Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Sjálfsmynd í svörtu

Ég er tóm eins og tunna.

Heilinn visinn í höfði mér.

Blóð mitt er tómatsósa á beyglaðri flösku.

Andlit mitt sem gömul málningardolla.

Líkami minn lundabaggi er gleymdist að salta.


Öll er ég hálf og hálf er ég ekki öll.

Ég vildi óska að ég gæti lagt sjálfa mig í

súr til þess að forða frekari skemmdum.


Andlit götunnar

Ljósastaurarnir
halla sér í vindinn
skjálfandi
í hrollkaldri rigningunni
meðan blásvart mistrið
leggst
eins austurlensk blæja
yfir
andlit götunnar.

Svanavatnið á Reykjavíkurtjörn Gagnrýni

Reykvísku álftirnar sýndu ballettinn Svanavatnið á Reykjavíkurtjörn s.l. sunnudag .
Hlutu þær góðar undirtektir áhorfenda sem voru mestmegnis fólk að gefa öndunum brauð.
Má því með sanni segja,að álftirnar hafi komið mönnum þægilega á óvart með þessum óvænta 'performance'.

Með eðlislægum þokka og óaðfinnanlegri tækni lyftu þessir tignarlegu fuglar verkinu í sínar hæstu hæðir svo unum var á að horfa. Tónlistin við verkið var í höndum lúðra lögreglubifreiða í bland við flaututóna strætisvagnanna og stöku hljóma í Dómkirkjuklukkunni.

Helblár himinninn og grámóskuleg rigningin mynduðu síðan hina fullkomnu umgjörð um þetta sígilda meistaraverk.

Náinn Birt aftur

Brástjörnur bláar man ég
blika mót sjónum mínum.
Bros líkt og ljómuðu perlur
leiftraði á vörum þínum.

Þín nálægð var neistandi elding
er nam ég frá verund þinni
Þitt nafn eins og ómfagur söngur
yljar enn sálu minni.


 

Hann var mín hreina og saklausa æskuást.
Hann dó átján ára gamall.


Ljóðið, Gallery ást, Ást við opnun myndlistarsýningar. Olíupastel

Ást



Augu mín
drukku í sig andlit þitt.
Nutu kitlandi tilfinningar
-unaðsvímunnar
og freyðandi fullnægingar
-svalaðs lostans.
Töfrandi táldræga kampavín
- árgerð ´52.
Hve ég - elska þig!

 

Ort 1989.


Snert hörpu mína himinborna dís

scan0001

Snert hörpu mina himinborna dís
svo hlusti englar Guðs í paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í því líf.

Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
um varpann leikur draumsins perluglit.

:,:Snert hörpu mína himinborna dís og hlustið englar Guðs í paradís:,:

 Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.


Sefur sól

Sefur sól
und jarðar yggldri brún
haust
hvín vindurinn hvössum rómi
úfið
svelgir haf saklaust skip
sorgmætt
fellur regn í næturstríði.

Ég sá hann í dag ' Vitfirrt ást'

Ef þú kæmir til mín

myndi ég ráðast á þig

og rífa utan af þér fötin.

Svo myndi ég leggja þig flatan

á fínpússsað eldhúsgófið

og fleka þig með bestu lyst.

 

Það er nú það,  ljúft er að láta sig dreyma. Það verður víst hvort sem er aldrei neitt meira úr þessu.
En það getur líka verið ágætt að vera ástfangin í leyni.

En hvað með það,  ég er loksins búin að fá vinnu. Eiginlega samskonar vinnu og ég vann á síðasta vinnustað,, þ.e. að kenna myndlist, nema í staðin fyrir að kenna fólki í framhaldsskóla, mun ég nú fara að kenna leikskólabörnum.
Ég fer niður á við í aldri nemenda minna, úr fullorðnu fólki og niður í smábörn. Ætli það endi ekki bara með því að ég fari bara að taka á móti börnum og gerist ljósmóðir? 

Ég fór í bankann minn í dag og sótti um styrk til að halda einkasýningu. Ætla að reyna að halda smásýningu á undan samsýningunni okkar bloggvinkvennanna sex í Ráðhúsinu eftir ár, ef allt gengur að óskum. Til vara sótti ég reyndar um yfirdráttarlán líka. Ég sagði þjónustufulltrúanum að mig vantaði líka pening til þess að gefa út ljóðabók sem ég ætla að myndskreyta sjálf, en við urðum ásáttar um að taka bara eitt fyrir í einu.

Nú er Tító kominn á lyf við ógleðinni sem hrjáir hann vegna þess að þvagefnið í blóðinu hefur aukist. Nýrun hans eru að bila smátt og smátt. Lyfin verka vel á hann, allavega er hann hættur að kasta upp út um öll gólf,  en ég held að þessi lyf hafi slævandi verkun því hann er alltaf dormandi. Svo er hann eiginlega alveg hættur að borða. Ég man ekki til að hafa séð hann borða í marga daga.

Gosi graðnagli finnur og sér hve Tító er orðinn lítill bógur og leggur hann í einelti. Hann varnar honum þess að komast á kattaklósettið sem er úti á yfirbyggðu svölunum. Ég vaknaði einn morguninn við ofboðsleg hræðsluvein í Tító og rauk fram, þá sat hann skíthræddur við svaladyrnar og þorði ekki út, því Gosi réðist á hann ef hann dirfðist svo mikið að reyna að stíga fæti út á svalirnar. Svo ég neyddist til þess að láta kattaklósettið  inná  bað.

Tító sem hingað til hefur verið kóngurinn á heimilinu og hátt yfir Gosa hafinn í goggunarröðinni er nú undir hælnum á Gosa graða. Náttúran er grimm, því ef að dýr finna að eitthvert annað dýr er orðið mikið veikt leggjast þau á það. Þó hefur Gosi verið góður vinur Títós í gegnum árin.

Þegar Tító er ekki sofandi þá eltir hann mig vælandi um allt og vill láta halda á sér og bera sig um. Ég hef smá áhyggjur af því þegar ég fer að vinna að skilja Tító og Gosa eftir eina heima þegar ástandið er orðið svona .

Ég vona bara að allt muni koma til  með að ganga vel hjá mér í nýju vinnunni.


Lag gert við ljóðið mitt 'Í fjötrum.'

Það á eftir að vinna lagið meira og líklega verður það ekki birt hér á blogginu.

 

Í fjötrum

 


Í  haustgulu kvöldskini
gengu elskendurnir
að fossinum.

Komdu, sagði ´ann
og stökk  út á stein
í miðri ólgandi ánni.

Komdu, sagði ´ann aftur
biðjandi
og rétti út höndina.

Hann stendur enn
einn á hálum steini.                            
scan0008

Svellbólstruð áin.

Fossinn í fjötrum,
- ísköldum fjötrum.

 

 

 

 


Draumur stóðhestsins Blek

Draumur stóðhestsins small

Fallegur verður folinn minn,
fold og himinn smíða hann,
jörðin gefur gróður sinn,
geislar litum prýða hann.

Jón Þorsteinsson, Arnarvatni 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband