Færsluflokkur: Dægurmál
12.3.2008 | 15:43
La Fontainsagan?
![]() |
Nýr gjaldmiðill innan 3 ára? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.3.2008 | 14:27
Uss, öllu er nú stolið frá manni!
Ég átti bara eftir að útfæra hugmyndina, aðeins betur, kannski eitthvað í átt við það sem sýnt er á þessu myndbandi, en ekki svona fyrirferðarmikið apparat samt, nei ó ónei.
En maður er alltaf aðeins of seinn á sér og þá er öllu stolið frá manni.
Annars finnst mér plastpokinn minn, miklu flottari heldur en þessi 'geimfararegnhlíf'. það fer minna fyrir honum og það er hægt að brjóta hann saman og setja í vasann.
Svo er ég líka viss um að geimfararegnhlífin taki á sig ansi mikinn vind, svona stór eins og hún er.
Maður getur hreinlega tekist á loft með þetta fríkaða ferlíki á öxlunum. Þá fyrst myndi maður nú fríka út og er maður þó nógu fríkaður fyrir.
![]() |
Ný regnhlíf vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2008 | 20:35
Þetta kemur ekkert lauslæti við
Stúlkan er bara svona frjó og vafalaust fær hún ekki leyfi til þess að nota neinar getnaðarvarnir, í landi þar sem flestir eru kaþólskir.
En ungar stúlkur sofa hjá nú til dags og kaþólikkar ættu að sjá sóma sinn í því að leyfa getnaðarvarnir, því ekki er auðvelt að vera 7 barna móðir aðeins 16 ára gömul.
Móðir mín eignaðist reyndar þríbura, sem fæddust þrem mánuðum fyrir tímann. Því var trúað í þá daga að börn sem fæddust svona löngu fyrir tímann, gætu ekki lifað, þess vegna var ekkert hlúð að þríburunum. Þeir voru bara lagðir naktir á rúmdýnu, ekki svo mikið sem vafið handklæði utan um þá. Mömmu var ekki einu sinni leyft að sjá börnin , en heyrði þau gráta í u.þ.b. klukkutíma, svo hljóðnuðu þau smám saman.
Síðan þegar læknirinn og ljósmóðirin voru farin læddist hún fram til þess að skoða börnin sín, þó hún ætti að liggja í rúminu í 10 daga samkvæmt hefðinni í gamla daga.
Þríburarnir voru fullsköpuð börn með neglur meira að segja. I dag hefði allt verið gert, til þess að halda þessum börnum á lífi. Aumingja mamma mín að hafa þurft að þola þetta.
Síðan eignaðist mamma mig ári seinna og tveimur árum eftir það fæddi hún tvíbura, tveimur mánuðum fyrir tímann.
En mamma var séð þá, því hún skrökvaði því að hún væri gengin átta mánuði með, því annars hefðu ófæddu börnin hennar, farið sömu leið og þríburarnir, þar sem því var haldið fram í þá daga að börn yrðu að vera að minnsta kosti búin að vera átta mánuði í móðurkviði þegar þau fæddust til þess að hafa einhverja möguleika á að geta lifað.
Ég sjálf á tvo drengi og eina stúlku. Strákarnir eiga báðir börn og ég er orðin fjórföld amma og það fimmta er á leiðinn hjá tengdadóttur minni.
En dóttir mín á ekkert barn ennþá. Ekkert af barnabörnunum eru tví eða þríburar, þar sem fjölburafæðingar erfast í kvenlegg og hlaupa yfir einn ættlið.
Dóttir mín getur því átt von á því að eignast tví eða þríbura samkvæmt því að fjölburafæðingar erfast frá ömmu til dótturdóttur, enda hefur dóttir mín oft talað um þetta og er hálf nervus yfir þessu.
En sem betur fer er hún vel menntuð og orðin þroskaðri en þessi 16 ára argentínska stúlka.
Svo á hún góðan kærasta. Hún mun því vafalaust geta séð vel fyrir börnunum sínum hvort sem hún eignast tví eða þríbura, eða ekki.
![]() |
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.2.2008 | 01:59
Í tilefni af útlendingahatri
' Ró , ró og rambinn, Ísland fyrir Íslendinga. Látum þá dragnast áfram í láglyftum moldarkofum sínum og hryggi þeirra halda áfram að bogna í gaungum og baðstofukytrum, þar sem það kostar rothögg að rétta úr sér; kanski verða þeir ferfættir á endanum. Látum þá mæðast áfram brjóstsjúka af því að sofa í reykjarsvælu og moldardauni, sljóeyga, óframfærna og volaða, vegna þess að þeir þora eigi að láta sál sína hrífast.
Látum þá skemmta sér með því að hæða hver annan á bak, dreifa út lastmælgi , níðvísum og klámi hver um annan, og eiga það æðst áhugamála að komast hjá því að kaupa harmoníum í kirkjuskriflið sitt. Látum þá þamba áfram kaffi sitt, taka í nefið og tyggja skro, og forsóma að veita líkama sínum hina einföldustu hirðu, já að bursta á sér tennurnar, en forðumst að minna þá að að kaupa sér spegla , því þá gæti farið fyrir þeim eins og skoffíninu.
Eða er ekki Ísland fyrir Íslendinga? Látum þá velta sér í sóðaskapnum, svo framvegis sem þeir hafa gert í átta hundruð ár, eilíflega kvefaðir og sullaveikir, konurnar horaðar og útþvældar af striti og barneignum, krakkarnir kirtlaveikir, lúsugir og flámæltir, agaðir í vitundinni um að þeir séu kotúngar, með kala innrættan til hinna fáu manna sem voga sér að gánga keikir.'
Halldór Laxness
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.2.2008 | 01:17
Skilja, er rétt svar
![]() |
Mistök í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 01:25
Sannlega, sannlega segi ég þér, að í dag, skaltu vera með mér í Tívolí!
Hvað finndist okkur hér á Vesturlöndum, sem teljumst til kristinnar trúar, um það, ef að dagblað í einhverju Arabalandanna, hefði birt einhverja svæsna skopmynd af Jesú Kristi? Til dæmis eins og þessa hér að ofan, þar sem Kristur býður annan ræningjann velkominn með sér í Tívolí, í stað Paradísar,eins og upprunalegi textinn hljóðar uppá?
Ætli við hefðum ekki orðið sár? Ég gæti trúað því, þó að Danir séu ennþá að storka Múhammeðstrúar mönnum með endurtekinni birtingu skopmyndar af spámanninum. Og flestum finnst það ekkert tiltökumál.
Hvernig væri að líta sér nær og ígrunda með sjálfum okkur hvers virði kristin gildi eru okkar menningu hér á Vesturlöndum.
![]() |
Múslímar hvattir til að sniðganga danskar vörur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.2.2008 | 22:14
Madonna óþekkjanleg
Mér finnst svo sem allt í lagi með það, en ég er nú svo þrælheppin að þurfa ekki að láta sprauta svona í efrivörina á mér, alla vega ekki í bili, þar sem hún er búin að vera stokkbólgin í 10 mánuði.
Ástæðan er sú að það er eitthvað sár á efri vörinni sem ekki grær. Ekki beint efnilegt, en systir mín er samt dauð öfundsjúk yfir mínum blómlegu vörum og segir að svona þykk efrivör sé svo sexý.
Læknirinn sem ég fór til út af sárinu á efrivörinni vísaði mér á annan lækni til að láta taka vefjasýni úr henni.
En ég er ekki farin til þess enn, því mér finnst svo flott að vera með svona 'Hot Lips'.
![]() |
Vill gerast sígauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2008 | 02:24
Þrjú andlit Evu (Hugrof) Mixed media
Hugrof er röskun sem lýsir sér með því að einstaklingur upplifir mikla truflun á sjálfi sínu, minni eða meðvitund. Það felur í sér orsakir sálrænna erfiðleika, sem tengjast einhverjum hliðum á sjálfi einstaklingsins. Þrjár gerðir eru: 1. Óminni (amnesia). 2. Minnistap (fugue), og 3. Margklofinn persónuleiki (multiple personality disorder).
Þessi mynd mín er gerð með kvikmyndina Þrjú andlit Evu í huga, sem var sýnd hér á landi fyrir tugum ára við góða aðsókn og mikið umtal. Kvikmyndin fjallaði um líf konu sem hafði þrjá persónuleika, sem henni gekk illa að samræma hvor öðrum. Þetta var typisk Hollýwood kvikmynd þar sem heilbrigðasti persónuleiki sjúklingsins sigrar að lokum.
En í raun átti persónan í myndinni sér til raunverulega fyrrimynd. Það var kona sem við skulum kalla Önnu. Anna var með 32 persónuleika og saga hennar endaði ekki eins vel og í sögu persónunnar Evu, í kvikmyndinni.
Oft klofnar persónuleiki manna við það að þeir verða fyrir miklum áföllum í lífinu, oftast nær í bernsku.
Í dag eru til lyf og einnig samtalsmeðferðir fyrir hendi, sem gera þessum sjúklingum kleyft að lifa þokkalega góðu lífi. En fyrr á öldum nutu þeir vægast sagt ekki velvildar og voru oft álitnir andsettir. Þar af leiðandi urðu til margar óhugnanlegar sögur um þá sem þjáðust af klofnum persónuleika.
Ein frægasta sagan um tvíklofinn persónuleika er þó tvímælalaust, sagan af Dr. Jekyll og Mr.Hyde.
Oft hefur geðklofa verið ruglað saman við tvískiptan eða margskiptan persónuleika. En hér er um tvo ólíka sjúkóma að ræða. Þar sem geðklofi einkennist af ranghugmyndum, ofsóknarkennd og á stundum mikilmennskubrjálæði. Sem betur fer geta geðklofa sjúklingar nú til dags flestir lifað góðu lífi með hjálp lyfja og samtalsmeðferða og geta allflestir stundað vinnu svo lengi sem þeir taka lyfin sín.
Það er mikilvægt að gæta vel að geðheilsunni með því að hugsa vel um sjálfan sig. Því enginn veit sína ævina fyrr en öll er og geðsjúkdómar gera oft ekki boð á undan sér.
Geðorð Geðræktar eru byggð á því sem einkennir farsælt fólk og eru þannig ábendingar til þeirra sem sækjast eftir velgengni og vellíðan í lífinu. Geðorðunum hefur verið dreift víða um land á undanförnum árum á veggspjöldum og póstkortum. Sumarið 2002 skrifaði Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, þáverandi verkefnisstjóri Geðræktar, neðantaldar greinar í Morgunblaðið um einstök geðorð undir merkjum Heilsunnar í brennidepli.
Geðorðin tíu
1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
4. Lærðu af mistökum þínum 5.
Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7.
Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.1.2008 | 18:45
Af salmonellu og sígarettum
Ég gef nú ekki mikið fyrir þessa nóróveiru, sem veldur einhverri nauðaómerkilegri gubbupest og skitu. Nei, ó, nei, ég er nú forframaðri en svo, því ég hef fengið alvöru salmonellusýkingu og það inniliggjandi á sjúkrahúsi.
Það var ljóta andskotans uppákoman. Hitinn rauk upp í 41 stig og ég eyddi svo miklum tíma á klósettinu að það lá við að ég dveldi þar viðstöðulaust nótt sem nýtan dag í fimm sólarhringa, samfleytt, með bullandi niðurgang.
Við lágum þarna tvær dömur á stofunni, nær dauða en lífi af ólgandi salmonellu. En það eina sem komst að í hausnum á okkar aðþrengdu og innantómu skrokkum, þegar smáhlé varð á klósettrápinu, var hugsunin um unaðslega langan og góðan smók.
Við höfðum enga trú á því að okkur yrði hleypt út af stofunni til að reykja, svo nú voru góð ráð dýr. Ættum við að opna gluggana upp á gátt og reykja bara í rúminu eins og dræsur? Spurði ég vongóð. En stofufélaga mínum leist ekkert á þá hugmynd. Ertu vitlaus manneskja, við gætum drepist úr lungnabólgu, með svona rosalegan hita, svaraði hún hneyksluð. Nú við erum hvort sem er hálfdauðar, tautaði ég í barm mér, hundfúl. Jú, ekki gat hún neitað því.
Okey, það skiptir kannski ekki máli út af hverju, við geispum golunni, en það verður allt bandbrjálað ef það kemst upp um okkur, bætti hún
Því varð það úr að við hringdum bjöllunni til þess að bera upp þá frómu ósk, að fá að reykja inni á sjúkrastofunni, með galopna gluggana, auðvitað. Við vorum vongóðar um að ganga ekki bónleiðar til búðar, því við vorum bara tvær sem lágum þarna inni og báðar þessir líka forhertu stromparnir og svo ofboðslega veikar að okkar hinsta ósk hlyti að verða uppfyllt.
En heraginn sem ríkir á sjúkrahúsum lætur ekki nauðaómerkilega sjúklinga snúa uppá sig. Því var okkur hent út af deildinni með retturnar okkar og vísað á dyr, sem lágu út í norðangarrann.
Þar máttum við svo húka skjálfandi á beinunum, með eins háan hita í kroppnum og ríkir í Dead Valley í Amríku, eingöngu standandi á löppunum vegna einnar sígarettu.
![]() |
Nóróveiran leggur Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2008 | 23:45
Stórmál
Aðalmálið er
að hafa eitthvað
til málanna að leggja
og það er mitt hjartans mál
að ekki verði mikið mál
að leysa vandamál
varðandi málefni
og stefnumál
flokksins
eða máls málanna
sem er bundið mál
því tók ég til máls
um mál málanna
meðal málsmetandi manna
gerður var góður rómur
að máli mínu
enda er ég rómuð fyrir
að vera vel máli farin
og hafa sannfærandi málróm
kvisast hefur út orðrómur um það
að málið sé í höfn
enda er það málið
er það mál manna
að ég hafi alfarið tekið málin
í mínar hendur
og þar með leyst málið
- sem er mjög gott mál
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Í fótspor frægra jazzkvenna
- Austlægir vindar í dag
- Hálf milljón gesta sækir staðinn á ári
- Vofan í norskum glæpasagnaheimi
- Lekavandamál í sex ára gömlu húsi
- Allt að 13 stiga hiti á sumardaginn fyrsta
- Við erum bara hálflömuð
- Ásthildur Lóa vill fá 174,9 milljónir fyrir húsið
- Norðurgarðurinn endurbyggður
- Halla forseti mun setja Stóra plokkdaginn
Erlent
- Þjóðarleiðtogar minnast Frans páfa
- Hvað gerist næst í Vatíkaninu?
- Frans páfi er látinn
- Rússar hefja loftárásir að nýju
- Sagður hafa deilt leyndarmálum í öðru spjalli
- Rússar brotið páskavopnahlé ítrekað
- Mistök leiddu til þess að 15 bráðaliðar voru drepnir
- Skemmdarverk unnin á styttu af Mandela
- Ljón drap 14 ára stúlku
- Flokkur Farage stærstur í Bretlandi