa úr honum. kynningin verður í Handverkshúsinu. Þar verður örugglega gaman líka. 


Vatnadísir Vatnslitir Við texta eftir Nýdönsk Myndin sést ekki alveg öll

 

Nydonsk: Foss lyrics


'Flæða flóð
orka ekki að bera
Farna slóð
leita uppi átt
Flæða flóð
sverfa bakka svera
Aðra slóð
flæða gegnum gátt
Flæðir flóð
bylur fullum þunga
Blýþung lóð
sliga smátt og smátt
Þyrmir yfir fyllir vitin - vatnið
Altekur Umlykur
Umlykur Heltekur
Heltekur foss Altekur oss
Flæðir flóð
lamar veikar varnir
Slekkur glóð
dregur til sín mátt
Heyri
vatnadísir kalla dett í foss
Vatnsfallseljan er þrúgandi
þokan másandi og móð
Rök er nepjan og nístandi
grenjandi óð
Altekur...'


Verðlaunagetraun. Hver málaði þessa mynd og hvers konar 'ismi' er þetta?

PICT0131 Getraun 1

 

Sá sem fyrst/ur kemur með svarið fær að velja sér mynd úr gallerí

albúminu á síðunni minni. Eftirprentun og verður hún prentuð

á góðan pappír í ca. A3 stærð. 


Við fjallavötnin fagurblá. Þrykk og málað ofan í með þynntum prentlitum. Hluti af mynd.

scan0006 small

Við fjallavötnin fagurblá

er friður, tign og ró;

í flötinn mæna fjöllin há

með fannir, klappir, skóg.


Þar líða álftir langt í geim

með ljúfum söngvaklið,

og lindir ótal ljóða glatt

í ljósrar nætur frið.

 

 (Hulda)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband