Leita í fréttum mbl.is

Finnst ykkur þessi köttur neðst til vinstri ekki æði, er hann kannski eins mikið krútt og hann Tító minn?

PICT2239 Títós café

Éða er sá til hægri fallegri? Þetta eru hvorir tveggja oriental kettir sem eru skyldir síams og balinese köttum eins og Tító er, en þeir eru ekki með maska eins og þeir. Samt eru þeir snöggir á feldinn eins og síamskettir, en ekki hálfsíðhærðir eins og balinese kettir, en eru með græn augu í stað þess að bæði síams og  svo balinese eins og Tító eru með safírblá augu.

Þessi neðst  til vinstri er apricot silver spottet oriental köttur, en sá sem er neðst til hægri er red oriental köttur. 

Ég get kannski fengið svona svipaða kettlinga eftir eitt og hálft ár, þá verður Tító minn líklega farinn frá mér til Himna. 

Ég er komin á biðlista hjá konunni sem ætlar að rækta þessi ketti í þessum litum hérna heima. Þeir hafa alveg sömu skapgerð eins og síams og balinese kettir. Gáfaðir og mannelskir.

Annars finnst mér þetta hálfgerð synd af mér að vera gera svona ráðstafanir meðan Tító er enná lífi en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 

Mér finnst það bara verst að geta ekki fengið balinese kettling eins og Tító og þó, kannski myndi minning Títós alltaf skyggja á kettlinginn ef þeir væru alveg eins. Það er ekki hægt að fá balinese ketti á Íslandi eins og er. En kannski verða þeir líka fluttir inn aftur. En allavega ég fæ mér kött sem líkist Tító en er samt ekki alveg eins. 

Annars er Tító heimsfrægur enda ekki nema von, fegursti köttur heims eins og hann svo jafnvel veitingahús í útlöndum eru skírð í höfuðið á honum, eins og þetta hérna á myndinni fyrir ofan,sem ég borðaði á, á Krít í sumar. 

Hann Tító er nú fallegur, svona loðinn og ísbjarnar bangsalegur-, finnst ykkur hann kannski fallegri heldur en oriental kettirnir? 

 

 

1 Elsku Tító 40707 018

scan0007 Apricot silver spottet orientall shorthair


Fjölgunar von í fjölskyldunni

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Tengdadóttir mín á von á fjórða barninu, er komin fimm vikur á leið. Þau eiga þrjú ung börn fyrir,   Elísu Marie, sex ára Daníel sem er að verða fimm ára í þessum mánuði og svo Jónatan Davíð sem verður þriggja ára í febrúar og er hann með Downs heilkenni. Og það hefur verið erfitt fyrir þau að annast Jónatan Davíð, með þessa fötlun hans. Svo eru þau að pæla í að flytja hérna úr næsta nágrenni við mig og til Keflavíkur. Og ég sem er ekki á bíl og get þá ekki heimsótt þau þegar ég vil. Arg!

Auðvitað er það samt alltaf gleðiefni þegar lítið barn fæðist, en ég hef bara áhyggjur af að þetta verði of erfitt hjá þeim. 

Þetta verður þá fimmta barnabarnið mitt, því miðsonur minn á einn sextán ára strák. Svo er dóttir mín sem er yngst barna minna, enn barnlaus. En ég get kannski reiknað með svona 7 til 8 alls og kannski fleiri,  barnabörnum þegar hún og mannsefnið ákveða að eignast börn. 

En þau sem eru bæði viðskiptafræðingar eiga þann draum og ætla að láta hann rætast, að flytja til Þýskalands í einhvern tíma og læra meira, svo það er ekki fjölgunar von hjá þeim á næstunni. 

Ég er komin í samband við konu á netinu sem heldur að Tító minn sé köttur frá henni, því hún ræktar svona ketti, en mér var gefin Tító svo ég veit ekki með vissu hvaðan hann kom. Ég get þá leitað til hennar þegar Tító er farinn frá mér til þess að fá arftaka hans, þó reyndar geti aldrei, að mér finnst núna, neinn köttur komið í staðinn fyrir hann Tító minn. 

Nú er ég farin að þvo kisurnar einu sinni í viku og mér líður strax betur af ofnæminu. Kisulórurnar eru ekki beint hrifnar af sjálfu baðinu, ég dýfi þeim bara oní volgt vatn í baðkarinu, en þeir elska að láta þurrka sér og bursta sig hátt og lágt á eftir. Auðvitað tala ég voða blíðlega við þá á meðan á tilstandinu stendur og mér finnst stundum eins  og ég sé komin aftur í tímann og sé að baða börnin mín alsæl. 

Ég er búin að vera hölt öðru hvoru á hægra hné, í tvö ár. Sjúkraþjálfarinn segir að liðþófinn í hnénu sé skaddaður og lítið hægt að gera nema gefa mér laser geisla í hnéð. Ég spurði hvort hún gæti ekki farið með laserinn yfir andlitið og lagað það til líka og yngt mig um svona 15 ár. En því miður sagði hún að það væru öðru vísi laser geislar og svoleiðis fínerísdútl kostaði líklega yfir hundrað þúsund krónur hjá lækni.

Ég splæsi þá bara í það þegar ég er orðin rík eftir ár og öld. Svo setti þjálfarinn mig í strekkjara til þess að ná mér uppí mína fyrri hæð sem er vel yfir 170 cm. Nei annars bakið var strekkt og togað af því ég er ekki bara orðin kölkuð í hausnum heldur hryggnum líka, beinhnúðarnir ýta á einhverja taug niður í vinstri fót. Hún var búin að  strekkja á mér hálsinn áður með góðum árangri, því þar var sama dæmið sem leiddi út í vinstri handlegg, (ég hef sagt ykkur það áður að ég sé mjög vinstri sinnuð). Það virkaði svo vel að nú er ég orðin fín í handleggnum og fær í flestan sjó. 

Annars er ég orðin svo rosalegur næturhrafn, er að mála langt frá á nótt og ætla svo aldrei að geta vaknað á morgnana. En ég kemst alltaf í svo æðislegt stuð eftir klukkan tíu á kvöldin að það er engu lagi líkt. Í gærkvöldi var ég meira að segja í alvöru að pæla í því að skella mér líka í það, að heilsparsla einn vegginn á baðherberginu áður en ég skriði uppí rúm, en sem betur fer rann af mér æðið og ég lúskraðist í rúmið um klukkan hálf þrjú eftir miðnætti. 

Jæja, klukkan er að verða eitt eftir miðnætti, best að fara að sofa. Góða nótt öllsömul. 


Hver málaði þessar fyllibyttur??

PICT0645 Fyllibyttur

 Og á hvaða búllu eru þær að fá sér í glas? Frá hvaða landi var þessi listamaður og hverskonar stefnu (isma) málaði hann í ?  Hvenær var hann uppi og hvað einkenndi sérstaklega  þennan listamann, fyrir utan list hans?

Já, það er satt ég hef ekki farið á neina svona krá eða  búllu í meira en ár til þess að fá mér í glas og djamma. Það er kannski komin tími til að maður fari að skella sér út og skemmta sér eitthvað svolítið. 


Hvaða heimsfrægi listamaður málaði þessa mynd?

1360081L Monet

Hvers lenskur var hann og hvað hét stefnan (isminn) sem hann málaði í?  Afhverju er hún og fyrir hvað er hún sérstök? Nefnið tvennt.


Hvaða heimsfrægi listamaður málaði þessa mynd?

PICT1187

 Var það Cezanne, Monet, Renoir, eða Van Gogh? Hvað var sú stefna, (ismi) í málaralist kölluð  sem þeir voru kenndir  við og  í  hvaða  landi  byrjaði þessi  stefna og á  hvaða  tíma?


Þá er það ákveðið, einkasýning í febrúar.

Jæja þá! Nú er búið að samþykkja sýningu hjá mér í ArtIceland Skólavörðustíg 1a, einhvern tímann  í febrúar á næsta ári og það sem meira er eigandi gallerisins segist bjartsýn á að ég selji þessar myndir sem ég hef sýnt henni.

Nú er að hrökkva eða stökkva, ég verð að mála og mála eins og brjálaður listamaður fram að sýningunni, annað dugir ekki. Mig vantar bara svo prentliti. Ég fór uppí Hvítlist til þess að kaupa liti en af því ég hafði hent gömlu dósunum gátu þeir ekki fundið litina. Ég veit ekkert hvað ég á að gera, en kannski að sonur minn sem vinnur við silkiprentun geti hjálpað mér, ef ég bið hann vel.

Ég ætla að sýna bæði þrykk-og blek myndir og vatnslitamyndir á sýningunni. Álfheiður eigandinn sagð, að þó að það þætti vera betri heildarsvipur á sýningum sem uppistæðu af myndum með sömu tækni, væru þessar tvær tækni aðferðir svo keimlíkar hjá mér, að þetta ætti að koma vel út.

Hún var hrifin af öllum myndunum sem ég sýndi henni sem betur fer. Svo nú ég verð að láta hendur standa fram úr ermum. Og þið kæru bloggvinir verðið náttúrulega velkomnir á opnunina, allir með tölu, þegar þar að kemur, ef þið viljið gera mér þann heiður? 

 


Það dagar í Reykjavík

nú þegar Dagur tekur við stjórninni. Þetta er búið að vera meira klúðrið hjá honum Villa. Það var eins og hann gæti aldrei ákveðið sig með neitt, né í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Hann sagði eitt sinn að hann hefði skipt um skoðun í ákveðnu máli. Ætli hann hafi órað fyrir því þá að honum sjálfum yrði skipt (út) fyrir Degi?
mbl.is Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árs afmæli reykbindisis

Í gær var ég búin að vera hætt að reykja í heilt ár. Ég trúi þessu varla. Rosalega er ég dugleg maður! Fyrstu mánuðina eftir að ég hætti blés ég út, enda alltaf nartandi í sælgæti, en nú er ég  farin að skreppa saman aftur, þar sem  ég er líka komin yfir sætindalöngunina sem hrjáði mig fyrstu mánuðina.

Ég finn ekki fyrir mæði lengur þó ég labbi uppá þriðju hæð og það er mikill munur að geta líka gengið brekkur án þess að finna fyrir verkjum í kálfunum vegna súrefnisskorts.

Já það er nú það, þetta er ekkert mál, það er nú heila málið. Bara að drepa í fjárans rettunni og taka svo eina klukkustund í einu og áður en þú veist af er liðið heilt ár. Þegar þeim áfanga er náð er eftirleikurinn auðveldur. Ekki fer maður að byrja aftur að reykja eftir að hafa verið svona úthaldsgóður í tólf mánuði. Nei ó nei, ekki hún ég.

Ég hélt uppá afmælið með því að fara með vinkonu minni í bíó. Við sáum myndina 'No reservations.' Ágætis rómantísk gamanmynd, með Catherine Zeta Jones og einhverjum karlleikara sem ég man ekkert hvað heitir. Við skemmtum okkur ágætlega. Svo þegar ég kom heim hélt ég líka uppá daginn með því að leyfa Tító og Gosa að sofa hjá mér þrátt fyrir ofnæmið sem hrjáir mig öðru hvoru. Þeir voru alsælir og ég líka.


Sól rís sól sest ' Góða nótt'

Sólarlag  small 0005

       
Góða nótt


Dagurinn kveður,

mánans bjarta brá

blikar í skýjasundi.

Lokkar í blænum,

leiftur augum frá,

loforð um endur fundi.


Góða nótt, góða nótt,

gamanið líður fljótt,

brosin þín bíða mín,

er birtan úr austri skín.



Dreymi þig sólskin og sumarfrið,

syngjandi fugla og lækjarnið.

Allt er hljótt,  ástin mín, góða nótt.

 

Ég held að þetta ljóð sé eftir Ása í bæ,sáluga, samlanda minn úr Eyjum, sem mér veittist sá heiður að kynnast aðeins í lifenda lífi. Hann var skyldur mér í móðurætt og eitt sinn er ég hitti hann og við bæði við skál, sagði hann að ég væri með nornaaugu. 


'Allt sem við viljum er friður á jörð'

Allt sem við fáum, er að færa auðmönnum gull,
allt sem við  fáum, er að hlekkja útlendingana , 
allt sem við fáum, er samráð fyrirtækjana,
allt sem við fáum, er 'til helv.... með  öryrkjana'

 Allt sem við viljum, er réttlæti á jörð!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband