Leita í fréttum mbl.is

Tvær myndlistarsýningar á einum degi

Við Katrín vinkona skelltum okkur á tvær myndlistarsýningar í dag. Fyrst fórum við á opnun hjá 'Kaffi' Berg Thorberg sem sýnir í Art-Iceland á Skólavörðustig. Þar var rosa stuð og ég rauk á Berg og kyssti hann á kinnina til að óska honum til hamingju með sýninguna sem var hin glæsilegasta. Hann galt í sömu mynt á sinn riddaralega hátt með því að kyssa á hönd mér með glæsibrag.
Kormákur vinur hans var að spila og syngja fyrir gesti við góðar undirtektir. Svo gerði Bergur sér lítið fyrir þegar Kormákur fór í reykpásu og tók við gítarnum og hóf upp raust sína og söng elginn texta, en lagið veit ég ekkert um hver átti.
Álfheiður eigandi galleríisins skenkti okkur Katrínu hvítvín og við skáluðum fyrir sýningunni og Berg að sjálfsögðu. Bergur sýndi okkur svo hvernig hann blandar akrýl saman við kaffið til þess að geta látið það fljóta léttilega á strigann. Reyndar sagðist hann hafa byrjað að mála með kaffi fyrir einskæra slysni. Hann hefði verið að teikna með bleki og óvart hellt úr fullum kaffibolla yfir teikninguna. Honum fannst útkoman svo skemmtileg að síðan hefur hann haldið sig við að mála eingöngu með kaffinu.
Hann seldi eina af flottustu myndunum sínum, meðan við vorum þarna og kaupandinn borgaði út í hönd eins og ekkert væri. Ég talaði við Álfheiði og spurði hana hvort hún ætti teikningar af galleríinu svo ég gæti áttað mig á plássinu sem ég kem til með að hafa sjálf í febrúarlok. En ekki átti hún þær en sagði að mér væri velkomið að koma með tommustokk og mæla rýmið sjálf upp, sem ég ætla að gera þegar líður að sýningunni minni.
Svo kvöddum við alla með virktum og löbbuðum niður ljósum prýddan Skólavörðustíginn og Bankastrætið til að fara á sýninguna hennar Katrínar Snæhólm í Aðalstræti. Það var svo mikil jólastemning í bænum og þetta fína veður og bara gaman að labba þetta í góða veðrinu.

Þegar ég kom inn í Uppsali á Hótel Reykjavík tók kona á móti mér sem mér fannst ég þekkja þó ég hefði aldrei séð hana fyrr. Það var náttúrulega Katrín Snæhólm sjálf lifandi komin og ég sagði við han að hún væri alveg auðþekkt af myndinni sem hún er með á blogginu sínu í staðinn fyrir mynd af sjáfri sér. Svo kyssti ég hana á kinnina og óskaði henni til hamingju með sýninguna.
Myndirnar hennar Katrínar voru mjög fallegar og það var gaman að sjá þær með eigin augum en ekki bara á blogginu hennar.
Svo komu þarna tvær konur sem mér fannst ég kannast  eitthvað við og gekk til þeirra og kynnti mig. þá voru þetta Guðný Anna bloggvinkona mín og Marta smarta bloggvinkona mín. Þær buðu okkur að setjast við borðið hjá sér og við Katrín vinkona fengum okkur auðvitað jólaglögg og ljúffengar piparkökur.
Börnin og barnabörnin hennar Katrínar Snæhólm voru þarna líka og ég sá litlu fallegu Alice Þórhildi í eigin persónu í fanginu á mömmu sinni dóttur Katrínar. Alice Þórhildur er rosalega mikil dúlla.

Við áttum þarna skemmtileg stund en svo var mér orðið svo heitt af jólaglögginu og Katrínu vinkonu líka að við ákváðum að láta þetta gott heita og halda heim á leið.

Katrín kom aðeins inn með mér heima hjá mér og skoðaði myndirnar mínar og við spáðum og spekúleruðum í þeim fram og til baka. það eru myndir og málningardót út um alla borðstofu hjá mér því þó ég hafi þrjú önnur herbergi finnst mér best að vinna bara í stofunni. Kisurnar verða líka alveg brjálaðar ef ég loka mig inni í herbergi til þess að vinna. Þær þurfa að fylgjast með öllu sem ég er að gera og halda að þær séu ómissandi.

Við Katrín ákváðum svo að fara í bíó fljótlega og sjá American Gangster með sjarmatröllinu Russel Grove. 

Dagur er að kvöldi kominn og á morgun verða bakaðar piparkökur með ömmubörnunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En gaman að þessu oh hvað hefur verið gaman hjá ykkur Katrínu það hefð verið gaman að vera þarna og skoða málverkinn ykkar.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.12.2007 kl. 21:26

2 identicon

Sæl Guðný Svava mig vantar gagnrýnanda.

Diddi (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 08:04

3 Smámynd: www.zordis.com

Frábær lýsing á deginum og þvílíkt sem mig langaði að vera með!  Sat heima og lærði í fjarnáminu og kláraði helling.  Fór í kjallarann að leita að eldri myndum og er núna að fara að mynda og senda frá mér!

Ég bíð spennt eftir póstinum

www.zordis.com, 2.12.2007 kl. 08:52

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta hefur verið æðislegur dagur! Mikið hljómar hann yndislega. Ég var virkilega að vonast til að ég kæmist að sjá sýninguna hennar Katrínar Snæhólm bloggvinkonu en komst svo ekki. Það er stundum með seinniparta dags, þeir verða svo þreyttir. En ég fer seinna, það er alveg á hreinu. 

Hafðu það gott með barnabörnunum að baka í dag.
 

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.12.2007 kl. 11:21

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, Katla, Guðmundur og Ragnhildur, þið verðið endilega að drífa ykkur á sýninguna hennar Katrínar og helst Bergs líka. En ég held þið fáið ekkkert hvitvín eða jólaglögg hohoho, það er held ég of seint.

Æ Zordís, ég vona að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með prentunina á myndinni. Þá verðuru bara að senda hana aftur og svei mér þá, ég held að það komi hreinlega betur út að ljósrita hana bara.

Sæll Kristinn, Það er sjálfsagt að gagnrýna hjá þér ef þú heldur að eitthvað gagn verði af mér. Annars er ég nú fyrrverandi kennarinn þinn svo ég held að ég geti svo sem alveg gagnrýnt þig sundur og saman ef út í það fer.
Djók. 

Svava frá Strandbergi , 2.12.2007 kl. 13:38

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er búin að hnoða piparkökudeigið. Það voru nú meiri andsk... átökin. Ég bulllsvitnaði alveg og þurfti að skella mér í sturtu. Nú bíð ég bara eftir að börnin birtist. Ég er með fullt af alla vega skemmtilegum piparkökumótum og þetta verður örugglega fjör hjá okkur.

Svava frá Strandbergi , 2.12.2007 kl. 13:40

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir síðast, Guðný Svava, það var skemmtilegt að hitta þig, við þurfum að taka viðræðurispu næst, er viss um að þú ert skemmtileg og djúp kona, sem gaman er að tala við. Þetta var yndisleg stund þarna á opnuninni.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.12.2007 kl. 23:25

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sama segi ég Guðný Anna og þakka þér kærlega fyrir síðast.

Svava frá Strandbergi , 3.12.2007 kl. 00:51

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir síðast Guðný Svava. Mikið var gaman að hitta þig. Þetta var ljúft og fallegt eins og sómir okkar konu.

Næst er svo sýningin þín í febrúar er það ekki? Mikið er gaman að fylgjast með ykkur, svo skapandi og skemmtilegar sem þið eruð.

Marta B Helgadóttir, 3.12.2007 kl. 01:24

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...já og góða skemmtun á American Gangster, frábær mynd.

Marta B Helgadóttir, 3.12.2007 kl. 01:26

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það var líka virkilega gaman að hitta þig og þetta var kósý stund. Jú sýningin mín verður í lok febrúar.

Svava frá Strandbergi , 3.12.2007 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband