Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

'Í fjötrum'

PICT0023My pictures Fossinn í fjötrum

 

   Í fjötrum 

 

Í haustgulu kvöldskini

gengu elskendurnir

að fossinum.

 

Komdu, sagð´ann

og stökk út á stein

í miðri ólgandi ánni.

 

Komdu, sagð´ ann aftur,

biðjandi og rétti út höndina.

 

Hann stendur enn

einn á hálum steini.

Svellbólstruð áin.

 

Fossinn í fjötrum

- ísköldum fjötrum.


GALDRATUNGL

PICT00312 Galdratungl

 TUNGLIÐ, TUNGLIÐ, TAKTU MIG

 

Tunglið tunglið taktu mig

og berðu mig upp til skýja.

Hugurinn ber mig hálfa leið

í heimana nýja.

Mun þar vera margt að sjá

mörgu hefurðu sagt mér frá,

þegar þú leiðst um loftin blá

og leist til mín um rifin skjá.

Litla lipurtá. Litla lipurtá.

Komdu litla lipurtá langi þig að heyra.

Hvað mig dreymdi, hvað ég sá

og kannski sithvað fleira.

Ljáðu mér eyra. Ljáðu mér eyra.


'Á enda veraldar' Ljóð dagsins 6.desember á Ljóð.is

Þótt ég villtist
út á enda veraldar
og yrði að dúsa þar
til dauðadags,
þá skiptir það ekki máli,
þrátt fyrir allt,
því ég hef fengið,
að elska þig.

 Ég var að fletta í gegnum Ljóð.is og rakst þá alveg óvænt á það, að þetta ljóð mitt hafði verið kosið ljóð dagsins 6.des. sl.
En ég læt líka fljóta hér með, eitt annað ljóð eftir mig, það er jólaljóð sem ég held mikið uppá og sem var á sínum tíma líka kosið ljóð dagsins á Ljóð.is

          Jól

Ert þú -í raun og veru - sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn í sjónvarpinu
Jesúm Krist.
Það eru þín orð, svarar Frelsarinn,
með bros á vör.
Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.

Rauð könguló
er snyrtilega bundin um topp þess
en gulir götuvitar lýsa dauflega
á slútandi greinum.

Úti sitja hrafnar á ljósastaurunum
krunkandi eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið á aðfangadagskvöld.

Á svörtum himni skín einmana
- óljós - stjarna?


Nú blika við sólarlag sædjúpin köld... Vatnslitir

 Sólarlag við sæinn

 

 NÚ BLIKA VIÐ SÓLARLAG

 

Nú blika við sólarlag sædjúpin köld.

Ó, svona' ætti að vera hvert einasta kvöld,

með hreinan og ljúfan og geislandi blæ

og himininn bláan og speglandi sæ.

 

Og fjallhnjúka raðirnar rísa í kring

sem risar á verði við sjóndeildarhring.

Og kvöldroðinn brosfagur boðar þar drótt

hinn blíðasta dag eftir ljúfustu nótt.

 

Texti: Þorsteinn Erlingsson

 

Það eru margar ljúfar minningar sem tengjast þessu lagi frá þjóðhátíð í Eyjum. 


'Stúlkan með græna hattinn' Þrykk og akrýl. Og vélmenni fyrir kærasta.

   Stúlkan með græna

 

hattinn er eksotísk

 

tískudrós


Ég ætla að fá mér kærasta

Ég ætla að fá mér kærasta
sem allra, allra fyrst
og ekki verður vandi að finna ha-ann.
Því vélmenni ég kaupi sem ég leik mér við af lyst og í leikhús bæði og bíó munum fa ra. Svo duflum við og dönsum alveg fram á rauða nótt
og dútlum smá, við 'hitt' af firna þrótti...

 
En svo þegar hann er búinn, þá býtta ég honum út,

því bara fjör er það að standa í svona stússi. 

 

 

 


(Gömul færsla birt á ný) Ljóðið 'Náinn', sagan á bak við ljóðið og lag eftir tónlistarmanninn Halldór Guðjónsson, við ljóðið 'Náinn' Æskuástin mín heita og söngvakeppnin í kvöld

scan0003 Svava 17 Í tilefni þess að ég fékk leyfi til þess hjá Halldóri Guðjónssyni lagahöfundi til þess að birta lagið sem hann samdi við ljóðið mitt 'Náinn´ sem er hér í tónlistarspilaranum á síðunni minni, birti ég hér gamla færslu á ný. Halldór sem er búinn að gera fjögur lög við ljóð eftir mig sagðist hafa gert nokkur lög í viðbót við ljóð mín. Hann sagðist ekki mega sjá ljóð þá kæmu lög.

 

Hann sendi mér líka jólalag eftir sig 'Jólabærinn' af plötunni 'Jól á ný' við texta eftir Íris Kristinsdóttur.

 

Svona leit ég út sautján ára gömul þegar við hittumst fyrst æskuástin mín og ég.

 

Halldór bað mig að teikna mynd af sér og textahöfundinum sem hann vinnur með og heitir hann Kerst og býr í Illinois. Ég á að hafa þá saman á myndinni, sem þeir ætla að nota í auglýsingaskyni eða framan á diska, en það er enginn mynd til af þeim saman. 
Ég er með tengil inn á MySpace síðuna hans Halldórs hérna á blogginu mínu. Endilega kíkið á hana. Halldór er góður lagahöfundur

 

Náinn

 

Brástjörnur bláar man ég
blika mót sjónum mínum.
Bros likt og ljómuðu perlur
leiftraði á vörum þínum.



Þín nálægð var neistandi elding
er nam ég frá verund þinni.
Þitt nafn eins og ómfagur söngur
yljar enn sálu minni

 

 Æskuástin mín heita

 

Ég horfði á söngvakeppnina í kvöld og þegar ljóshærði
strákurinn söng, mig minnir að hann hafi verið annar í
röðinni þá fékk ég sting í hjartað. Hann minnti mig svo
á æskuástina mína sem ég fékk aldrei að njóta, að
hluta til vegna eigin heimsku en einnig vegna þess að
hann lést þegar hann var aðeins átján ára gamall
.


Hann var fimmtán ára og ég sautján þegar við hittumst fyrst á sveitaballi og það var ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum. Hann var svo fallegur með ljósa hárið sitt og bláu augun en þó var það brosið hans sem prýddi hann mest, því þegar hann brosti þá ljómaði hann upp og tennurnar hans voru eins og röð af mjallahvítum perlum.

En við vorum bæði svo feimin að illa gekk fyrir okkur að ná saman. Við vönguðum samt öðru hvoru á böllum þegar hann þorði að bjóða mér upp en þegar dansinn var á enda var vandræðagangurinn á okkur svo mikill að hvorugt þorði að fylgja hinu, eftir að síðasta dansinum lauk. En á endanum mannaði hann sig þó upp í að biðja mig að hitta sig eitt föstudagskvöldið niðri á gamla Hressó. En ég þetta erkifífl sem ég var hegðaði mér óafsakanlega illa og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju.

Ég sveik hann og mætti ekki niðrá Hressó, því í einhverju bríaríi vangaði ég annan strák á balli í millitíðinni og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara á stefnumótið við vin minn.
Já ég var svo sannarlega ung og vitlaus. Enda gat hann ekki fyrirgefið mér í tvö löng ár.
En þó vissum við bæði að við vorum ástfangin af hvort öðru upp fyrir haus. En ég var of huglaus til biðja hann fyrirgefningar og hélt líka að það myndi ekki þýða neitt fyrir mig.
Hann hefndi sín líka rækilega á mér og sló sér upp með bestu vinkonum mínum, beint fyrir framan nefið á mér og horfði þá oft storkandi á mig.
Ég reyndi að láta hann halda að mér stæði á sama og borgaði í sömu mynt og daðraði við vini hans. En oft mættust augu okkar úti á dansgólfinu þegar við vorum í fangi einvers annars eða annarrar.

Það var ekki fyrr en ég hitti minn tilvonandi eiginmann að ég jafnaði mig á þessu, að ég hélt.
Við kærastinn héldum okkur mikið út af fyrir okkur og fórum lítið út í marga mánuði
daginn sem við trúlofuðum okkur fórum við á ball um kvöldið.
Meðan kærastinn var að kaupa okkur drykki kom vinurinn minn fyrrverandi. Hann gekk beint strik til mín þar sem ég sat í sófa við barinn og bauð mér upp í dans. Ég var svo hissa að ég var sem lömuð og þegar ég dansaði við hann fann ég sömu töfrana á ný sem enn neistuðu á milli okkar.
Hann hvíslaði í eyra mér. 'Hvar hefurðu verið allan þennan tíma'? En ég gat með engu móti svarað því ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð lengur, svo lauk þessum alltof stutta dansi og hann fylgdi mér til baka til sætis í sófanum, en stóð sjálfur þar sem ekki var pláss fyrir fleiri.

Kærastinn minn var ekki enn kominn til baka með drykkina okkar og strákurinn sem sat við hliðina á mér í sófanum fór að gera sér dælt við mig og lagði handlegginn utan um mig axlir mér. Þetta þoldi vinurinn minn ekki, hann rauk upp og hrópaði á strákinn. ´Láttu hana vera, hún er mín'!!
Þá stóð ég upp og gekk á brott, gekk í burtu með blæðandi hjarta, frá honum sem ég fann að ég elskaði heitt, en ég elskaði líka kærastann minn.

Þetta eina ár sem leið frá þessu kvöldi og þar til vinurinn minn dó, hittumst við oft fyrir tilviljun, ég var þá með kærastanum mínum, en hann með einhverri annarri stúlku og í hvert skipti áttum við erfitt með að slíta augun hvort af öðru. Augu okkar leituðu ætíð uppi augu hvors annars eins og seglar og alltaf var jafn sárt að sjá hann með annarri stúlku og sífellt nagaði efinn mig svo nístandi sár.

Það stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum kvöldið sem mér var sagt að vinurinn minn væri dáinn, það var verslunarmannahelgi og hann hefði fundist látinn uppi í brekku í Þórsmörk. Hann varð aðeins átján ára gamall, elsku æskuástin mín
Ég var svo frosin að ég gat ekki grátið en ég man að ég hugsaði, þetta átti að fara svona, hann var ekki ætlaður mér í þessum heimi.

Í dag er ég löngu skilin við manninn minn því hjónabandið var ekki hamingjusamt en þessi leið var mér ætluð og ég þakka Guði fyrir börnin mín þrjú og barnabörnin fjögur.
Enn ennþá minnist ég æskuástarinnar minnr heitu og ég trúi því að við hittumst aftur hinu megin við gröf og dauða.


Á enda veraldar

Þótt ég villtist


út á enda veraldar


og yrði að dúsa þar


til dauðadags,


þá skiptir það ekki máli,

 

þrátt fyrir allt,


því ég hef fengið,


að elska þig.


Óðurinn til rósarinnar

Svava_ Nýtt líf 03

Ó munúðar perla,
ó mærasta rós
ó munni hinn helgasti
heilagrar frúar
er ást sína umvefur
og ávöxtinn ber.
Sem er Frelsarinn, fæddur,
á foldu hjá þér.


Píkubeitan

Það er skæsí að vera með sköllótta píku

og skvettast í dansinum naríulaus

Og gilja alla gröðustu folana ríku,

því ég gerist sko alls ekki náttúrulaus.

Vatnadísir Vatnslitir Við texta eftir Nýdönsk Myndin sést ekki alveg öll

 

Nydonsk: Foss lyrics


'Flæða flóð
orka ekki að bera
Farna slóð
leita uppi átt
Flæða flóð
sverfa bakka svera
Aðra slóð
flæða gegnum gátt
Flæðir flóð
bylur fullum þunga
Blýþung lóð
sliga smátt og smátt
Þyrmir yfir fyllir vitin - vatnið
Altekur Umlykur
Umlykur Heltekur
Heltekur foss Altekur oss
Flæðir flóð
lamar veikar varnir
Slekkur glóð
dregur til sín mátt
Heyri
vatnadísir kalla dett í foss
Vatnsfallseljan er þrúgandi
þokan másandi og móð
Rök er nepjan og nístandi
grenjandi óð
Altekur...'


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband