Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Kötturinn bjargaði lífi mínu

 

 

 

Ég las um það í Mogganum um daginn að hundur í eigu einhverrar konu í Bandaríkjunum hefði bjargað lífi hennar þegar það stóð í henni eplabiti. Hundurinn felldi konuna í gólfið og hoppaði ofan á bringunni á henni þar til bitinn hrökk upp úr henni.
Þegar ég las þetta minntist ég þess þegar kötturinn minn hann Bambus sálugi bjargaði lífi mínu fyrir 11 árum.
Ég hafði hitað mér hafragraut um morguninn og fengið mér að borða en látið svo pottinn aftur á helluna en gleymt að slökkva á henni.
Ég var ennþá grútsyfjuð og  átti  frí í vinnunni svo ég lagði  mig aftur.  Ég rumskaði við það að mér fannst einhver strjúka mér um kinnina. É g hélt að þetta væri sambýlismaður minn sem væri að gæla við mig í svefninum og sofnaði ljúflega aftur.
En mér fannst skrýtið að hann lét ekki þar við sitja að strjúka mér einu sinni um vangann heldur gerði hann það hvað eftir annað.
Ég man að ég hugsaði í svefnrofunum. Voðaleg ást er þetta, það er ekki einu hægt að fá  frið þegar maður er dauðþreyttur og sofandi.
Það var ekki fyrr en ástmaðurinn klóraði mig fast í kinnina sem ég rauk upp ösku þreifandi ill og öskraði. Hver andskotinn er þetta eiginlega! Er ekki einu sinni hægt að leyfa manni að sofa í friði?
Ég leit beint í bláu augun hans Bambusar síamskattarins míns sem horfði á mig hálfhræddur en samt eitthvað áhyggjufullur á svip . Ég skildi ekkert í því að ég átti erfitt með andardrátt, en svo tók ég eftir að íbúðin var full af reyk.
Mig rámaði eitthvað í hafragrautinn og staulaðist fram í eldhús í reykjarkófinu og sá þá að það skíðlogaði upp úr helv... pottinum.
Ég man ekkert hvernig ég kom pottinum ofan í vaskinn til þess að slökkva eldinn þó ég brenndi mig á annarri hendinni við verkið.
Potturinn var ónýtur og eldhúsbekkurinn sviðinn og ég sá fram á þetta slys myndi kosta mig einhverja peninga svo ég hringdi í tryggingafélagið mitt.
Þar var mér tjáð að þar sem eldurinn hefði ekki læst sig í eldhúsinnréttinguna heldur aðeins sviðið hana ætti ég ekki rétt á neinum bótum. Nú voru góð ráð dýr. Hvernig átti ég að fá pening fyrir viðgerðunum?
Skyndilega fékk ég hugljómum þegar ég mundi eftir því að borgað var fyrir fréttaskot hjá DV. Þegar blaðamennirnir heyrðu að Bambus hefði bjargað lífi mínu með því að klóra mig í kinnina vildu þeir endilega koma og taka mynd af okkur.
Það fór því þannig að við Bambus trónuðum á forsíðu DV daginn eftir en því miður var þessi frétt ekki talin besta frétt vikunnar en fyrir hana fékk maður best borgað. Einhverja aura fékk ég þó og þá skammtíma frægð sem fylgdi  forsíðurfrétt á DV.

 

 

 

 

 

 

scanBambus small034


Orðspor

Orðin sem okku fóru á milli
sporuðu út samband okkar.


Skriðjöklar Þrykk, blek, akrýl.

scan small 2033

Ég er ekkert hissa á því....

að hann hafi fengið viðurkenningu fyrir að hlaupa fyrstur manna umhverfis heiminn.
Það er ekkert smáafrek að hafa hlaupið í loftinu kringum jörðina og það án þess að vera í geimbúningi einu sinni.
mbl.is Breti hlýtur viðurkenningu fyrir að hlaupa fyrstur umhverfis heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást ljóð

Ást mín er logandi bál
eins og brennan á þjóðhátíð í Eyjum.

 

Hvað er ást og hvað er losti? hefur kærleikurinn betri kosti?

Hvað ég vildi óska að ég væri ástfangin upp fyrir haus. Væri alveg á herðablöðunum af ást. Blindfull af ást. Væri úti að aka af ást. Sæi ekki sólina fyrir ást. Ást, ást, ást snemma að morgni....
.
Andsk... væl er þetta í mér annars. Er ég ekki búin með minn ástarkvóta? Eða hvað?
Eða er ég kannski bara of vandlát? Eða verð  ég kannski alltaf ástfangin af þeim sem ekki eru á lausu, eða eru með lausa skrúfu? Kannski ég sé sjálf með lausa skrúfu ?
Kannski er líka bara best að búa ein og geta gert allt sem manni sýnist án þess að þurfa að taka tillit til annarra? Hvað þá að þurfa að þrífa eftir aðra.
  Ég verð að viðurkenna að það fer ofboðslega í taugarnar á mér hjá blessuðum karlmönnunum að þeir skilja nánast alltaf klósettsetuna eftir opna. Pissa jafnvel stundum útfyrir.
Mér fannst það  því helví. frumlegt hjá mínum fyrrverandi heittelskaða kærasta þegar hann leysti það vandamál með því að festa ílangan holan járnsívalning í typpisstærð með löngum járnstöngum við reiðhjólsstýri. Setti svo haka á allt heila batteríið sem smellpössuðu til að sitja ofan á klósettbrúninni og stilla apparatið af.
Þetta  pissustýri lagði hann á sig að smíða algjörlega fyrir mig, því sjálfum var honum skítsama þó hann pissaði út fyrir þar sem það var ég sem þreif.
Þetta kalla ég kærleika í sinni tærustu mynd.

Þetta pissustýri virkaði annars ekki nógu vel til lengdar því þegar hann hallaði sér fram á stýrið til að pissa  hvíldi þungi hans sem var allmikiill á alltof veigalitlum punktum eða hinum fyrrnefndu hökum. Svo þetta endaði með því að hann mölbraut klósettið og datt sjálfur á hausinn oní skálina.

 
Þannig fór um þetta kærleiksverk hans til mín og var okkur báðum illa brugðið. Nokkru síðar leystist samband okkar upp í frumeindir sínar og við fórum sitt í hvora áttina.  Hann tók allt sitt hafurtask með sér en gleymdi viljandi pissustýrinu enda var það gjöf hans til mín eins og fyrr segir.
Pissustýrið hangir nú upp á krók í þvottahúsinu tilbúið til þess að gegna sínu hlutverki ef svo ólíklega skyldi vilja til að ég yrði ástfangin á ný og færi út í sambúð aftur.


Hasar hjá Bretaprinsum

Það yrði aldeilis hasar hjá bresku konungsfjölskyldunni og myndi líklega ríða henni að fullu ef Vilhjálmur myndi í ógáti barna einhverja píu sem hann býður uppá drykk heima hjá sér.
mbl.is Bretaprinsar döðruðu drukknir á næturklúbbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskastund

Í stjörnu
skini
stríðrar nætur
blikar
minning þín
tærblátt
ljós
snertir
blíðlega
vanga minn.
Stjörnur tindra
tifa
og deyja.
Óskastund
-er nú

Skemmtilegt kvöld

Ég fór út að borða með vinkonu minni á American Style í kvöld svo skruppum við á Catalinu í Kópavogi og slöppuðum af yfir einu bjórglasi. Ég stóðst löngunina í sígarettu með ölinu og var bara ánægð með sjálfa mig.
En toppurinn á kvöldinu var að horfa á myndina Skilyrðislaus ást í sjónvarpinu. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð. Nú er klukkan langt gengin tvö að nóttu til og ég er að skríða upp í rúm með Tító.
Góða nótt öllsömul og sofið rótt.


Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband