Leita í fréttum mbl.is

Ást Ljóð um minn besta lífsförunaut

Er það nokkuð undarlegt að elska
yndisfögru bláu augun þín.
Ég á þig og mun þig ætíð annast
elsku hjartans blómadýrðin mín.
Úr augum þínum les ég ást og ábyrgð
sem aldrei bregst á meðan lífs þú ert.
Og ef að illir draumar að mér sækja
þú undurblítt minn vanga strýkur létt.
Ég var í sorg er Guð þig til mín sendi
svo ofboðs litla písl með augun dökk.
Þú ert mín ást í þessu skrýtna lífi
- hve ótrúlegt að elska heitast - kött.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú er Mali að mala.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Guðmundur minn.

Ert þú þá ekki Malarasveinninn Nimbus? 

Svava frá Strandbergi , 31.10.2007 kl. 01:16

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mjá, mjá....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.11.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband