Leita í fréttum mbl.is

Ég er með hríðir, því það er að fæðast þessi mynd eftir langvarandi verki

Jöklar munu hverfa

 

                         'Jöklar munu hverfa' 

En ég á eftir að vinna mjög mikið í henni. þetta er stór mynd sem ég vona að seljist, en það er nú meiningin að reyna að selja eitthvað á komandi sýningu. Það er ennþá of mikið rautt í myndinni og ég á eftir að bæta við gulu og fjólubláu. Svo er himininn heilmikill höfuðverkur, því ég er ekki ennþá viss um hvernig ég á að hafa hann á litinn. En þetta kemur allt saman.
Svo eru víst að koma jól og ætli maður verði þá ekki að taka pásu í þessu málarastússi. Ekki svo að segja að mikið verði um að vera hjá mér á jólunum. Við verðum líklega ein í mat á aðfangadagskvöld, sonur minn og ég. Barnabörnin koma ekki einu sinni í kaffi hvað þá meir. Foreldrar þeirra eru svo stressaðir að mér skilst að þau ætli helst ekki að halda jól. Hún ófrísk að fjórða barninu, það elsta 6 ára og sonur minn búinn að vera í ströngum prófum.

Ég held að dóttir mín og tengdasonur ætli norður yfir jólin, til foreldra hans svo ekki koma þau heldur til mín yfir jólin.

En ég ætla nú að skreppa í kaffi til systur minnar á jóladag og hafa það huggulegt þar. En á gamlaárskvöld verður fjör, þá er mér og minni fjölskyldu og bróður mínum boðið í mat og áramótapartý til systur okkar, eins og venjulega. 

Annars fór ég með Tító til dýralæknisins í dag, eina ferðina enn. Hann er bara fastagestur uppá Dýraspítala. Samt er ekki nema hálfur mánuður síðan hann fékk þriðja sterakúrinn í röð. En undanfarna daga hefur hann verið svo slappur, með ógleði og kastað upp og sofið mikið.
Gosi hefur  auðvitað notfært sér ástand Títós og legið í leyni fyrir honum við svaladyrnar þegar hann ætlar á kattaklósettið og stokkið svo á hann. Skrýtin þessi dýr að níðast á veikum vinum sínum. Það er sagt að náttúran sé svona grimm, enda hefur maður svo sem séð myndir af Tjörninni þar sem margir fuglar ráðast í einu á veikburða önd.
En ég hélt að gæludýr sem er dekrað við af mönnum, ættu að vera búin að losa sig við þetta 'óeðli'  Það var tekinn blóðprufa úr Tító og ég fæ að vita á morgun hvernig ástatt er með veiku nýrun hans. Svo fékk hann líka kröftuga sprautu til að hressa hann aðeins við.
Sprautan virkaði svo vel að síðan hann kom heim hefur hann hvað eftir annað farið uppá Gosa og riðlast á honum eins og honum sé borgað fyrir það. Hann er að hefna harma sinna og sýna að hann sé ennþá húsbóndinn á heimilinu.
Ég má þakka fyrir að vera ekki í læðulíki þegar hann lætur svona  greddulega. En svei mér þá, mér þykir svo vænt um Tító, að ég væri svo sem alveg til í að bregða yfir mig læðuhamnum, ef það gæti vakið gleði hans. Verst að ég lét gelda hann hér um árið. Allavega verða þetta gleðileg jól ef  hann Tító minn fær að lifa þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Zad verdur gaman ad fylgjast med hvernig zessari jöklamynd midar!  Mér finst brimrótid vera  mjög töff hjá zér ....

Vona ad Tító fái gledilega og verkjalaus jól  njóttu hátídarinnar og finndu fridinn!

www.zordis.com, 20.12.2007 kl. 08:05

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er 100% viss um það Guðný mín að þú selur myndina. Verst þetta með hann Tító Æi vonandi að hann verði verkjalaus já það er svo skrítið með dýrin að ráðast á önnur veik dýr. Eigðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Tító, erfitt að vera hann þessa dagana.  Ég er sko alveg viss um að þú selur myndir á sýningunni, þetta verður spennandi, gaman að geta látið sig hlakka til einhvers á nýju ári.  Kær kveðja á kisur

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk allar, fyrir góðar kveðjur. Knús

Svava frá Strandbergi , 20.12.2007 kl. 23:32

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðar stundir um hátíðarnar

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband