Leita í fréttum mbl.is

Þetta kemur ekkert lauslæti við

Stúlkan er bara svona frjó og vafalaust fær hún ekki leyfi til þess að nota neinar getnaðarvarnir, í landi þar sem flestir eru kaþólskir.


En ungar stúlkur sofa hjá nú til dags og kaþólikkar ættu að sjá sóma sinn í því að leyfa getnaðarvarnir, því ekki er auðvelt að vera 7 barna móðir aðeins 16 ára gömul.

Móðir mín eignaðist reyndar þríbura, sem fæddust þrem mánuðum fyrir tímann. Því var trúað í þá daga að börn sem fæddust svona löngu fyrir tímann, gætu ekki lifað, þess vegna var ekkert hlúð að þríburunum. Þeir voru bara lagðir naktir á rúmdýnu, ekki svo mikið sem vafið handklæði utan um þá. Mömmu var ekki einu sinni leyft að sjá börnin , en heyrði þau gráta í  u.þ.b. klukkutíma, svo hljóðnuðu þau smám saman.

Síðan þegar læknirinn og ljósmóðirin voru farin læddist hún fram til þess að skoða börnin sín, þó hún ætti að liggja í rúminu í 10 daga samkvæmt hefðinni í gamla daga.
Þríburarnir voru fullsköpuð börn með neglur meira að segja. I dag hefði allt verið gert, til þess að halda þessum börnum á lífi. Aumingja mamma mín að hafa þurft að þola þetta.

Síðan eignaðist mamma mig ári seinna og tveimur árum eftir það fæddi hún tvíbura, tveimur mánuðum fyrir tímann.
En mamma var séð þá, því hún skrökvaði því að hún væri gengin átta mánuði með, því annars hefðu ófæddu börnin hennar, farið sömu leið og þríburarnir, þar sem því var haldið fram í þá daga að börn yrðu að vera að minnsta kosti búin að vera átta mánuði í móðurkviði þegar þau fæddust til þess að hafa einhverja möguleika á að geta lifað.

Ég sjálf á tvo drengi og eina stúlku. Strákarnir eiga báðir börn og ég er orðin fjórföld amma og það fimmta er á leiðinn hjá tengdadóttur minni.
En dóttir mín á ekkert barn ennþá. Ekkert af barnabörnunum eru tví eða þríburar, þar sem fjölburafæðingar erfast í kvenlegg og hlaupa yfir einn ættlið.

 
Dóttir mín getur því átt von á því að eignast tví eða þríbura samkvæmt því að fjölburafæðingar erfast frá ömmu til dótturdóttur, enda hefur dóttir mín oft talað um þetta og er hálf nervus yfir þessu.
En sem betur fer er hún vel menntuð og orðin þroskaðri en þessi 16 ára argentínska stúlka.
Svo á hún góðan kærasta. Hún mun því vafalaust geta séð vel fyrir börnunum sínum hvort sem hún eignast tví eða þríbura, eða ekki.


mbl.is Unglingsstúlka eignast aftur þríbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur minn, ég fæ tár í augun að lesa þetta, ósköp hefur mamma þín þurft að líða þegar þetta gerðist, á varla til orð.  Man eftir sögu af mann sem er nú látinn í hárri elli, hann var mikill fyrirburi 6 mán. og 5 merkur ca. hann var bara settur í skókassa og undir rúm meðan mömmu hans var sinnt, hún var nær dáin við fæðinguna. Töluvert löng síðar var kíkt í kassann og þá lifði barnið, hann var með stærri og myndarlegri mönnum sem ég man eftir úr æsku minni. Nei, þú þarft nefnilega ekki að hafa samfarir oftar en þrisvar til að eiga þessu 7 börn fyrst það voru 2 x 3 börn, aumingja stúlkubarnið

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: www.zordis.com

Alveg hrikaleg upplifun móður þinnar!  Það er með ólíkindum hvað tæknin leyfir okkur í dag og hvað hugur okkar hefur mikið að segja!

Mikið er þessi stúlka ung og komin með 7 börn!  púff .....

www.zordis.com, 22.2.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er annar af þessum tvíburum. Við vorum reyndar fætt næstum því tveimur og hálfum mánuðum fyrir tímann. Ef mamma hefði ekki verið svona klók værir þú háttvirti athugasemdalesari ekki að lesa þessi orð! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleymdi að taka það fram að hinn tvíburinn er sá sem er með mér á myndinni!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: www.zordis.com

Kommon Sigurður, er kisulúsin tvíburinn þinn .... ? 

www.zordis.com, 22.2.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Andlega séð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sigurður, þú ert nú álíka skondin og systir þín, þið eruð greinilega af góðum komin.  Mali er flottur.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 23:16

8 identicon

Úff þetta er hræðilegt að lesa.

Bryndís R (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 09:13

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blessuð unga stúlka, er algjörlega sammála þér um það sem þú skrifa. hræðilegt að heyra um hana mömmu þína, það hlýtur að vera erfitt fyrir hana að mifa með þessa minningu vitandi það sem meður veit í dag.

Bless til þín á fallegum laugardegi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:51

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mamma er dáin Steina, en það er satt hjá þér að það tók mikið á hana að lifa þessa hræðilegu lífsreynslu og oft talaði hún um þríburana sína. það átti ekki eð leyfa það að jarða þá, en þeir fengu að vera í sama leiði og eins árs frænka þeirra sem dó úr lungnabólgu um sama leyti því penisillinið var ekki komið þá. Nafn frænkunnar er á legsteiniinum og svo þríburanna.

Svava frá Strandbergi , 23.2.2008 kl. 15:52

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er hræðilegt að lesa þetta Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.2.2008 kl. 16:13

12 Smámynd: www.zordis.com

 kveðjur inn í nóttina!

Sigurður það er rétt við erum andlega tengd svo mörgu.  Kisur eru yndislegar það er eitt sem er víst!

www.zordis.com, 24.2.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband