Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
30.11.2007 | 20:35
Mig langar svo á deit með dauðum djákna, eða bara einhverjum...
Djákni á deiti
Inni í holu brjósti
mínu
hef ég dúkað borð fyrir þig
Garún, Garún -fyrir þig.
Rauðvín í glösum
þar sem rosabaugur skín
sérðu ekki hvítan blett
í hnakka mínum
Garún, Garún?
Þar sem rosabaugur skín.
Það er einhver óeirð í mér. Mig langar að fara eitthvað út að skemmta mér, dansa og svoleiðis, þó ég verði nú örugglega hölt eftir kvöldið. Ég hef ekki farið á skemmtistað í óratíma. Er alltaf svo blönk. Fer bara í bíó og á myndlistarsýningar.
Ætla að kíkja á tvær opnanir á morgun. þá fyrri hjá honum Berg Thorberg kaffimálara bloggvini mínum. Hann verður að sýna í Art-Iceland, þar sem meiningin er að ég sýni sjálf í febrúarlok og hin opnunin er hjá Katrínu bloggvinkonu minni sem opnar sýningu í Uppsölum á Hótel Reykjavík.
Það verður örugglega gaman að kíkja til þeirra.
Annars er ég búin að vera með einhverja ólukku í maganum undanfarið, hreina og beina ælupest bara. Ég hef verið eitthvað vangæf í meltingarfærunum síðastliðna mánuði. Þegar ég er komin upp í rúm á kvöldin og er að sofna, hrekk ég oft upp við svo mikinn verk undir bringspölunum.
Það er svo sárt að það er eins og mér sé gefið rosalegt högg undir bringspalirnar svo ég æpi oft upp yfir mig. Stundum æpi ég uppúr svefninum þegar ég fæ þessi högg
Ég hef löngum verið léleg í maganum. Hef tvisvar fengið alvarleg magasár og eyddi í bæði skiptin tveimur vetrum á sjúkrahúsum. Síðan hef ég stanslaust verið með magabólgur og er orðin hundleið á þessu. Svo kannski maður hafi ekki svo mikið að gera við að fara á deit eða ball svona yfirleitt.
Annars skellti ég mér í sund um daginn en synti samt ekki neitt. Gerði bara sundæfingarnar mínar eins og í leiðslu og lét mig svo fljóta á bakinu og ímyndaði mér að ég svifi þyngdarlaus um úti í geimnum. Ég slappaði svo vel af að bara blá nefbroddurinn stóð uppúr vatninu og ég var komin í sæluvímu. En svo hrökk ég óþyrmilega útúr þessu ástandi þegar nebbakúlan fór óvart á bólakaf og vatnið fossaði inní nasirnar á mér og ofan í lungu.
Ég hóstaði einhver ósköp og fannst ég vera að drukkna. Þetta var ekki beint glæsilegt. Satt að segja held ég að ég hafi verið ákaflega hallærisleg að sjá. Eins og ég hef hingað til alltaf verið klár í því að láta mig fljóta svona á bakinu. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Á sunnudaginn er meiningin að ömmubörnin Elísa Marie 6 ára og Daníel 5 ára komi og baki með mér piparkökur og ég þarf að kaupa matarlit, rauðan og grænan svo þau geti málað á kökurnar með lituðum glassúr. Við ætlum að hafa það kósý og spila jólalög á meðan við stöndum í bakstrinum.
Bloggar | Breytt 1.12.2007 kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.11.2007 | 23:40
Óðurinn til rósarinnar
23.11.2007 | 20:08
Umhugsunarverð dæmisaga
Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt. Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin. "Hún var frábær Pabbi."
"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn. "Ó já," sagði sonurinn. "Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.
Sonurinn svaraði: "Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. Við eigum sundlaug sem nær útí miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur.
Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á næturnar. Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn.
Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum.
Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem verja þau. "
Faðir drengsins var orðlaus. Þá bætti sonurinn við: "Takk Pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.11.2007 | 01:23
Píkubeitan
og skvettast í dansinum naríulaus
Og gilja alla gröðustu folana ríku,
því ég gerist sko alls ekki náttúrulaus.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.11.2007 | 06:04
Það var mikið!! Ráðfrúr og sendifrúr í stað ráðherra og sendiherra.
Þetta er einmitt það mál sem ég hef tíðum tæpt á hér á blogginu, með nákvæmlega sömu rökum og Steinunn Valdís.
Konur geta ekki verið herrar eins og Steinunn Valdís bendir svo réttilega á í fréttinni og það hef ég einnig margsagt.
Það var ekki svo lítið rifist um það þegar ég skrifaði smápistil á bloggið hér um árið, varðandi það, að fáránlegt væri að í frétt nokkurri hefði verið sagt frá því að 'kven utanríkisráðherrar' funduðu einhvers staðar í fjáranum. 'Kven utanríkisráðherrar.' Þær eða þeir hljóta þá að hafa verið tvíkynja, þar sem þær eða þeir voru bæði herrar sem er eingöngu notað um karlmenn og samt voru þessar tvíkynja verur líka kvenkenndar. Sem sagt þetta voru einhvers konar karlakonur.
Ég sagði þá og segi það enn og stend við það, að halda mætti að kven utanríkisráðherrar væru ráðherrar í einhverju ríki sem væri algjörlega og eingöngu byggt af karlmönnum,
þ.e. kvenutan ríkisráðherrar. Konurnar væru að sjálfsögðu löngu flúnar úr ríkinu undan ofríki karlanna og þess vegna væri ríkið kallað kvenutan ríki.
Svo gaukaði Rabbus nokkur, einnig að merkilegri speki í kommenti hjá mér, sem mér finnst ansi umhugsunarverð. Sem sagt, að orðið 'kvenutan' gæti allt eins verið mjög neikvætt orð. 'Voðalega ertu eitthvað kvenutan við þig maður.'
Svona verður nú vitleysan allsráðandi, þegar konur eru karlkenndar á þennan frámunalega hallærislega máta.
Hvaða karlmaður skyldi svo sem vilja láta titla sig karl ráðfrú? En þannig væri dæmið í dag ef að konur hefðu ætíð verið ráðandi kynið og skipað æðstu embætti þjóðarinnar frá aldaöðli.
Hugsið út í það karlar mínir og nú viljum við fá nýtt orði yfir fólk sem hefur verið kallað ráðherrar hingað til.
Ég sting uppá orðunum þingráðsmaður og þingráðsfrú, eða bara ráðunautur sem gæti gilt fyrir bæði kynin og hananú!
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 22.11.2007 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.11.2007 | 01:05
Skammdegið sverfur að. Saga um skammdegisþunglyndi
Mér líður ekki vel, mér líður hreint út sagt hörmulega. það er skammdegisþunglyndið sem sækir enn svo fast að mér. Ég á erfitt með að fara á fætur og finnst ekkert bíða mín nema myrkrið, svo kolsvart og gínandi, og gapandi á móti mér,
Ég ligg í rúminu, kaldsveitt og hugsa með mér, að ég komi engu í verk og að ekkert sé hvort sem er varið í það sem ég sé þó að gera.
Ég kem mér ekki heldur, til þess að fara út fyrir hússins dyr og hitta vini mína og einangra mig því frá þeim.
Mest kvíðí ég samt jólunum, þó innst inni langi mig auðvitað til þess að gleðjast með fjölskyldu minni.
Ég held að skammdegisþunglyndið hafi byrjað þegar ég ennþá var barn að aldri.. Líklega var ég tólf ára. Ég man að rétt fyrir jól, var ég að horfa á jólaskreytingu með logandi ljósi. Ég horfði inn í ljósið og reyndi að sjá litla Jesúbarnið inni í ljósinu eins og ég hafði svo oft áður séð.
En í huga mér ríkti aðeins auðn og tóm og ég sá ekki Jesúbarnið, ég sá ekki einu sinni ljósið lengur, heldur aðeins óljósan flöktandi skuggann af því.
Og ég man að ég hugsaði. 'Jesú er dáinn, það eru engin jól til lengur.' Og það þyrmdi yfir mig af ólýsanlegri sorg.
Ef ég ætti mér eina ósk, myndi ég óska þess, að Jesúbarnið sem dó í sál minni, forðum á jólum, lifnaði við að nýju á þeirri jólahátíð, sem nú gegnur brátt í garð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2007 | 17:43
Þú varst stormur...
Þú varst stormur
sem geisaði um nótt.
Þú varst hvirfilbyls
hringiðudans.
Þú varst skýfall
með ástríðuþrótt.
-Þú varst ástin
í líkingu manns.
Búist við stormi fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2007 | 14:52
Verðlaunin valin í verðlaunagetrauninni
Verðlaunahafinn í verðlaunagetrauninni minni, hún Zordís, valdi sér þessa mynd, sem heitir Hafgúan, í verðlaun, eftir miklar pælingar. Þetta er dálítið stór mynd. Ég mun senda henni hana til Spánar og vona bara að hún verði ánægð með hana. Svona eftirprentanir kosta 6000 kr. ef einhver hefur áhuga á góðri jólagjöf fyrir jólin.
Ég er að fara í bíó í kvöld með vinkonu minni og sjá myndina Elizaheth, The Golden Age, ég hlakka til að sjá þessa mynd því ég hef ódrepandi áhuga á sögu Elísabetar fyrstu.
Svo á morgun ætlum vð á sýningu og kynningu silfurleir og námskeiðum í gerð skartgripa úr honum. kynningin verður í Handverkshúsinu. Þar verður örugglega gaman líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2007 | 01:32
Vatnadísir Vatnslitir Við texta eftir Nýdönsk Myndin sést ekki alveg öll
Nydonsk: Foss lyrics
'Flæða flóð
orka ekki að bera
Farna slóð
leita uppi átt
Flæða flóð
sverfa bakka svera
Aðra slóð
flæða gegnum gátt
Flæðir flóð
bylur fullum þunga
Blýþung lóð
sliga smátt og smátt
Þyrmir yfir fyllir vitin - vatnið
Altekur Umlykur
Umlykur Heltekur
Heltekur foss Altekur oss
Flæðir flóð
lamar veikar varnir
Slekkur glóð
dregur til sín mátt
Heyri
vatnadísir kalla dett í foss
Vatnsfallseljan er þrúgandi
þokan másandi og móð
Rök er nepjan og nístandi
grenjandi óð
Altekur...'
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.11.2007 | 02:35
þegar haustar að sækja mýsnar í hús
Gildran
Þau sækja á hug minn
svörtu augun
er spegluðu ótta
og angist dauðans.
Svo þreytt var hún orðin
og þjökuð af hræðslu
þó reyndi hún að synda
því hún elskaði lífið
og óttaðist dauðann.
Ég var tólf ára telpa
sem trúði á hið góða.
- Í sveit þetta sumar.
Hún synti til dauða
þó svörtu augun
mig sárbændu um líf.
En ég mátti ekki hjálpa.
Þau sækja á hug minn svörtu augun
- Svörtu litlu músaraugun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson