Leita í fréttum mbl.is

Svanavatnið á Reykjavíkurtjörn Gagnrýni

Reykvísku álftirnar sýndu ballettinn Svanavatnið á Reykjavíkurtjörn s.l. sunnudag .
Hlutu þær góðar undirtektir áhorfenda sem voru mestmegnis fólk að gefa öndunum brauð.
Má því með sanni segja,að álftirnar hafi komið mönnum þægilega á óvart með þessum óvænta 'performance'.

Með eðlislægum þokka og óaðfinnanlegri tækni lyftu þessir tignarlegu fuglar verkinu í sínar hæstu hæðir svo unum var á að horfa. Tónlistin við verkið var í höndum lúðra lögreglubifreiða í bland við flaututóna strætisvagnanna og stöku hljóma í Dómkirkjuklukkunni.

Helblár himinninn og grámóskuleg rigningin mynduðu síðan hina fullkomnu umgjörð um þetta sígilda meistaraverk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ahhhh.. Ef ekki væri fyrir svona fæolk eins og þig færu svona gjörningar framhjá fólkinu í borginni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:32

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ahhhh.. Ef ekki væri fyrir svona fólk eins og þig færu svona gjörningar framhjá fólkinu í borginni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:32

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er alveg frábær. Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.9.2007 kl. 10:10

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

þú ert snilli í að sjá hlutina. Ég bara hugsa hvað var ég að hanga heima og missa af þessum performans.

Bíð spennt eftir myndskeytu ljóði við þennan gjörning

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 18.9.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ooooo svanir eru svooo fallegir og að horfa á þá taka á loft er snilld.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 16:05

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

það var meira að segja ókeypis á sýninguna. Þið misstuð af miklu.

Svava frá Strandbergi , 18.9.2007 kl. 16:48

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 22:49

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, það er skrýtið að þetta sé ekki auglýst betur.

Svava frá Strandbergi , 19.9.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband