Færsluflokkur: Ljóð
15.3.2008 | 23:27
Ég hugsa of mikið
Ég hugsa of mikið
um það
sem ég má ekki hugsa
og hugsa um af hverju
ég hugsa
svo mikið um það
ég hugsa að ég verði
að hugsa um
að hætta að hugsa
-eða- ég hugsa -það.
Guðný Svava Strandberg.
Ég var eitthvað slöpp í morgun, ætlaði bara ekki að geta farið á fætur fyrir þreytu. Þess vegna lá ég áfram í rúminu eins og skata og mókti og hugsaði líka, dálítið mikið, þangað til, (ég skammast mín fyrir að segja frá því), klukkan hálf fjögur um eftirmiðdaginn, þegar systir mín hringdi og boðaði komu sína.
Ég fékk reyndar, tvær heimsóknir, fyrst kom systir mín og síðan kom dóttir mín óvænt í heimsókn, hún hafði verið á skíðum uppi í Bláfjöllum með bróður sínum, miðsyni mínum, en kærastinn hennar var að vinna. Hann vinnur við bókhald og er alltaf að vinna mikla eftirvinnu og oft um helgar.
Systir mín keypti af mér mynd, þessa sem er með færslunni um vorgyðjuna. Ég ætla með hana í innrömmun fyrir hana á mánudaginn því ég fæ afslátt, en ekki hún.
Ég er mjög ánægð með að systir mín hafi keypt þessa mynd og vona að hún finni henni góðan stað í nýja húsinu sínu.
Þegar systir mín var farin fórum við dóttir mín, aðeins út í búð, því ég þurfti að kaupa smávegis inn. Ég var rosa skynsöm í fæðuvali til að byrja með, keypti vínber, tómata, banana, eplasafa og fleira heilsusamlegt, en svo rak ég augun í þær, Kókosbollurnar!, fjórar saman í glæru plastboxi. Og auðvitað keypti ég þær, því ég er sjúk í þetta sælgæti, svo sjúk, að ég borðaði þrjár í kvöldmatinn og drakk smá hvítvín með. Það er ekki furða að maður sé slappur í maganum að láta svona ofan í sig, en þær eru bara svo sjúúúklega góðar!
Síðan var ég að reyna að taka myndir af myndunum mínum og ætlaði að taka þær í dagsbirtu, úti á svölum, svo það kæmi ekki þessi hvíti glampi alltaf, en þá kunni ég ekki að taka flassið af og áður en ég vissi af voru batteríin búin. Þá voru góð ráð dýr, ég varð að fara út í sjoppu og kaupa batterí og hringja svo í miðson minn og fá leiðbeiningar með hvernig ég ætti að taka flassið af vélinni. Þessi sonur minn er mín helsta hjálparhella og leysir yfirleitt alltaf öll mín vandamál, enda tókst honum að kenna mér þetta í gegnum símann.
Svo tók ég Tító og Gosa og burstaði þá hátt og lágt með nýja burstanum sem dóttir mín gaf mér blessunin. Þetta er einhver undrabursti. Þegar ég bursta Tító sem er með löng hár, liggur við að burstinn rýi hann inn að skinni, hárflygsurnar fljúga af í hrönnum og safnast saman í stóran haug fyrir neðan kollinn sem hann situr á meðan ég bursta hann. Og ruslafatan inni á baði verður hálffull þegar ég er búin að troða hárbunkanum ofan í hana.
Samt er alltaf nóg hár eftir á Tító og hann elskar að láta bursta sig svona. Gosi er miklu fastheldnari á feldinn sinn. það fer varla nokkurt hár af honum þegar ég bursta hann með undraburstanum, en Gosi er líka snöggur á feldinn, en Gosi elskar samt líka að láta bursta sig eins og Tító.
Það er svo fyndið að þeir stökkva alltaf báðir upp á kollinn þegar ég fer inn á bað í von um að fá burstun. Og svo reyna þeir að bola hvor öðrum í burtu með því að halla sér harkalega í átt hvor að öðrum, með þeim afleiðingum að annar þeirra dettur ofan af kollinum, oftast Gosi litli. En hann fær samt sinn tíma á eftir frekjudallinum og hefðarkettinum honum Tító, sem vill alltaf vera númer eitt í öllu.
Mér fannst ekkert varið í Spaugstofuna í kvöld og ekki heldur myndina sem kom á eftir. Mér finnst orðið lélegt efni stundum í sjónvarpinu, þess vegna hlakka ég til á mánudaginn þegar ég fæ afruglara frá Símanum og get valið mér myndir.
En ég hlakka samt enn meira til næsta miðvikudag klukkan átta um kvöldið því þá verðum við dóttir mín að koma okkur fyrir í sætum okkar í Íslensku óperunni til að horfa á La traviata.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.3.2008 | 01:15
Vorgyðjan
Ég hlakka svo til
þegar vorgyðjan kemur dansandi
með sunnangolunni
um sólkvik stræti og torg
og smellir
svo brennheitum kossi
á nakin trén
að þau opna feimnislega
litlu
brumhnappana
og klæðast
sínum laufléttu kjólum
Og blómin
sem hafa sofið
á sitt græna eyra
undir snjó og köldum klaka
kipra augun mót birtunni
og brosa hringinn
alveg eins og ég.
Ljóð | Breytt 11.3.2008 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.3.2008 | 22:23
Næturganga
dafna
ekki blóm
því niðdimm nótt
með kaldri hendi
lýkur
um sérhvert blóm
á næturgöngu
minni.
Á vegi mínum
deyja
lítil blóm.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2008 | 04:00
Gamla gatan
Ó, gamla gatan mín
ég glaður vitja þín
og horfnar stundir heilsa mér
Hér gekk ég gullin spor
mín góðu bernskuvor,
sem liðu burt í leik hjá þér.
Í sól og sumaryl
hve sælt að vera til,
við þekktum hvorki boð né bann
en kveiktum ástareld,
sem öll hin rauðu kveld
í ungum hjörtum okkar brann.
Dagarnir hurfu með draumsins þyt.
Dóu mín sumarblóm.
Nú geymi ég þeirra ljós og lit,
sem lifandi helgidóm.
það berast ómar inn,
ég opna gluggann minn,
og um mig leikur andi hlýr,
því æskan fram hjá fer,
til fundar hraðar sér
að yrkja lífs síns ævintýr.
Lag: Oddgeir Kristjánsson Texti: Ási í Bæ
Ljóð | Breytt s.d. kl. 04:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.2.2008 | 22:11
'Álfadans'
'Í tungsljósi á ís yfir Tungufljót ég reið,
teygða ég þar hestins á snarpasta skeið;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hart greip hann sprettinn og sparði ei afl,
spegilhált var svellið og stæltur var skafl.
En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Allt í einu fældist og frýsaði hátt
fákurinn og öfuga snerist í átt.
Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Gat ég að líta, hvar álfa fimur fans
fetaði út í vatnið og sté þar í dans.
Já, viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hver um annan kyrpingur kænlega hljóp,
köldum geislum stafaði fölvan á hóp,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Annarleg sveif mér þá löngun í lund,
lysti mig að sækja þann kynlega fund;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
En ei fékk ég hestinum otað úr stað,
og lof sé Guði fyrir, hann bannaði það,
því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Því þar sem álfar frömdu sinn feiknstafaleik,
feigðarhylur gein þar, og spöngin var veik,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.'
Grímur Thomsen 1820-1896
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.2.2008 | 01:21
'Harpan hljómar við himnasala ljós'
Þegar stjörnur braga á Himni og ég er einn staddur einhvers staðar á
mörkum hins raunverulegra.
Himininn stirnir og Norðurljós dansa á mörkum þess sem er. Þá ligg ég úti
á hjarninu, uppnuminn frá
hinu jarðneska og stari á þann Guðdómleika í undur þau sem sem enginn
mannlegur máttur fær
skýrt.
Höf. Valdemar Vilhjálmsson
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.2.2008 | 00:04
'Nafnið' (Endurbirt prósaljóð)
'en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.' Hún lá endilöng á gangstéttinni í Bankastræti og skrifaði nafnið sitt á grasið við götukantinn. Hún skrifaði með rauðu bleki svo nafnið væri vel sjáanlegt á grænu grasinu. Hún var ekki í neinum fötum en hafði vafið gamalli sæng utan um sig til þess að hylja nekt sína. Hún var hálfhrædd um að einhver myndi amast við henni, þar sem hún lá á maganum þvert yfir gangveginn, eða saka hana um að fremja skemmdarverk með því að pára svona á grasið. En fólkið virtist ekki taka eftir henni, heldur steig hiklaust ofan á hana á hraðferð sinnni upp eða niður götuna Hana var farið að verkja í bakið af því að vera svona fótum troðin en lét sig hafa það. Hún vissi sem var að hún varð að gera allt fyrir nafnið. Þegar hún hafði lokið við að skrifa hálfa leið frá kvennaklósettinu niður að Lækjargötu tók hún sér smáhvíld og kveikti sér í sígarettu. Hún saug áfergjulega að sér reykinn og leit yfir verk sitt. Við augum hennar blasti kraftaverk og henni varð ljóst að Guð hafði stýrt hendi hennar, því á hverjum þeim stað sem hún hafði skrifað nafnið sitt uxu nú rauðar rósir. Hún drap í sígarettunni og fleygði henni umhugsunarlaust í göturæsið. Svo hélt hún áfram að skrifa. En nú þurfti hún að skrifa mun hraðar en áður því sólin var horfin, dökkir kólgubakkar voru að hrannast upp á himninum og það leit út fyrir rigningu. Hún varð að ljúka verkinu áður en það byrjaði að rigna því líklega myndi gamla sængin sem hún notaði sem yfirhöfn gegnblotna ef það kæmi væta á hana. Að lokum skrifaði hún síðasta stafinn. Verkið var fullkomnað og hún lagði frá sér pennann sigrihrósandi. En þar sem hún sat þarna var hún skyndilega lostin skelfilegri hugsun, sem fyllti hana smátt og smátt nagandi óvissu. Hún hafði ekki hugmynd um hvort rauða blekið sem hún hafði skrifað með væri vatnsekta.
Guðný Svava Strandberg
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2008 | 04:32
Eins og sært dýr svarthvít ljósmynd af vatnslitamynd
Eins og sært dýr
leitar inn í skóginn
til að deyja
flýr vitund mín
veruleikann
og vefur sjálfa sig örmum
handan þessa heims
þar sem ennþá
er von.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.1.2008 | 23:45
Stórmál
Aðalmálið er
að hafa eitthvað
til málanna að leggja
og það er mitt hjartans mál
að ekki verði mikið mál
að leysa vandamál
varðandi málefni
og stefnumál
flokksins
eða máls málanna
sem er bundið mál
því tók ég til máls
um mál málanna
meðal málsmetandi manna
gerður var góður rómur
að máli mínu
enda er ég rómuð fyrir
að vera vel máli farin
og hafa sannfærandi málróm
kvisast hefur út orðrómur um það
að málið sé í höfn
enda er það málið
er það mál manna
að ég hafi alfarið tekið málin
í mínar hendur
og þar með leyst málið
- sem er mjög gott mál
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.1.2008 | 16:08
Íshellir, 'gangnakofi' jólasveinanna sem þeir hvílast í, á leið sinni til og frá byggð
Hér hvílast þeir peyjarnir prúðu
er fjallabyggð sína flúðu
og ferðuðust mannheima til.
Um jólin þeir stunda þá iðju
að stelast í mannannna smiðju
og staldra þar aðeins við.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson