Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
29.1.2008 | 02:50
Hjarnið lá yfir hrauninu eins og hrímhvít blúndusæng
Ég sit hérna með Tító minn í kjöltunni við tölvuna og blogga. Úti er allt á kafi í snjó og spáð er miklu frosti í Reykjavík á næstunni. Maður verður þá bara að búa sig vel svo kuldaboli bíti mann ekki alltof fast.
Það er enn einu sinni búið að breyta tímanum á sýningunni minni, af því að fyrir misskilning var tvíbókað í sýningarplássið. Ég fæ þá ekki húsið fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. En það er bara betra. Farið að vora og fleira fólk á ferli í bænum.
Ég get þá slappað betur af við að klára myndirnar mínar svo þær verði frambærilegar. Og gefið Tító og Gosa meiri tíma. Burstað þá og leikið við þá. Þeir voru eiginlega lagstir í andleg áföll vegna þess að ég skipti mér of lítið af þeim. Alltaf að mála og svoleiðis.
Ég var meira að segja farin að halda að Tító ætti ekki langt eftir ólifað. Hann lá alltaf í bælinu sínu og kom varla þó að ég kallaði á hann. Hann hefur líka horast þó nokkuð.
Svo í dag eftir að ég vissi að ég hefði nógan tíma fram að sýningunni tók ég mér ærlegt tak og dekraði við vini mína í bak og fyrir. Burstaði þá og lék við þá og hélt á þeim í fanginu til þess að leyfa þeim að kíkja út um gluggann á snjókornin sem flögruðu hjá eins og hvítu fiðrildin.
Það var eins og við manninn mælt að Tító hresstist allur við og hafði mjög gaman af að leika sér að pípuhreinsaranum sem ég dinglaði fyrir framan nefið á honum og allt í kringum hann. Það var eins og hann gengi í endurnýjun æsku sinnar 63 ára gamall kötturinn.
Og ég áttaði mig á því að í fánýtum eltingaleik mínum við glæstar vonir um framabraut, hafði ég gleymt mínum bestu vinum, sem ekki einu sinni geta séð af mér þegar ég fer á klósettið.
Ég ætla svo sannarlega að láta mér þetta að kenningu verða framvegis.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.1.2008 | 23:45
Gott að hafa í huga
Ef ekkert regn væri myndi sólin ekki skína
svo skært.
Ef engin nótt væri myndi dagurinn missa
ljóma sinn.
Og til þess er sorgin að við metum gleðina réttilega.
13.1.2008 | 02:51
Litla ömmustelpan mín, hún Elísa Marie
Mér finnst hún yndisleg. Hún er í 1. bekk og er að læra að lesa og skrifa og sitthvað fleira.
Svo er hún í íþróttum og dansi hjá ÍR og finnst voða gaman.
Hún er með svo fallegt bros og er svo ljúf og góð, en er samt mjög ákveðin ef hún ætlar sér eitthvað. Hún er litla krúttið mitt.
3.1.2008 | 23:48
Kettlinga krútt
Ég er farin að hugsa fyrir arftaka Títós, þó mér finnist í dag að enginn köttur geti komið í staðiinn fyrir hann. En þar sem ekki er hægt að fá balinese ketti eins og Tító er, hér á Íslandi leitaði ég til Kynjakatta. Í samtökunum er ein kona sem mun koma til að rækta ragdoll ketti árið 2008 eða 2009 og ég bað hana að setja mig á lista hjá sér.
Ragdoll kettir eru síðhærðir, með himinblá augu, eru með síamslitina þ.e. maska á andliti og sömu liti á eyrum, fótum og skotti, sumir eru með hvíta blesu og allir eru þeir með hvítar tær.
Ég mun örugglega sjúkratryggja kettlinginn vel vegna bitrar reynslu af miklum fjárútlátum vegna nýrnagalla Títós, sem er til kominn vegna innræktunnar. Og ég ætla að ganga úr skugga um að ekki sé hætta á neinu þvílíku, áður en ég kaupi mér einn svona kettling fyrir heilar 90 þúsund krónur.
En ég mun aldrei skíra væntanlegan kettling Tító. Það er bara einn Tító í hjarta mér. Litli kettlingurinn verður mér trúlega jafn kær með tímanum og Tító er mér í dag, en ég nefni hann öðru nafni til þess að skyggja ekki á minningu Títós míns, þegar þar að kemur.
Vinir og fjölskylda | Breytt 5.1.2008 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
23.12.2007 | 13:06
Lungnabólga í jólagjöf
Svo byrjaði takið í lungunum í gær. Og ég sem er búin að vera reyklaus í rúma 14 mánuði.
En læknirinn sagði að lungun væru lengi að jafna sig eftir svona langvarandi reykingar eins og voru í mínu tilfelli. Svo hættið að reykja, þið sem reykið!! Þegar ég fékk lungnabólgu síðast fyrir rúmum 14 mánuðum þurfti ég að fá súrefni á sjúkrahúsinu, því súrefnismettunin var komin niður fyrir 85 % og eftir það hætti ég loksins að reykja. Já, var ég búin að segja það? Hættið að reykja, þið sem reykið!!
Annars er ég hrædd um að þetta geti alllt eins verið út frá hjartanu, því verkurinn er ekki bundinn eingöngu við öndunina og hann eykst ef ég hreyfi mig eitthvað. Mér finnst nefnilega svolítið skrýtið að Elísa 6 ára ömmustelpan mín, sagði við mig um daginn. 'Þú verður dauð fyrir 20. maí'! Vá maður, ef stelpan skyldi nú vera skyggn eða með dulræna hæfileika eins og ég. amman.
En einkennilegt að ég skuli þá ekki líka hafa fengið fyrirfram vitneskju um væntanlegan eigin dauðdaga. það hlýtur að þýða það að ég sé ekkert feig og þetta sé bara bull í Elísu. Alla vega vona ég það.
21.12.2007 | 01:01
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla með þakklæti fyrir liðið ár
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.12.2007 | 23:58
Ég er með hríðir, því það er að fæðast þessi mynd eftir langvarandi verki
'Jöklar munu hverfa'
En ég á eftir að vinna mjög mikið í henni. þetta er stór mynd sem ég vona að seljist, en það er nú meiningin að reyna að selja eitthvað á komandi sýningu. Það er ennþá of mikið rautt í myndinni og ég á eftir að bæta við gulu og fjólubláu. Svo er himininn heilmikill höfuðverkur, því ég er ekki ennþá viss um hvernig ég á að hafa hann á litinn. En þetta kemur allt saman.
Svo eru víst að koma jól og ætli maður verði þá ekki að taka pásu í þessu málarastússi. Ekki svo að segja að mikið verði um að vera hjá mér á jólunum. Við verðum líklega ein í mat á aðfangadagskvöld, sonur minn og ég. Barnabörnin koma ekki einu sinni í kaffi hvað þá meir. Foreldrar þeirra eru svo stressaðir að mér skilst að þau ætli helst ekki að halda jól. Hún ófrísk að fjórða barninu, það elsta 6 ára og sonur minn búinn að vera í ströngum prófum.
Ég held að dóttir mín og tengdasonur ætli norður yfir jólin, til foreldra hans svo ekki koma þau heldur til mín yfir jólin.
En ég ætla nú að skreppa í kaffi til systur minnar á jóladag og hafa það huggulegt þar. En á gamlaárskvöld verður fjör, þá er mér og minni fjölskyldu og bróður mínum boðið í mat og áramótapartý til systur okkar, eins og venjulega.
Annars fór ég með Tító til dýralæknisins í dag, eina ferðina enn. Hann er bara fastagestur uppá Dýraspítala. Samt er ekki nema hálfur mánuður síðan hann fékk þriðja sterakúrinn í röð. En undanfarna daga hefur hann verið svo slappur, með ógleði og kastað upp og sofið mikið.
Gosi hefur auðvitað notfært sér ástand Títós og legið í leyni fyrir honum við svaladyrnar þegar hann ætlar á kattaklósettið og stokkið svo á hann. Skrýtin þessi dýr að níðast á veikum vinum sínum. Það er sagt að náttúran sé svona grimm, enda hefur maður svo sem séð myndir af Tjörninni þar sem margir fuglar ráðast í einu á veikburða önd.
En ég hélt að gæludýr sem er dekrað við af mönnum, ættu að vera búin að losa sig við þetta 'óeðli' Það var tekinn blóðprufa úr Tító og ég fæ að vita á morgun hvernig ástatt er með veiku nýrun hans. Svo fékk hann líka kröftuga sprautu til að hressa hann aðeins við.
Sprautan virkaði svo vel að síðan hann kom heim hefur hann hvað eftir annað farið uppá Gosa og riðlast á honum eins og honum sé borgað fyrir það. Hann er að hefna harma sinna og sýna að hann sé ennþá húsbóndinn á heimilinu.
Ég má þakka fyrir að vera ekki í læðulíki þegar hann lætur svona greddulega. En svei mér þá, mér þykir svo vænt um Tító, að ég væri svo sem alveg til í að bregða yfir mig læðuhamnum, ef það gæti vakið gleði hans. Verst að ég lét gelda hann hér um árið. Allavega verða þetta gleðileg jól ef hann Tító minn fær að lifa þau.
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.12.2007 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2007 | 13:41
'Umberðu annmarkana'
Hvort sem við eigum sjálf í hlut (óreiðan í skápnum, rispa í bílflakinu, eitthvað sem okkur tókst ekki að koma í verk, fáein aukakíló), eða, 'vankantar', annarra ,(útlit hegðun eða lífsmáti), færir það eitt að einblína á annmarkana okkur frá markmiðinu um að vera hugulsöm og nærgætin. Með þessari aðferð er ekki verið að fá fólk til að hætta að gera sitt besta, heldur að hætta því, að vera með hugann við það sem miður fer.
Í henni felst að þrátt fyrir, að alltaf sé hægt að gera betur, hafi það ekki í för með sér að við getum ekki notið hlutanna eins og þeir eru. Lausnin felst í því að standa sjálfan sig að verki þegar maður fellur í þá gömlu gryfju, að krefjast þess að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Minni ykkur hæversklega á að tilveran er alveg ágæt einmitt eins og hún er núna. Allt verður betra ef þið hættið í sífellu að fella yfir því dóma. Og um leið og þið komist uppá lagið með að draga úr fullkomnunaráráttunni á öllum sviðum lífsins uppgötvið þið líka smám saman hversu stórkostlegt lífið er í sjálfu sér'.
30.11.2007 | 20:35
Mig langar svo á deit með dauðum djákna, eða bara einhverjum...
Djákni á deiti
Inni í holu brjósti
mínu
hef ég dúkað borð fyrir þig
Garún, Garún -fyrir þig.
Rauðvín í glösum
þar sem rosabaugur skín
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum
Garún, Garún?
Þar sem rosabaugur skín.
Það er einhver óeirð í mér. Mig langar að fara eitthvað út að skemmta mér, dansa og svoleiðis, þó ég verði nú örugglega hölt eftir kvöldið. Ég hef ekki farið á skemmtistað í óratíma. Er alltaf svo blönk. Fer bara í bíó og á myndlistarsýningar.
Ætla að kíkja á tvær opnanir á morgun. þá fyrri hjá honum Berg Thorberg kaffimálara bloggvini mínum. Hann verður að sýna í Art-Iceland, þar sem meiningin er að ég sýni sjálf í febrúarlok og hin opnunin er hjá Katrínu bloggvinkonu minni sem opnar sýningu í Uppsölum á Hótel Reykjavík.
Það verður örugglega gaman að kíkja til þeirra.
Annars er ég búin að vera með einhverja ólukku í maganum undanfarið, hreina og beina ælupest bara. Ég hef verið eitthvað vangæf í meltingarfærunum síðastliðna mánuði. Þegar ég er komin upp í rúm á kvöldin og er að sofna, hrekk ég oft upp við svo mikinn verk undir bringspölunum.
Það er svo sárt að það er eins og mér sé gefið rosalegt högg undir bringspalirnar svo ég æpi oft upp yfir mig. Stundum æpi ég uppúr svefninum þegar ég fæ þessi högg
Ég hef löngum verið léleg í maganum. Hef tvisvar fengið alvarleg magasár og eyddi í bæði skiptin tveimur vetrum á sjúkrahúsum. Síðan hef ég stanslaust verið með magabólgur og er orðin hundleið á þessu. Svo kannski maður hafi ekki svo mikið að gera við að fara á deit eða ball svona yfirleitt.
Annars skellti ég mér í sund um daginn en synti samt ekki neitt. Gerði bara sundæfingarnar mínar eins og í leiðslu og lét mig svo fljóta á bakinu og ímyndaði mér að ég svifi þyngdarlaus um úti í geimnum. Ég slappaði svo vel af að bara blá nefbroddurinn stóð uppúr vatninu og ég var komin í sæluvímu. En svo hrökk ég óþyrmilega útúr þessu ástandi þegar nebbakúlan fór óvart á bólakaf og vatnið fossaði inní nasirnar á mér og ofan í lungu.
Ég hóstaði einhver ósköp og fannst ég vera að drukkna. Þetta var ekki beint glæsilegt. Satt að segja held ég að ég hafi verið ákaflega hallærisleg að sjá. Eins og ég hef hingað til alltaf verið klár í því að láta mig fljóta svona á bakinu. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Á sunnudaginn er meiningin að ömmubörnin Elísa Marie 6 ára og Daníel 5 ára komi og baki með mér piparkökur og ég þarf að kaupa matarlit, rauðan og grænan svo þau geti málað á kökurnar með lituðum glassúr. Við ætlum að hafa það kósý og spila jólalög á meðan við stöndum í bakstrinum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.12.2007 kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.11.2007 | 20:08
Umhugsunarverð dæmisaga
Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt. Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin. "Hún var frábær Pabbi."
"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn. "Ó já," sagði sonurinn. "Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.
Sonurinn svaraði: "Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug sem nær útí miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur.
Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn.
Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum.
Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem verja þau. "
Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við: "Takk Pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum."
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson