Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
14.10.2007 | 22:43
Hvaða heimsfrægi listamaður málaði þessa mynd?
13.10.2007 | 10:58
Þá er það ákveðið, einkasýning í febrúar.
Jæja þá! Nú er búið að samþykkja sýningu hjá mér í ArtIceland Skólavörðustíg 1a, einhvern tímann í febrúar á næsta ári og það sem meira er eigandi gallerisins segist bjartsýn á að ég selji þessar myndir sem ég hef sýnt henni.
Nú er að hrökkva eða stökkva, ég verð að mála og mála eins og brjálaður listamaður fram að sýningunni, annað dugir ekki. Mig vantar bara svo prentliti. Ég fór uppí Hvítlist til þess að kaupa liti en af því ég hafði hent gömlu dósunum gátu þeir ekki fundið litina. Ég veit ekkert hvað ég á að gera, en kannski að sonur minn sem vinnur við silkiprentun geti hjálpað mér, ef ég bið hann vel.
Ég ætla að sýna bæði þrykk-og blek myndir og vatnslitamyndir á sýningunni. Álfheiður eigandinn sagð, að þó að það þætti vera betri heildarsvipur á sýningum sem uppistæðu af myndum með sömu tækni, væru þessar tvær tækni aðferðir svo keimlíkar hjá mér, að þetta ætti að koma vel út.
Hún var hrifin af öllum myndunum sem ég sýndi henni sem betur fer. Svo nú ég verð að láta hendur standa fram úr ermum. Og þið kæru bloggvinir verðið náttúrulega velkomnir á opnunina, allir með tölu, þegar þar að kemur, ef þið viljið gera mér þann heiður?
11.10.2007 | 17:40
Það dagar í Reykjavík
Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.10.2007 | 10:17
Árs afmæli reykbindisis
Í gær var ég búin að vera hætt að reykja í heilt ár. Ég trúi þessu varla. Rosalega er ég dugleg maður! Fyrstu mánuðina eftir að ég hætti blés ég út, enda alltaf nartandi í sælgæti, en nú er ég farin að skreppa saman aftur, þar sem ég er líka komin yfir sætindalöngunina sem hrjáði mig fyrstu mánuðina.
Ég finn ekki fyrir mæði lengur þó ég labbi uppá þriðju hæð og það er mikill munur að geta líka gengið brekkur án þess að finna fyrir verkjum í kálfunum vegna súrefnisskorts.
Já það er nú það, þetta er ekkert mál, það er nú heila málið. Bara að drepa í fjárans rettunni og taka svo eina klukkustund í einu og áður en þú veist af er liðið heilt ár. Þegar þeim áfanga er náð er eftirleikurinn auðveldur. Ekki fer maður að byrja aftur að reykja eftir að hafa verið svona úthaldsgóður í tólf mánuði. Nei ó nei, ekki hún ég.
Ég hélt uppá afmælið með því að fara með vinkonu minni í bíó. Við sáum myndina 'No reservations.' Ágætis rómantísk gamanmynd, með Catherine Zeta Jones og einhverjum karlleikara sem ég man ekkert hvað heitir. Við skemmtum okkur ágætlega. Svo þegar ég kom heim hélt ég líka uppá daginn með því að leyfa Tító og Gosa að sofa hjá mér þrátt fyrir ofnæmið sem hrjáir mig öðru hvoru. Þeir voru alsælir og ég líka.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2007 | 23:38
Sól rís sól sest ' Góða nótt'
Góða nótt
Dagurinn kveður,
mánans bjarta brá
blikar í skýjasundi.
Lokkar í blænum,
leiftur augum frá,
loforð um endur fundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, ástin mín, góða nótt.
Ég held að þetta ljóð sé eftir Ása í bæ,sáluga, samlanda minn úr Eyjum, sem mér veittist sá heiður að kynnast aðeins í lifenda lífi. Hann var skyldur mér í móðurætt og eitt sinn er ég hitti hann og við bæði við skál, sagði hann að ég væri með nornaaugu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.10.2007 | 20:46
'Allt sem við viljum er friður á jörð'
Allt sem við fáum, er að færa auðmönnum gull,
allt sem við fáum, er að hlekkja útlendingana ,
allt sem við fáum, er samráð fyrirtækjana,
allt sem við fáum, er 'til helv.... með öryrkjana'
Allt sem við viljum, er réttlæti á jörð!
Dægurmál | Breytt 9.10.2007 kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð fyrir framana þessa heimsfrægu mynd eftir Bottichelli. Ég var blátt áfram uppnumin. Löngu seinna reyndi ég að koma tilfinningunni sem ég varð fyrir á blað og úr varð lítið ljóð sem á fátæklegan máta túlkaði stemninguna sem ég las út úr þessu mikla listaverki, ljóðið, Fæðing gyðjunnar.
Fæðing gyðjunnar
Í safírblárri nóttinni
hljómar söngur vindanna
rósbleik hörpuskel ristir
blíðlega flauelsmjúkt haf
marbárur rísa og hníga
í örum hjartslætti sjávarins
röðulglóð lýsir hauður og haf
er lofnargyðjan stígur fullsköpuð
úr skínandi djúpinu
getin af sævi, borin af perlumóður.
Nývöknuð veröldin nýtur í fyrsta sinni
- ástar gyðjunnar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mikið var eftir meira en mánaðar rigningu, þá verður líka notað tækifærið og farið í haustlitaferð á Þingvöll með dóttur minni, ef að mér verður batnað kvefið. Vona bara að það verði ekki öll lauf fokin af trjánum. Monta mig aðeins af dóttur minni, er hún ekki falleg á myndinni og tengdasonurinn myndarlegur?
Tító er kominn með sýkingu í öndunarfærin, nánar tiltekið í trýnið í þriðja sinn, síðan hann var settur á sterana. Hann byrjaði að hnerra einhver ósköp í gær og í dag var nefið á honum orðið eldrautt.
Þessir sterar eru víst gróðrarstía fyrir bakteríur segja dýralæknarnir. Svo nú er hann í þriðja sinn á stuttum tíma kominn á sýklalyf fyrir utan sterana. Annars líður hvorugu okkar vel því ég get ekki haft hann uppi í rúmi hjá mér, þar sem kattaofnæmið gaus upp hjá mér og ég gat eiginlega ekkert sofið fyrir kláða í nefinu og bara alls staðar.
Svo Tító og Gosi sofa frammi í stofu og ég ein í rúminu mínu. Ég var svo aum í gærkvöldi yfir að geta ekki haft Tító í fanginu að ég sofnaði með tárvota vanga, uhu, hu.
Tító er bæði veikur og sár út í mig því hann skilur ekki af hverju hann fær ekki að sofna uppí hjá mér. Gosi er ekki eins háður mér og Tító og hann sættir sig betur við þetta. En ég veit að með þessu áframhaldi hjá Tító mínum er það mikið til á mínu valdi hve lengi hann lifir. En ég vil ekki missa hannTító minn og mun koma fram gagnvart honum eins og hann sé manneskja varðand veikindi hans.
5.10.2007 | 03:08
HOFMÓÐUR
Á
MEL
NU
M
M
Á
T
T
I
S
J
Á
P
U
N
T
S
T
R
Á
S
E
M
S
T
Ó
Ð
Á
Þ
V
Í F
A
S
T
A
R
E
N
R
Ó
T
U
N
U
M
A
Ð
Þ
A
Ð
N
Æ
M
I
VIÐ SJÁLFAN HIMININN!
Ljóð | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2007 | 11:07
'Bráðum koma blessuð jólin'
Fyrsta jólaauglýsingin var í sjónvarpinu í gær. Og mikið óskaplega hlakka ég til að glápa á allar þessar endalausu sjónvarpsauglýsingarnar sem koma í kjölfarið.
Fáðu þér nýtt eldhús fyrir jólin, parketleggðu stofuna fyrir jól, málaðu íbúðina fyrir jól, nýr bíll er nú nauðsynlegur fyrir jólin, - við lánum þér, flísaleggðu baðherbergið fyrir jól, kauptu þér nýja íbúð fyrir jól, eða bara hreinlega nýtt hús, fáðu þér nýjan eiginmann fyrir jól, helst alveg nýja fjölskyldu. Æ, æ, æ, er ég nú alveg komin út fyrir efnið eða kannski bara alveg yfir um? 'Ég fer alltaf yfir um jólin', söng Laddi.
Hvað ætli það fari annars margir 'yfir' um jólin? Á krítarkortinu eða yfir strikið svona yfirleitt? Og þá meina ég bæði andlega og líkamlega.
Af hverju höldum við jólin á þann veg að minnast fæðingar Jesú með óhóflegri eyðslu og óheyrilegum munaði á alla kanta?
Hversu langt er merking jólanna ekki komin frá uppruna sínum. Hún er eins og afvegaleitt barn, á villigötum.
Ljósið í myrkrinu er orðið að eyðandi eldi sem æðir yfir lönd og höf og eirir engu því sem á vegi þess verður.
Skógareldur, sinueldur, sálareldur. Eitthvað sem við ráðum ekki við lengur. Árviss atburður sem margir kvíða, í stað þess að hlakka til. Því tómleikinn ræður ríkjum, Friðurinn er farinn, horfinn í flóðbylgju stjórnlausra innkaupaferða og óhóflegra átveisla.
Og í kjölfarið kemur óttinn, óttinn við það að vera ekki maður til þess að borga það, sem þú keyptir uppá krít, fyrir þessa heilögu hátíð kristinna manna.
Jólin eru liðin undir lok eins og Rómaveldi forðum, allavega hjá flestum þeim, sem hafa næstum því gleymt, hvers vegna við höldum jól. Og að lokum munum við ekki vita hvers vegna við höldum eiginlega jól, eða er það kannski þegar orðið þannig??
Jól
Ert þú - í raun og veru
- sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn
í sjónvarpinu, Jesúm Krist.
Það eru þín orð,
svarar Frelsarinn, með bros á vör.
Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það -
hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.
Rauð könguló er snyrtilega bundin
um topp þess
en gulir götuvitar lýsa dauflega
á slútandi greinum.
Úti sitja hrafnar á ljósastaurunum
krunkandi eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið á aðfangadagskvöld.
Á svörtum himni skín einmana,
- óljós - stjarna??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Alvarleg netárás á Wise
- Skattamál verði líklega þeirra mesta klemma
- Tók ákvörðunina í gær
- Tjón bænda nam rúmum milljarði
- Ágreiningur um tekjuöflun ríkissjóðs
- Ég gerði mitt besta til að hjálpa til
- Guðmundur Ingi áfram þingflokksformaður
- Nokkrir bílstjórar fengið áminningu
- Snjóflóð í Esjunni í nótt
- Einn fær 9,9 milljónir
- Fráfarandi ráðherrar óska nýjum velfarnaðar
- Lög um hvalveiðar úrelt og krefjast endurskoðunar
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- Kristrún: Þetta verður ekki auðvelt
- Gott að fá Þorgerði í ráðuneytið
Fólk
- Við vorum grimmdin
- Geggjaðar og gallaðar í senn
- Amma tramma skítaramma
- Aldrei hefði ég ímyndað mér að þetta myndi enda svona
- Meira kynlíf hjá mér
- Aron Can ófeiminn og fór úr að ofan
- 2025 verður mitt ár!
- Eins og tyggjóklessa á sálinni
- Fyrrverandi eiginkonan enn sár
- Jólakort Katrínar og Vilhjálms