
Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð fyrir framana þessa heimsfrægu mynd eftir Bottichelli. Ég var blátt áfram uppnumin. Löngu seinna reyndi ég að koma tilfinningunni sem ég varð fyrir á blað og úr varð lítið ljóð sem á fátæklegan máta túlkaði stemninguna sem ég las út úr þessu mikla listaverki, ljóðið, Fæðing gyðjunnar.
Fæðing gyðjunnar
Í safírblárri nóttinni
hljómar söngur vindanna
rósbleik hörpuskel ristir
blíðlega flauelsmjúkt haf
marbárur rísa og hníga
í örum hjartslætti sjávarins
röðulglóð lýsir hauður og haf
er lofnargyðjan stígur fullsköpuð
úr skínandi djúpinu
getin af sævi, borin af perlumóður.
Nývöknuð veröldin nýtur í fyrsta sinni
- ástar gyðjunnar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mikið var eftir meira en mánaðar rigningu, þá verður líka notað tækifærið og farið í haustlitaferð á Þingvöll með dóttur minni, ef að mér verður batnað kvefið. Vona bara að það verði ekki öll lauf fokin af trjánum. Monta mig aðeins af dóttur minni, er hún ekki falleg á myndinni og tengdasonurinn myndarlegur?
Tító er kominn með sýkingu í öndunarfærin, nánar tiltekið í trýnið í þriðja sinn, síðan hann var settur á sterana. Hann byrjaði að hnerra einhver ósköp í gær og í dag var nefið á honum orðið eldrautt.
Þessir sterar eru víst gróðrarstía fyrir bakteríur segja dýralæknarnir. Svo nú er hann í þriðja sinn á stuttum tíma kominn á sýklalyf fyrir utan sterana. Annars líður hvorugu okkar vel því ég get ekki haft hann uppi í rúmi hjá mér, þar sem kattaofnæmið gaus upp hjá mér og ég gat eiginlega ekkert sofið fyrir kláða í nefinu og bara alls staðar.
Svo Tító og Gosi sofa frammi í stofu og ég ein í rúminu mínu. Ég var svo aum í gærkvöldi yfir að geta ekki haft Tító í fanginu að ég sofnaði með tárvota vanga, uhu, hu.
Tító er bæði veikur og sár út í mig því hann skilur ekki af hverju hann fær ekki að sofna uppí hjá mér. Gosi er ekki eins háður mér og Tító og hann sættir sig betur við þetta. En ég veit að með þessu áframhaldi hjá Tító mínum er það mikið til á mínu valdi hve lengi hann lifir. En ég vil ekki missa hannTító minn og mun koma fram gagnvart honum eins og hann sé manneskja varðand veikindi hans.
5.10.2007 | 03:08
HOFMÓÐUR
Á
MEL
NU
M
M
Á
T
T
I
S
J
Á
P
U
N
T
S
T
R
Á
S
E
M
S
T
Ó
Ð
Á
Þ
V
Í F
A
S
T
A
R
E
N
R
Ó
T
U
N
U
M
A
Ð
Þ
A
Ð
N
Æ
M
I
VIÐ SJÁLFAN HIMININN!
Ljóð | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2007 | 11:07
'Bráðum koma blessuð jólin'
Fyrsta jólaauglýsingin var í sjónvarpinu í gær. Og mikið óskaplega hlakka ég til að glápa á allar þessar endalausu sjónvarpsauglýsingarnar sem koma í kjölfarið.
Fáðu þér nýtt eldhús fyrir jólin, parketleggðu stofuna fyrir jól, málaðu íbúðina fyrir jól, nýr bíll er nú nauðsynlegur fyrir jólin, - við lánum þér, flísaleggðu baðherbergið fyrir jól, kauptu þér nýja íbúð fyrir jól, eða bara hreinlega nýtt hús, fáðu þér nýjan eiginmann fyrir jól, helst alveg nýja fjölskyldu. Æ, æ, æ, er ég nú alveg komin út fyrir efnið eða kannski bara alveg yfir um? 'Ég fer alltaf yfir um jólin', söng Laddi.
Hvað ætli það fari annars margir 'yfir' um jólin? Á krítarkortinu eða yfir strikið svona yfirleitt? Og þá meina ég bæði andlega og líkamlega.
Af hverju höldum við jólin á þann veg að minnast fæðingar Jesú með óhóflegri eyðslu og óheyrilegum munaði á alla kanta?
Hversu langt er merking jólanna ekki komin frá uppruna sínum. Hún er eins og afvegaleitt barn, á villigötum.
Ljósið í myrkrinu er orðið að eyðandi eldi sem æðir yfir lönd og höf og eirir engu því sem á vegi þess verður.
Skógareldur, sinueldur, sálareldur. Eitthvað sem við ráðum ekki við lengur. Árviss atburður sem margir kvíða, í stað þess að hlakka til. Því tómleikinn ræður ríkjum, Friðurinn er farinn, horfinn í flóðbylgju stjórnlausra innkaupaferða og óhóflegra átveisla.
Og í kjölfarið kemur óttinn, óttinn við það að vera ekki maður til þess að borga það, sem þú keyptir uppá krít, fyrir þessa heilögu hátíð kristinna manna.
Jólin eru liðin undir lok eins og Rómaveldi forðum, allavega hjá flestum þeim, sem hafa næstum því gleymt, hvers vegna við höldum jól. Og að lokum munum við ekki vita hvers vegna við höldum eiginlega jól, eða er það kannski þegar orðið þannig??
Jól
Ert þú - í raun og veru
- sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn
í sjónvarpinu, Jesúm Krist.
Það eru þín orð,
svarar Frelsarinn, með bros á vör.
Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það -
hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.
Rauð könguló er snyrtilega bundin
um topp þess
en gulir götuvitar lýsa dauflega
á slútandi greinum.
Úti sitja hrafnar á ljósastaurunum
krunkandi eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið á aðfangadagskvöld.
Á svörtum himni skín einmana,
- óljós - stjarna??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.9.2007 | 23:19
Fegurð Gullkorn
Öll fegurð
hlutanna stafar
af fegurðinni
í sálinni.
Þannig leiðir
sköpunarverkið
okkur á braut
hins fagra
til Guðs.
Ágústínus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2007 | 02:50
Einvígið við ófreskjuna og fleira
Ég var að dunda mér í dag við hitt og þetta, en þó aðallega þetta. Ég var að gera þessa mynd sem ég kalla 'Einvígið við ófreskjuna'.
Ég er búin að tala við gallery á Skólavörðustíg. Reyndar sendi ég myndir þangað líka í tölvupósti. Gallerys eigandinn var mjög hrifin af myndinni Stúlkan í græna kjólnum, myndina Sólheimajökull og Manndómsbrekkan, já og svo nefndi hún líka að Ísilagt vatnið væri fín.
Ég get víst fengið sýningarpláss hjá henni í febrúar á næsta ári. En ég er samt ekki viss hvort ég verði komin með nægar myndir til að sýna, né næga peninga, því vikan hjá henni kostar 72 þúsund krónur, en það er reyndar með öllu. Það er að segja yfirsetu, boðskortum og hún sér einnig um að hóa í fjölmiðla og svoleiðis stöff.
Svo er galleryið með alþjóðlega heimasíðu sem er mikið heimsótt af kaupendum erlendis. Þarna er líka boðið uppá vaxtalaus lán til þess að fjárfesta í myndlist.
Jæja ég sé bara til, en vona samt að ég geti haldið þessa sýningu hjá henni eftir 4 mánuði.
Nú ef ekkert verður af þessu hef ég þó alltaf fyrirhugaða bloggvinkvennasýningu í Ráðhúsinu upp á að hlaupa, en hún verður opnuð 29. ágúst á næsta ári.
Ég er búin að segja upp í leikskólanum. Það var alltof mikið álag á bakið á mér að bogra yfir 7 börnum í einu, til að kenna þeim myndlist við svona pínulítil borð og stóla sem þau sátu á.
Ég er með kölkun í baki og mænuþrengsli og einnig í hálsi. Taugaverkir leiða niður í vinstri fót og vinstri handlegg. Ég hef alltaf verið svo vinstri sinnuð, þess vegna er ég með náttúrulega með vinstri verki. Þessi seinni helmingur af síðustu setningu, eða partur úr henni, er stolinn frá Sigga bróður, úr bókinni 'Í leit að sjálfum sér'
Ég sótti um vinnu í dag á netinu sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á geðsviði Landsspítalans. Æ, ég vona að ég fái þá vinnu, eða þa´vinnu sem skólaritari sem ég ætla að sækja um á mánudag.
Annars fékk ég smá aukavinnu í gær við að skrautskrifa á skjöl fyrir Halaleikhópinn. Það var þrælgaman að gera þetta. Mér þótti verst að þurfa að taka pening fyrir, því það var ein bloggvinkona mín sem bað mig um þetta. En ég er alltaf blönk svo ég tók við borgun fyrir verkið.
Svo slappaði ég af yfir sjónvarpinu í kvöld eftir sameiginlega máltíð okkar Títós og Gosa. Ég eldaði kjúkling og þeir vomuðu yfir mér frammi í eldhúsi, meðan ég var að elda. Mér fannst verst að geta ekki lagt á borð fyrir þá svo við hefðum getað haft það huggulegt við borðstofuborðið og snætt kjúklinginn saman í bróðerni.
En því miður tóku þeir ekki í mál að gera mér þann heiður, svo ég borðaði bara ein, fyrir framan sjónvarpið en þeir af skálinni sinni frammi í eldhúsi. En mikið lifandis skelfing sleiktu þeir mikið út um eftir að hafa hámað í sig kjúklinginn. Ég gerði það reyndar líka, svona fyrst að enginn sá til mín.
Á morgun ætla ég á kaffihús með vinkonu minni í Kringlunni. Skoða smá föt í leiðinni og svona.
Well best að fara að sofa
29.9.2007 | 17:06
Sjálfsmynd í svörtu
Ég er tóm eins og tunna.
Heilinn visinn í höfði mér.
Blóð mitt er tómatsósa á beyglaðri flösku.
Andlit mitt sem gömul málningardolla.
Líkami minn lundabaggi er gleymdist að salta.
Öll er ég hálf og hálf er ég ekki öll.
Ég vildi óska að ég gæti lagt sjálfa mig í
súr til þess að forða frekari skemmdum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2007 | 15:28
Gullkorn á laugardegi. Höf. Albert Einstein
Það fegursta sem
hægt er að upplifa er
hið leyndardómsfulla.
Sá sem ekki þekkir
það og er ófær um
að undrast og hrífast
er með nokkrum
hætti dáinn og auga
hans brostið.
Albert Einstein
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 02:07
Andlit götunnar

halla sér í vindinn
skjálfandi
í hrollkaldri rigningunni
meðan blásvart mistrið
leggst
eins austurlensk blæja
yfir
andlit götunnar.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar