Leita í fréttum mbl.is

Finnst ykkur þessi köttur neðst til vinstri ekki æði, er hann kannski eins mikið krútt og hann Tító minn?

PICT2239 Títós café

Éða er sá til hægri fallegri? Þetta eru hvorir tveggja oriental kettir sem eru skyldir síams og balinese köttum eins og Tító er, en þeir eru ekki með maska eins og þeir. Samt eru þeir snöggir á feldinn eins og síamskettir, en ekki hálfsíðhærðir eins og balinese kettir, en eru með græn augu í stað þess að bæði síams og  svo balinese eins og Tító eru með safírblá augu.

Þessi neðst  til vinstri er apricot silver spottet oriental köttur, en sá sem er neðst til hægri er red oriental köttur. 

Ég get kannski fengið svona svipaða kettlinga eftir eitt og hálft ár, þá verður Tító minn líklega farinn frá mér til Himna. 

Ég er komin á biðlista hjá konunni sem ætlar að rækta þessi ketti í þessum litum hérna heima. Þeir hafa alveg sömu skapgerð eins og síams og balinese kettir. Gáfaðir og mannelskir.

Annars finnst mér þetta hálfgerð synd af mér að vera gera svona ráðstafanir meðan Tító er enná lífi en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 

Mér finnst það bara verst að geta ekki fengið balinese kettling eins og Tító og þó, kannski myndi minning Títós alltaf skyggja á kettlinginn ef þeir væru alveg eins. Það er ekki hægt að fá balinese ketti á Íslandi eins og er. En kannski verða þeir líka fluttir inn aftur. En allavega ég fæ mér kött sem líkist Tító en er samt ekki alveg eins. 

Annars er Tító heimsfrægur enda ekki nema von, fegursti köttur heims eins og hann svo jafnvel veitingahús í útlöndum eru skírð í höfuðið á honum, eins og þetta hérna á myndinni fyrir ofan,sem ég borðaði á, á Krít í sumar. 

Hann Tító er nú fallegur, svona loðinn og ísbjarnar bangsalegur-, finnst ykkur hann kannski fallegri heldur en oriental kettirnir? 

 

 

1 Elsku Tító 40707 018

scan0007 Apricot silver spottet orientall shorthair


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi mér finnst svo væntum hann Tító þinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.10.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband