Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
10.11.2007 | 01:37
Verðlaunagetraun. Hver málaði þessa mynd og hvers konar 'ismi' er þetta?
Sá sem fyrst/ur kemur með svarið fær að velja sér mynd úr gallerí
albúminu á síðunni minni. Eftirprentun og verður hún prentuð
á góðan pappír í ca. A3 stærð.
8.11.2007 | 20:39
Ég segi nú eins og fleiri, hvað eru þeir að rífast við ASÍ?
En eins og allir vita var það Bubbi kóngur, alias Dabbi, sem sleit örorkubætur úr öllu sambandi við launavísitöluna. Hann hefur engan og hafði aldrei neinn skilning á málefnum öryrkja.
Hann var svo önnum kafinn við að hækka sín eigin laun og koma á þessum alræmdu eftirlauna eða lífeyrislögum fyrir sjálfan sig.
Eins er um stjórnina í dag. Fjöryrkjar eða öryrkjar skulu stéttvísir vera og láta sig ekki dreyma um að komast upp úr sinni stétt þ. e. hinni alræmdu stéttlausu stétt sem einnig mun vera til á Indlandi.
Öryrkjabandalagið lýsir furðu á yfirlýsingu ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2007 | 20:04
Við fjallavötnin fagurblá. Þrykk og málað ofan í með þynntum prentlitum. Hluti af mynd.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró;
í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngvaklið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar nætur frið.
(Hulda)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.11.2007 | 17:04
Á þetta virkilega líka við um Ísland?
'Samdráttur í framleiðslu skýrist hins vegar af versnandi veðurfarsaðstæðum, vöntun á landi til matvælaframleiðslu og að vatnsforði jarðar fer óðum minnkandi. Óhjákvæmilega mun því verð halda áfram að hækka og það á við um Ísland ekki síður en önnur lönd.´
Er ekki lambakjötið nógu andskoti dýrt, eða hvað? Og hvers vegna er það svona dýrt, ganga ekki lömbin sjálfala á íslenskum gróðursælum heiðum, fyrir utan það að lifa einnig á móðurmjólkinni?
Það þarf því ekki að borga fóðrið ofan í þau þetta eina sumar sem þau lifa. Nóg vatn hafa þau líka til drykkjar í silfurtærum fjallalækjum, svo ekki hrjáir þau vatnsskorturinn.
Svo hefur heyjast ágætlega á Íslandi undanfarin góðviðrisár svo búpeningurinn hefur nóg að éta þann tíma ársins, sem hann er lokaður inni í fjárhúsum eða fjósum og vatnið sem við höfum eins og allir vita nóg af er leitt heim í peningshúsin í tugþúsunda lítratali.
Kjúklingarnir sem aldrei koma undir bert loft og lifa inni í stórum skemmum frá útungun til slátrunar er varla hægt að segja um að skorti mikið landrými. Og þeir hafa líka nóg af vatni.
Svo veit ég ekki betur en bændum sé borgað fyrir það af almannafé að halda búum sínum gangandi. Það er asnalegt að almenningur borgi bændastéttinni stórfé fyrir að framleiða ofan í sig fæðu sem ekki stendur undir kostnaði og punga svo út með fleiri þúsund krónur í viðbót ef bara er keypt eitt andskotans lambalæri.
Hvar liggur hundurinn grafinn með leyfi, var hann e.t.v. heygður í bónusvinnu fyrir krónu á tímann?
Maturinn dýrari á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2007 | 00:55
Því leiðir skildu á lífsins braut
Menning og listir | Breytt 8.11.2007 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 01:46
Tító er æði svona, ekki satt? Og listmálari á listráðstefnu
Þegar ég var að skoða myndirnar mínar sem ég teikna blindandi, mundi ég allt í einu eftir skemmtilegri sögu um landsþekktan listmálara, sem er fyrrum kennari í Myndlista og handíðaskóla Íslands.
Þessi tiltekni listmálari missti heyrnina þegar hann var ungur drengur, svo hann getur talað nokkuð eðlilega og les hann auðveldlega af vörum manna.
Eitt sinn var heyrnarlausi listmálarinn beðinn um að vera fulltrúi íslenskra listamanna á mikilli og fínni listráðstefnu erlendis, þar sem listamenn frá ólíkum löndum komu saman og gekk það auðvitað vel og fór ráðstefnan fram með miklum sóma.
Ráðstefnunni lauk svo með kvöldverði þar sem listaspekúlantarnir gæddu sér á dýrindis réttum og eðalvínum.
Íslenski listmálarinn, heyrnarlausi, skemmti sér hið besta við matarborðið og lét ljós sitt skína ótæpilega í umræðum manna á milli um hinar fögru listir og talaði hátt og mikið með sinni drynjandi röddu . Fannst einum boðsgestanna sem var fulltrúi frá einu Norðurlandana nóg um vaðalinn í hinum heyrnarlausa listamanni og hugðist lækka í honum rostann.
Vék hann sér að því að hávaðaseggnum og spurði meinfýlslega. 'Hvernig í ósköpunum stendur á því að Íslendingar sendu heyrnarlausan mann á listráðstefnu'?
En hinn íslenski gleðimaður lét ekki stinga uppí sig frekar en venjulega. 'Það er af því þeir höfðu engan blindan', svaraði hann stuttur í spuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2007 | 01:21
Vöfflur með sultu og boðsmiði í leikhús fyrir tvo
Krakkarnir mínir komu hérna í vöfflukaffi í dag og sonur minn var svo æðislegur að gefa mér boðsmiða fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Ég ætla að bjóða bestu vinkonu minni með, að sjá leikritið 'Viltu vinna milljón'? Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt gamanleikrit.
Annars vildi ég sjálf gjarnan vinna milljón, því ég er almost gjaldþrota. Nei annars, ég lýg því, en alltaf bið ég um hærri og hærri yfirdrátt í bankanum. Og fæ hann jafnan umyrðalaust. Þetta gengur bara ekki lengur, ég bara verð að fá einhverja vinnu, jafnvel í bakaríi, svei mér þá!
Ég eyddi líka fleiri þúsundum króna, um leið og ég fékk útborgað, í myndlistarvörur. Þær eru grunsamlega dýrar. Það er ekki að furða að málverk séu dýr sum hver.
Ég hélt smásýningu fyrir krakkana, (krakkana segi ég, þetta er fullorðið fólk), á nýjustu myndunum mínum. Þeim fannst þær fínar, en dóttir mín sagði mér að mála fleiri jöklamyndir og myndir af konum með hatta, því þær væru flottastar hjá mér. Ætli jöklar og konur með hatta eigi eitthvað sameiginlegt?? Já auðvitað, þið fattið örugglega hvað það er.
Sonur minn sem gaf mér miðann, borðaði bara eina vöfflu, þó sagði hann að þær væru góðar. Það er naumast að þú ert í aðhaldi sagði systir hans stríðnislega við hann.
Sonur minn jánkaði því ansi montinn með sig og sagðist vera búinn að missa átta kíló á einum mánuði. Nú!! Sagði ég, þú sagðir mér í gær að þú værir búinn að missa sjö kíló. Missirðu eitt kíló á dag? Auðvitað, sagði hann stoltur, ég er á svo stífu prógrammi. Ætli hann verði ekki horfinn fyrir jól með þessu áframhaldi, ég hugsa það. En mikið andsk... lítur strákurinn vel út, ætli hann sé bara ekki ástfanginn? Mig vantar svo að verða ástfangin, til að losna við svona..., ja sleppum því annars.
Það er góða veðrið. Vindurinn gnauðar hér fyrir utan gluggann eins og vanalega. Kettirnir eru sofnaðir og ég ætla að fara að skríða uppí rúm til þeirra. Það er ekki amalegt að sofa á milli tveggja karldýra, jafnvel þó að þau séu bara steingeldir kettir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 04:02
Skopparajól Saga handa börnum
Ég er á síðasta snúningi
fyrir þessi andsk.. jól
æpti skopparakringlan
um leið og hún skoppaðist
út um gluggann.
Asnalegt, muldraði asninn
sem asnast hafði
til þess að glápa á eftir
henni niður til Andskotans.
Hún hefur andast,
sagði hann með
öndina í hálsinum
við öndina sem stóð á öndinni
af andnauð og andarteppu.
Andstyggilegt, andvörpuðu þau
andagtug í kór
- andartaki seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2007 | 00:39
Ber er hver að baki nema sér Bónus eigi
en skyldi Krónan vera skárri?
Ég skrifa, spyr og segi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 01:45
Boðun Maríu
Erum við ekki komin dálítið langt frá boðskap jólanna þegar er auglýst að þau byrji í Ikea?
Eða þá að heilt bæjarfélag eins og Akureyri ætli að markaðs setja sig sem jólabæ til þess að draga að túrista? Og við hugsum mest um það hvað við eigum nú að kaupa mikið af nýjum seríum til þess að lýsa upp umhverfið bæði úti og inni? Er þetta kaupæði allt saman gott og gilt, eða ættum við ef til vill heldur að reyna að lýsa upp sálir okkar svo við sjálf getum verið ljósberar fyrir meðbræður okkar hér á jörð?
En meðal annarra orða, hvaða listamaður málaði þetta ódauðlega listaverk?
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson