Leita í fréttum mbl.is

Á þetta virkilega líka við um Ísland?

'Samdráttur í framleiðslu skýrist hins vegar af versnandi veðurfarsaðstæðum, vöntun á landi til matvælaframleiðslu og að vatnsforði jarðar fer óðum minnkandi. Óhjákvæmilega mun því verð halda áfram að hækka og það á við um Ísland ekki síður en önnur lönd.´

Er ekki lambakjötið nógu andskoti dýrt, eða hvað? Og hvers vegna er það svona dýrt, ganga ekki lömbin sjálfala á íslenskum gróðursælum heiðum, fyrir utan það að lifa einnig á móðurmjólkinni?
Það þarf því ekki að borga fóðrið ofan í þau þetta eina sumar sem þau lifa. Nóg vatn hafa þau líka til drykkjar í silfurtærum fjallalækjum, svo ekki hrjáir þau vatnsskorturinn.
Svo hefur heyjast ágætlega á Íslandi undanfarin góðviðrisár svo búpeningurinn hefur nóg að éta þann tíma ársins, sem hann er lokaður inni í fjárhúsum eða fjósum og vatnið sem við höfum eins og allir vita nóg af er leitt heim í peningshúsin í tugþúsunda lítratali.

Kjúklingarnir sem aldrei koma undir bert loft og lifa inni í stórum skemmum frá útungun til slátrunar er varla hægt að segja um að skorti mikið landrými. Og þeir hafa líka nóg af vatni.

Svo veit ég ekki betur en bændum sé borgað fyrir það af almannafé að halda búum sínum gangandi. Það er asnalegt að almenningur borgi bændastéttinni stórfé fyrir að framleiða ofan í sig fæðu sem ekki stendur undir kostnaði og punga svo út með fleiri þúsund krónur í viðbót ef bara er keypt eitt andskotans lambalæri.

Hvar liggur hundurinn grafinn með leyfi, var hann e.t.v. heygður í bónusvinnu fyrir krónu á tímann? 


mbl.is Maturinn dýrari á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Matur og kostnaður honum tengdur er og verður inigma. Skil þetta aldrei til fullst og styrkja og kvótakerfi, eina sem ég veit að maður verður að borða þennan fjanda daglega, annars er ég innstillt á að fara að borða minna og sjaldnar, ég held að íslensk þjóð í heild sinni borði 40 % of mikið af mat per. dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: www.zordis.com

Maturinn varð dýrari í dag á spáni, eða var það í gær ..... hækkanir sem kanski snerta budduna minna sem fóðrar íslandið. 

Já, við ættum að borða aðeins minna bara!  Geimfarafæði en það er sennilega dýrt líka!

long time og vængjað englaknús ....

www.zordis.com, 7.11.2007 kl. 21:23

3 identicon

Bara smá innlegg, bóndinn fær um það bil 300 til 350 kr fyrir kg af lambakjöti þannig að þú verður að kenna einhverjum öðrum um hátt verð á því.

Jónatan Magnússon (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:07

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er að hugsa um að hætta alveg að borða.

Svava frá Strandbergi , 7.11.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég var ekki endilega að kenna bændum um háa verðið, heldur þeim sem stjórna þessarri vitleysu. Bændur eru styrktir til þess að halda bú sín. Væri ekki nær að borga þeim hærra verð fyrir kjötið og sleppa milliliðunum. Eitthvert hljóta peningarnir að fara, eða hvað?

Svava frá Strandbergi , 7.11.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er rétt hjá þér maturinn alltaf að verða dýrari í þessu landi en þeir geta selt lambakjötið miklu ódýrra ÚSA.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.11.2007 kl. 10:34

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég mynnti í USA.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.11.2007 kl. 10:36

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góðan dag Arna, takk, en þetta er nú alls ekki ný mynd af mér. Maður eldisti og hrörnar, en með þvi að hafa fína mynd af sér getur maður ímyndað sér að maður líti ennþá þokkalega út og þá verður maður líka yngri í anda.

Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 17:25

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jahá, Arna, svo lambakjötið er ódýrara í USA, þó er það selt þar sem sérstök 'gourme' fæða, eða lúxus matur. En samt er það ódýrara en hér. Hversu lengi á að svindla svona á okkur? 
Maður hefði haldið að útflutningsgjöld myndu gera það að verkum að lúxuslambakjötið okkar væri dýrara í Bandaríkjunum en hér fyrir nú utan lúxusstimpilinn á því þar.
Kannski fáum við Íslendigar bara úrkastið af lambakjötinu á uppsprengdu verði. Af hverju eru allir að svína á okkur? Ég er  búin að fá nóg. Og þegar ég sé einhverja vöru auglýsta með afslætti hnussar í mér og ég hugsa ósjálfrátt. Hvað ætli þeir hafi hækkað vöruna mikið áður en þeir settu afsláttinn á hana?

Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 17:33

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég meinti Katla, en ekki Arna. Ég hef eitthvað smitast af þér Katla.

Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 17:35

11 identicon

Ég skil nú reyndar fréttina þannig að verið sé að vísa í hækkun á heimsmarkaðsverði á ýmsum lykil tegundum sem síðan muni skila sér í hækkuðu verði matvæla í einstökum löndum heimsins. Þá er ekki verið að vísa í íslenska lambakjötið heldur allt hitt sem við borðum, ekki síst ýmiskonar kornmeti (hveiti, sykur, hrísgrjón ofrv.) - ekki mikið ræktað af slíku hér á landi... og því hefur það auðvitað áhrif hér eins og annars staðar ef heimsmarkaðsverð á þessum vörum hækkar

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:14

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, þetta er líklega rétt hjá þér Auður, en engu að síður finnst mér það sem ég sagði um verð á lambakjöti vera í fullu gildi. Og ekki síður það sem ég vísa í um grunsamlega breytilegt verð á vörum í verslunum.

Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband