Leita í fréttum mbl.is

Lungnabólga í jólagjöf

Lucky me, eða hitt þó heldur, komin með bullandi lungnabólgu. Læknirinn var að fara frá mér. Spurning um hvort ég verði lögð inn ef ég þoli ekki sýklalyfin í magann frekar enn venjulega. Ég vissi þetta alveg, því undanfarna daga hef ég varla mátt hreyfa mig án þess að það bogaði af mér svitinn.
Svo byrjaði takið í lungunum í gær. Og ég sem er búin að vera reyklaus í rúma 14 mánuði.
En læknirinn sagði að lungun væru lengi að jafna sig eftir svona langvarandi reykingar eins og voru í mínu tilfelli. Svo hættið að reykja, þið sem reykið!! Þegar ég fékk lungnabólgu síðast fyrir rúmum 14 mánuðum þurfti ég að fá súrefni á sjúkrahúsinu, því súrefnismettunin var komin niður fyrir 85 % og eftir það hætti ég loksins að reykja. Já, var ég búin að segja það? Hættið að reykja, þið sem reykið!!
Annars er ég hrædd um að þetta geti alllt eins verið út frá hjartanu, því verkurinn er ekki bundinn eingöngu við öndunina og hann eykst ef ég hreyfi mig eitthvað. Mér finnst nefnilega svolítið skrýtið að Elísa 6 ára ömmustelpan mín, sagði við mig um daginn. 'Þú verður dauð fyrir 20. maí'! Vá maður, ef stelpan skyldi nú vera skyggn eða með dulræna hæfileika eins og ég. amman.
En einkennilegt að ég skuli þá ekki líka hafa fengið fyrirfram vitneskju um væntanlegan eigin dauðdaga. það hlýtur að þýða það að ég sé ekkert feig og þetta sé bara bull í Elísu. Alla vega vona ég það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er ansi hræddur um að telpan hafi rétt fyrir sér. Það er sama hvenær þú deyrð, alltaf verður það fyrir 20. maí, bara misjafnlega langt;)

Ef litla rófan fer að tala um ártal í þessu samhengi myndi ég sperra eyrun við :-)

Til hamingju með reykstoppið. Ég hef farið í stóra opna hjartaaðgerð, opna lungna/krabbaaðgerð og mín bíður ósæðaraðgerð strax eftir áramót.

Reykingar eru sannanlega heilsuspillir!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hahaha, þú hefur alveg rétt fyrir þér Heimir. Gleðileg jól!

Svava frá Strandbergi , 23.12.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ja hérna, Heimir, ég vona að aðgerðin gangi vel og þú náir heilsu.

Svava frá Strandbergi , 23.12.2007 kl. 14:16

4 Smámynd: www.zordis.com

heyrðu ..... það er stórhættulegur lugnavírus að ganga og athugaðu þetta sérstaklega. Ekki gott að greina en þetta er stofn sem dregur fólk til dauða!

Vertu á varðbergi gagnvart heilsunni, ef þú færð beinverki eða stöðugar höfuðkvalir skaltu fara beint upp á sjúkrahús.

Farðu varlega og vonaað þú eigir gleðileg jól ....

www.zordis.com, 23.12.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: www.zordis.com

heyrðu ..... það er stórhættulegur lugnavírus að ganga og athugaðu þetta sérstaklega. Ekki gott að greina en þetta er stofn sem dregur fólk til dauða! Vertu á varðbergi gagnvart heilsunni, ef þú færð beinverki eða stöðugar höfuðkvalir skaltu fara beint upp á sjúkrahús. Farðu varlega og vonaað þú eigir gleðileg jól ....

www.zordis.com, 23.12.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf gott að leggja áherslu á orð sín!

kær kveðja,

www.zordis.com, 23.12.2007 kl. 18:03

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jæja Zordís, þú segir nokkuð. Ég sem frétti það í dag að elsti sonur minn er líka með lungnabólgu og besta vinkona mín varð sér úti um slæman bronkítis og asma. Hún er á sýklalyfjum og sterum.

En ég hef áhyggjur af syni mínum, þetta er í annað sinn i vetur sem hann fær lungnabólgu. Þetta verða erfið jól fyrir konuna hans sem er ófrísk að fjórða barninu þeirra.

Kær kveðja. 

Svava frá Strandbergi , 23.12.2007 kl. 21:59

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ elskan mín, ljótt að heyra.  Þið Tito eruð semsagt alveg ómöguleg. Vonandi skánar nú heilsan næstu daga, þú lofar okkur að fylgjast með.  Kær kveðja til þin

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 02:13

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir kveðjuna Ásdís og Tryggvi. Já, það er víst einhver pest í gangi. En gleðileg jól til ykkar og gott nýtt ár.

Kær kveðja. 

Svava frá Strandbergi , 24.12.2007 kl. 10:00

10 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:57

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi lagast þú fljótt Guðný mín  og Gleðileg jól.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.12.2007 kl. 14:16

12 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Leitt að heyra Guðný mín. Vona að þetta gangi fljótt yfir í þetta sinn. Farðu vel með þig.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.12.2007 kl. 01:11

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

góður punktur hjá Heimi  

Farðu vel með þig Guðný mín. Vona að þú eigir gleðileg jól þrátt fyrir veikindin.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.12.2007 kl. 15:36

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jólaknús til þín Guðný mín, farðu vel með þig.

Marta B Helgadóttir, 25.12.2007 kl. 16:10

15 Smámynd: www.zordis.com

Hvernig er heilsan hjá þér ?????

Jóladagskveðjur til þín og kisukrúttanna!

www.zordis.com, 26.12.2007 kl. 00:55

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir góðar kveðjur og Zordís mín. Ég er ennþá með þetta fjárans tak, sem er sífellt að breyta um stað í lungunum. Stundum er það að framan vinstra megin eða það kemur út um herðablaðið. Svo í gær var það í vinstri öxlinni og í dag í bakinu. En ég er líka bara búin með hálfan skammt af sýklalyfjunum. Ég ætla samt að biðja um lungnamyndatöku eftir hátíðarnar. Knús til ykkar allra.

Svava frá Strandbergi , 26.12.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband