Leita í fréttum mbl.is

Gáta?

Ég byrjaði á að æfa mig í því að teikna blindandi fyrir fjórum árum. Stundum teiknaði ég einnig með báðum höndum. Fyrstu viðfangsefni mín í þessari tilraun voru nemendur mínir, sem aldrei höfðu grænan grun um að ég væri að teikna þá í laumi, þar sem ég sat við kennaraborðið.
Svo fór ég að teikna hesta á hreyfingu. Fyrstu myndirnar voru skrýtnar, en samt svolítið skemmtilegar, en smátt og smátt náði ég tökum á þessari tækni og gat orðið teiknað  hesta ágætlega og nemendur mína og ýmsar aðrar persónur blindandi, þannig að fólkið þekktist vel á myndunum.

Síðan útfærði ég þessa tilraun mína með því að fara að teikna fólk eftir minni, blindandi. Ég hafði uppgötvað nokkrum árum áður að ég hafði eins konar ljósmyndaminni,  þannig að ef ég sá eitthvað áhugavert, starði ég á það og myndin eins og brenndi sig inn í huga mér. 

Svo ég fór að æfa mig í að teikna ýmsar þjóðþekktar persónur blindandi eftir minni. Þessi mynd er ein af þeim og mig langar til að spyrja ykkur hvort þið þekkið manninn á myndinni? 

 

 

scan0034 Laxnes, teiknað eftir minni, blindandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Er þetta Halldór K laxness.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.10.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Yes right, Katla.

Svava frá Strandbergi , 20.10.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá um leið að þetta er Kiljan, er þetta virkilega blindandi?? algjör snilld.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 19:31

4 Smámynd: Halla Rut

Já ég sá það strax "Halldór"

Halla Rut , 20.10.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband