Leita í fréttum mbl.is

Kettlinga krútt

Zorro Zorro og söskende

 

Ég er farin að hugsa fyrir arftaka Títós, þó mér finnist í dag að enginn köttur geti komið í staðiinn fyrir hann. En þar sem ekki er hægt að fá balinese ketti eins og Tító er, hér á Íslandi leitaði ég til Kynjakatta.  Í samtökunum er ein kona sem mun koma til að rækta ragdoll ketti árið 2008 eða 2009 og ég bað hana að setja mig á lista hjá sér.

Ragdoll kettir eru síðhærðir, með himinblá augu,  eru með síamslitina þ.e. maska á andliti og sömu liti á eyrum, fótum og skotti, sumir eru með hvíta blesu og allir eru þeir með hvítar tær. 

Ég mun örugglega sjúkratryggja kettlinginn vel vegna bitrar reynslu af miklum fjárútlátum vegna nýrnagalla Títós, sem er til kominn vegna innræktunnar. Og ég ætla að ganga úr skugga um að ekki sé hætta á neinu þvílíku, áður en ég kaupi mér einn svona kettling fyrir heilar 90 þúsund krónur.

En ég mun aldrei skíra væntanlegan kettling Tító. Það er bara einn Tító í hjarta mér. Litli kettlingurinn verður mér trúlega jafn kær með tímanum og Tító er mér í dag,  en ég nefni hann öðru nafni til þess að skyggja ekki á minningu Títós míns, þegar þar að kemur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég legg til að þú fáir þér bara hreysikött.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Og mér finnst að þú eigir að fá þér skuggabaldur eða skoffín til að halda Mala félagsskap.

Svava frá Strandbergi , 3.1.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

knús knús

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Knús til baka.

Svava frá Strandbergi , 4.1.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Tryggvi, dýrin hafa þann hæfileika að skynja veikindi afkvæma sinna og einnig manna. Ég get sagt þér dæmi um læðu sem ég átti. Hún eignaðist eitt sinn fimm kettlinga. En stuttu eftir gotið hurfu tveir þeirra úr bælinu. þeir voru svo litlir að ég vissi að þeir voru ófærir um að hafa komið sér í burtu sjálfir. Svo ég leitaði um alla íbúðina og fann þá báða að lokum inni í svefnherbergisskáp bak við neðstu skúffuna í fataskápnum. Læðan hafði borið þá þangað til að deyja. Hún vissi að þeir voru haldnir ólæknandi sjúkdómi og fannst greinilega ekki borga sig að púkka uppá þá. Ég vissi hinsvegar ekkert og fannst læðan vera vond móðir og píndi kettlingunum uppá hana aftur. Læðan hins vegar hélt áfram að bera kettlingana tvo 'út'. Svo þegar þeir voru tveggja mánaða dóu þeir báðir úr hjartaslagi. Hundar finna líka velflestir lykt af krabbameini og eru stundum notaðir til þess að greina krabbamein. Villt dýr úti í náttúrunni losa sig líka við afkvæmi sín ef eitthvað er að þeim. Því dýrin búa ekki yfir læknisþekkingu að neinu ráði, en þau vita að mennirnir gera það. Þess vegna láta þau mennina vita ef eitthvað er að barni eða jafnvel eins og t.d. hundar  að ef að einhver maður er e.t.v. með húðkrabbamein sleikja þeir krabbameinsblettinn í sífellu og hafa þannig komið mörgu fólki til þess að leita sér hjálpar. Við mennirnir höfum glatað þessum hæfileika, ef við höfum þá nokkurn tíma haft hann. Dýrin  hafa eitthvað sjötta skilningarvit. Finna á sér ef að von er á hamförum í náttúrunni eins og jarðskjálftum og flóðum. Í flóðbýlgjunni miklu í Indónesíu fyrir nokkrum árum drukknaði ekki eitt einasta dýr. Þau höfðu öll flúið áður en flóðbylgjan kom.

Svava frá Strandbergi , 4.1.2008 kl. 09:24

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elskan  fallegar kisur þegar ég missti Tótu mína fyrir ári hef ég ekki getað hugsa mér að fá annan hund. Eða aðra kisu eins og ég elska mikið dýr.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2008 kl. 09:54

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegir kettlingar, mig skortir lýsingarorð  Ó mæ Ó mæ. Hvernig er Tító annars þessa dagana.  Dýr eru einfaldlega nær náttúrinni en við og skynja gjörsamlega allt, hún kisa mín er þvílíkt uppáþrengjandi þegar mér líður illa,,en það er í rauninni bara yndislegt.  Knús til þín og þinna katta.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 13:04

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Dásamlegir kettlingar, þvílík krútt. Minna mig líka mikið á eina kisuna mína sem er hálf síams, svona hvít með grábröndótt eyru og skott. Sú kisa á núna einn kettling sem er grár með dekkri grá eyru og skott, eiginlega eins og hann hafi dottið í kolabing.

Gangi þér vel að finna nýjan kattaförunaut, ég veit að enginn kemur í stað annars en það er óhugsandi að hafa ekki kött eða hund á heimilinu. Þú hefur kannski lesið hjá mér á blogginu mínu um gömlu tíkina mína sem var lögst í kör og við fengum okkur hvolp til að deyfa sársaukann hjá okkur. En viti menn, sú gamla reis úr rekkju og yngdist öll upp. Hún hefur nú tekið að sér að ala upp þennan hvolp og leikur sér og hasast og er hætt að fara úr hárum og er bara algjörlega ótrúleg og langt frá því að vera á leiðinni að fara.

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:06

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Katla, gæti það ekki læknað sorgina að fá sér annað dýr? Ég var í sorg eftir að Bambus síamskötturinn minn dó úr krabbameini. Mér fannst þá að ég gæti aldrei aftur fengið mér kött. En svo einn daginn gaf nágrannakona mín mér kettling, hann Tító eins og ég nefndi hann. Mér fannst og finnst enn eins og Guð hefði sent mér Tító til að lækna sorgina. Jafnvel þó að Tító hafi verið meira og minna veikur allt sitt líf, finnst mér þetta hafa verið þess virði, því með umhyggjunni kemur ástin aftur og læknar sorgina.

Knús til þín Ásdís og Bóthildar. 

Ragnhildur, jú ég las um hana Pollyönnu þína, sem er orðin sama sem hundrað ára. Það er gott að hún yngdist upp. Hún hefur þurft á því að halda að finna sér tilgang í lífinu með því að hugsa um og þykja vænt um einhvern sem minna mátti sín. 

Bestu kveðjur.

Svava frá Strandbergi , 4.1.2008 kl. 15:47

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hann Mali ER algjört skoffín. Ég hef það nýjast af honum að segja að ég heyrði aumkunnarvert mjálm úr lokaðri skúffu. Og þegar ég opnaði hana var þar ekki Mali æði framlár og aumur. Ekki veit ég hvernig hann komst í lokaða skúffuna sem auk þess var langt frá gólfi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 16:17

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

í febrúar fyrir næstum ári veiktist Skuggi alvarlega og þrátt fyrir fjölda heimsókna á spítala og meðferða þar , þá fór sem fór... Skuggi var barn Kisu sem fann sér heimili hjá mér í apríl 1998..Hann fæddist á Jónsmessunótt sama ár....Ég fór með Skugga á Dyraspýtalann í Víðidal þann 19. nóvember.sl, þar kvöddumst við í hinsta sinn...Skuggi fæddist þann 24. júní 1998 og varð stór strákur með MANNSVIT.

Ég get ekkert að því gert að ég hugsa til hans með söknuði æ síðan og hef velt því fyrir mér hvort eitthvað sé öðruvísi við að syrgja gæludýr eða manneskju...?

Reikningarnir vegna ummönnunar Skugga í veikindum hans eru ekkert aðalatriði þrátt fyrir að hafa verið háir...Ég myndi borga sömu upphæð aftur ef það hefði verið til góðs fyrir hann ...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 16:40

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Siggi, kettir hafa svo óskaplega gaman af því að finna sér sífellt nýtt bæli og mínir kettir læðupoka sér inn í fataskápana mína og skúffurnar hvernær sem þeir hafa tækifæri til. Þeir vita vel að þeir mega það ekki, því ég skamma þá í hvert sinn sem þeir fela sig þar inni, en þeim dettur aldrei í hug að hlýða banninu

Guðrún Magnea, ég samhryggist þér vegna Skugga. Ég held að það sé alveg eins sárt að syrgja gæludýr eins og manneskju. Það var birt skoðanakönnun í Bretlandi sem sýndi fram á það að fólk sem á gæludýr þykir oft vænna um þau en nánustu ættingja sína, þó ótrúlegt sé. 

Svava frá Strandbergi , 4.1.2008 kl. 19:30

13 Smámynd: www.zordis.com

Virkilega fallegir þessir litlu kisustubbar!  Vona að Tító líði vel og geti notið sín, við verðum að taka tillit til þessara elskna okkar.

Kostar ein svona kisulús 90.000 ísl ....

www.zordis.com, 4.1.2008 kl. 20:44

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Zordís, Tító hefur það þokkalegt miðað við ástandið á nýrunum hans. Verst að hann er orðinn svo lítill í sér að ef hann sér að ég er að búa mig til að fara eitthvað út byrjar hann að væla. Svo tekur hann fagnandi á móti mér þegar ég kem heim.
Hann sofnar í fanginu á mér á kvöldin með aðra löppina um hálsinn á mér og ef ég sný mér á hina hliðina, klifrar hann yfir mig til þess að geta legið alveg upp við brjóstið á mér áfram. Ég læt mig engu skipta þó hárin á honum kitli mig í nefið og ég þurfi að taka ofnæmistöflur við því.
Gosi fær svo náðarsamlegast með Títós leyfi að liggja í rúminu líka, en aðeins fjær. Þegar Gosi var yngri og uppreisnargjarnari, varð hann oft svo reiður útí mig yfir að fá ekki að koma nær mér,  að hann stökk á fæturnar á mér og klóraði mig eldsnöggt í tærnar og þaut svo eins og byssubrenndur í burtu.
En hann er fyrir löngu búinn að sætta sig við það sem Tító er búinn að kenna honum með beittri kló,  að Tító er Kóngurinn og langt hann hafinn.
Já, ragdoll kettir eru svona dýrir hér á Íslandi af því að þeir eru enn nýjasta kattartegundin á landinu. Ég vona bara að ég geti einhvern veginn nurlað saman fyrir ragdoll kettlingi þegar þar að kemur, en vona samt að Tító lifi sem lengst. En mér líst svo vel á ragdoll ketti, þeir eru loðnir eins og Tító og líka með blá augu eins og hann.

Svava frá Strandbergi , 4.1.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband