Færsluflokkur: Ljóð
12.11.2007 | 02:35
þegar haustar að sækja mýsnar í hús
Gildran
Þau sækja á hug minn
svörtu augun
er spegluðu ótta
og angist dauðans.
Svo þreytt var hún orðin
og þjökuð af hræðslu
þó reyndi hún að synda
því hún elskaði lífið
og óttaðist dauðann.
Ég var tólf ára telpa
sem trúði á hið góða.
- Í sveit þetta sumar.
Hún synti til dauða
þó svörtu augun
mig sárbændu um líf.
En ég mátti ekki hjálpa.
Þau sækja á hug minn svörtu augun
- Svörtu litlu músaraugun.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.11.2007 | 20:04
Við fjallavötnin fagurblá. Þrykk og málað ofan í með þynntum prentlitum. Hluti af mynd.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró;
í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngvaklið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar nætur frið.
(Hulda)
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.11.2007 | 00:55
Því leiðir skildu á lífsins braut
Ljóð | Breytt 8.11.2007 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2007 | 04:02
Skopparajól Saga handa börnum
Ég er á síðasta snúningi
fyrir þessi andsk.. jól
æpti skopparakringlan
um leið og hún skoppaðist
út um gluggann.
Asnalegt, muldraði asninn
sem asnast hafði
til þess að glápa á eftir
henni niður til Andskotans.
Hún hefur andast,
sagði hann með
öndina í hálsinum
við öndina sem stóð á öndinni
af andnauð og andarteppu.
Andstyggilegt, andvörpuðu þau
andagtug í kór
- andartaki seinna.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 04:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.10.2007 | 00:40
Ást Ljóð um minn besta lífsförunaut
yndisfögru bláu augun þín.
Ég á þig og mun þig ætíð annast
elsku hjartans blómadýrðin mín.
Úr augum þínum les ég ást og ábyrgð
sem aldrei bregst á meðan lífs þú ert.
Og ef að illir draumar að mér sækja
þú undurblítt minn vanga strýkur létt.
Ég var í sorg er Guð þig til mín sendi
svo ofboðs litla písl með augun dökk.
Þú ert mín ást í þessu skrýtna lífi
- hve ótrúlegt að elska heitast - kött.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2007 | 02:00
Breiddu verndar væng yfir vinu þína
Og nóttin kom til mín
í stjörnubjörtum
draumi
eins og ljósvængjaður
engill
hinna löngu liðnu daga.
Milda nótt,
engill í alheimsgeimi,
breiddu verndar væng
yfir vinu þína.
Ljóð | Breytt 26.10.2007 kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2007 | 23:38
Sól rís sól sest ' Góða nótt'
Góða nótt
Dagurinn kveður,
mánans bjarta brá
blikar í skýjasundi.
Lokkar í blænum,
leiftur augum frá,
loforð um endur fundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, ástin mín, góða nótt.
Ég held að þetta ljóð sé eftir Ása í bæ,sáluga, samlanda minn úr Eyjum, sem mér veittist sá heiður að kynnast aðeins í lifenda lífi. Hann var skyldur mér í móðurætt og eitt sinn er ég hitti hann og við bæði við skál, sagði hann að ég væri með nornaaugu.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð fyrir framana þessa heimsfrægu mynd eftir Bottichelli. Ég var blátt áfram uppnumin. Löngu seinna reyndi ég að koma tilfinningunni sem ég varð fyrir á blað og úr varð lítið ljóð sem á fátæklegan máta túlkaði stemninguna sem ég las út úr þessu mikla listaverki, ljóðið, Fæðing gyðjunnar.
Fæðing gyðjunnar
Í safírblárri nóttinni
hljómar söngur vindanna
rósbleik hörpuskel ristir
blíðlega flauelsmjúkt haf
marbárur rísa og hníga
í örum hjartslætti sjávarins
röðulglóð lýsir hauður og haf
er lofnargyðjan stígur fullsköpuð
úr skínandi djúpinu
getin af sævi, borin af perlumóður.
Nývöknuð veröldin nýtur í fyrsta sinni
- ástar gyðjunnar.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 04:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.10.2007 | 03:08
HOFMÓÐUR
Á
MEL
NU
M
M
Á
T
T
I
S
J
Á
P
U
N
T
S
T
R
Á
S
E
M
S
T
Ó
Ð
Á
Þ
V
Í F
A
S
T
A
R
E
N
R
Ó
T
U
N
U
M
A
Ð
Þ
A
Ð
N
Æ
M
I
VIÐ SJÁLFAN HIMININN!
Ljóð | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2007 | 11:07
'Bráðum koma blessuð jólin'
Fyrsta jólaauglýsingin var í sjónvarpinu í gær. Og mikið óskaplega hlakka ég til að glápa á allar þessar endalausu sjónvarpsauglýsingarnar sem koma í kjölfarið.
Fáðu þér nýtt eldhús fyrir jólin, parketleggðu stofuna fyrir jól, málaðu íbúðina fyrir jól, nýr bíll er nú nauðsynlegur fyrir jólin, - við lánum þér, flísaleggðu baðherbergið fyrir jól, kauptu þér nýja íbúð fyrir jól, eða bara hreinlega nýtt hús, fáðu þér nýjan eiginmann fyrir jól, helst alveg nýja fjölskyldu. Æ, æ, æ, er ég nú alveg komin út fyrir efnið eða kannski bara alveg yfir um? 'Ég fer alltaf yfir um jólin', söng Laddi.
Hvað ætli það fari annars margir 'yfir' um jólin? Á krítarkortinu eða yfir strikið svona yfirleitt? Og þá meina ég bæði andlega og líkamlega.
Af hverju höldum við jólin á þann veg að minnast fæðingar Jesú með óhóflegri eyðslu og óheyrilegum munaði á alla kanta?
Hversu langt er merking jólanna ekki komin frá uppruna sínum. Hún er eins og afvegaleitt barn, á villigötum.
Ljósið í myrkrinu er orðið að eyðandi eldi sem æðir yfir lönd og höf og eirir engu því sem á vegi þess verður.
Skógareldur, sinueldur, sálareldur. Eitthvað sem við ráðum ekki við lengur. Árviss atburður sem margir kvíða, í stað þess að hlakka til. Því tómleikinn ræður ríkjum, Friðurinn er farinn, horfinn í flóðbylgju stjórnlausra innkaupaferða og óhóflegra átveisla.
Og í kjölfarið kemur óttinn, óttinn við það að vera ekki maður til þess að borga það, sem þú keyptir uppá krít, fyrir þessa heilögu hátíð kristinna manna.
Jólin eru liðin undir lok eins og Rómaveldi forðum, allavega hjá flestum þeim, sem hafa næstum því gleymt, hvers vegna við höldum jól. Og að lokum munum við ekki vita hvers vegna við höldum eiginlega jól, eða er það kannski þegar orðið þannig??
Jól
Ert þú - í raun og veru
- sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn
í sjónvarpinu, Jesúm Krist.
Það eru þín orð,
svarar Frelsarinn, með bros á vör.
Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það -
hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.
Rauð könguló er snyrtilega bundin
um topp þess
en gulir götuvitar lýsa dauflega
á slútandi greinum.
Úti sitja hrafnar á ljósastaurunum
krunkandi eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið á aðfangadagskvöld.
Á svörtum himni skín einmana,
- óljós - stjarna??
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson