Færsluflokkur: Dægurmál
30.4.2008 | 15:24
NÍÐINGURINN
Hans myrka slóð
var
mörkuð brostnum
hjörtum
barna
er báru traust
og trú til hans.
Og þó að áratugir
hafi tifað
frá tíma þessa
auðnulausa manns
þá enn
á banaspjótum
berast hjörtun.
og blóðið leitar æ
í sporin hans.
Guðný Svava Strandberg.
![]() |
Börnin tjá sig á óeðlilegan" hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2008 | 00:06
Um tómata og rabbabara
Stundum þegar börnin voru lítil hafði Rabbi kannski sagt systkinum sínum einhverja tröllasögur, því hann er mjög stríðinn. Systkini hans sögðu mér þessar furðusögur bróður síns, oft með öndina í hálsinum af æsingi, en ég sagðist ekki trúa þessari vitleysu.
Þá svöruðu þau oftast, 'Jú, mamma þetta er alveg satt' 'Spurðu Rabba bara!'
![]() |
Skrýtnar kenndir á meðgöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2008 | 14:52
Ég spái því
![]() |
Mannkynið var í alvarlegri útrýmingarhættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2008 | 12:54
Vaaren
Når blomstens bæger
langsomt åbner sig
og du smiler til mig
med røde varme læber
da kysser jeg dig
smager sødmen
i din mund
og falder på knæ
foran dine fødder
- vårberuset.
Guðný Svava Strandberg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.4.2008 | 02:00
Kóparnir stundum fláðir lifandi?
Heyrt hef ég að í sumum tilvikum sé æðibunugangurinn á veiðimönnunum svo mikill að þeir gefi sér ekki tíma til þess að rota selkópana almennilega áður en þeir flá þá. Því meiri hraða sem þeir tileinka sér við drápin, því fleiri kópa komast þeir yfir að drepa og því fleiri skinn, því meiri gróða. Rotuðu selkóparnir deyja ekki við fláninguna að minnsta kosti ekki strax. Þeir rakna úr rotinu algerlega skinnlausir og sárkvaldir og dauðastríðið er víst langt og strangt.
En hverjir bera ábyrgð á þessum sadisma? Eru það veiðimennirnir, eða eftirspurnin sem skapar hann? Það er spurningin? Eftirspurn er eftir selskinni, því að hinn almenni borgari kaupir það. Selskinn er í tísku m.a. til þess að nota það í púða á nýju glæsilegu sófasettin okkar. Selskinn er einnig notað í fatnað, töskur og fleira. Það er eftirspurnin, eða við sjálf sem kaupum selskinnið, sem berum ábyrgðina á þessum miskunnarlausu og hrottafengnu drápum.
Þessi þjáning selkópanna er þess vegna ekki tilkomin sökum þess að við séum að drepast úr hungri og kjöt sjaldséð á borðum handa okkur og börnunum okkar. Og við þurfum því að flýta okkur sem mest við slátrun kópanna til þess að ná sem mestu kjöti á sem stystum tíma.
Nei, þessi kvalafullu dauðastríð eru tilkomin vegna eins ómerkilegs fyrirbæris og tískunnar.
Tískan stjórnar einnig fleiri ógeðfelldum hlutum, hún stjórnar heiminum með harðri hendi og allir sem vilja vera menn með mönnum, hlýða kalli hennar.
En sem betur fer hafa margir hugsandi menn og konur skorið upp herör gegn því að ganga í feldum af dýrum. Og það ekki aðeins kópaskinnum heldur öllum dýraskinnum eða loðfeldum, eins og til dæmis, refa og minkaskinnum. Enda er litlu skárri meðferðin á refum og minkum sem ræktaðir eru vegna loðfeldanna. Dýrin eru höfð í svo litlum búrum að þau geta vart snúið sér við í þeim svo þau verða brjáluð af innilokunarkennd og æða stanslaust um í sínu örlitla rými sem þeim er skammtað til þess að lifa í sitt stutta líf. Hvar eru dýraverndunarsamtökin þá? Já, og hvar eru líka katta og hundavinir þá, sem eiga þessi náskyldu dýr sem gæludýr og vita hve mikla ást þau geta gefið?
Hún var eftirminnileg auglýsingin sem ég sá í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum af tískusýningu. Sýningarstúlkurnar sprönguðu um pallinn á dýrindis loðfeldum og þegar þær höfðu gengið rampinn á enda stoppuðu þær fyrir framan áhorfendur sem horfðu gapandi af aðdáun upp til þeirra. Stúlkurnar létu þá loðfeldina síga niður af öxlunum og sveifluðu þeim glæsilega á eftir sér svo blóðsletturnar skvettust af feldunum framan í andlitin á agndofa fólkinu í salnum.
Öll þessi dýr, sem við látum drepa vegna hégómleika okkar, hafa sál og tilfinningar. Þau eru eins og Steina bloggvinkona mín sagði, litlu systkinin okkar hér á jörð. Og svona förum við með þessi systkini okkar. Sýnum þeim aðeins ótrúlega grimmd og hrottafengið miskunnarleysi.
![]() |
Selveiðum að ljúka við Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.4.2008 | 01:24
Aumingja Hannes
Það var ekki hátt risið á Dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, í Kastljósi í kvöld. Ég sem alltaf hef látið Hannes fara í mínar fínustu, vegna þess, að mér finnst hrokafullrar framkomu hans hingað til, dauðvorkenndi karlinum.
Hann er skuldugur upp fyrir haus og á von á því að þurfa kannski að punga út með meira fé.
En ekki verður deilt við dómarann sem dæmir höfundarréttinn svona sterkan. Og ég segi sem betur fer. Vona bara að Hannes fari ekki alveg á hausinn peningalega og læri af reynslunni. Batnandi mönnum er víst best að lifa.
![]() |
Átelur vinnubrögð Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.3.2008 | 22:34
Það er bull að Breiðholtið sé eitthvað verra en önnur hverfi
Blár jökull
Hér í Breiðholti búa um 20 til 25 þúsund manns og hér er flestalla daga allt með ró og spekt. Það er líka bull að útlendingar séu sí og æ til vandræða eins og sumir segja. Þeir innflytjendur sem ég hef kynnst hér í Breiðholti er allt sómafólk, en misjafn er sauður í mörgu fé segir gamalt máltæki og það er íslenskt máltæki en ekki útlent. Það segir okkur að íslenskt vandræðafólk hefur þrifist hér á landi fyrir daga innflytjendanna. sem nú til dags er kennt um flest það sem miður fer hér á landi.
Það er bölvaður rasismi í gangi hér á Íslandi og það er synd, því það er mesta blessun að fólk frá öðrum löndum fáist til þess að blanda blóði við okkar útþynnta íslenska blóð, því Íslendingar eru jú alltof skyldir hvor öðrum eins og allir vita eftir aldalanga einangrun.
Slík innræktun kallar á ekkert annað en úrkynjun og vesaldóm, enda éta Íslendingar einna mest af 'gleðipillum' miðað við nágrannaþjóðir sínar. Við megum skammast okkar fyrir að þykjast vera hafin yfir það fólk sem hingað leitar í von um betra líf. Við megum líka skammast okkar fyrir það að útlendingar vinna hér margir þau störf sem við þykjumst of fín til að gegna og það á smánarlaunum.
Svo erum við að monta okkur af vestur Íslendingum, þeir voru innflytjendur á sínum tíma í Vestur heimi, en okkur hættir til að gleyma því. Þeim hefur sem betur fer yfirleitt farnast vel og ég spái því að innflytjendur hér á landi eigi eftir að spjara sig jafn vel og þeir.
Og hvers vegna er alltaf talað um að það sé að byggjast upp eitthvað Harlem í Breiðholti? Eru þá ekki líka Harlem úti á landi á öllum þeim stöðum þar sem innflytjendur búa? Já, og ef við lítum okkur nær þá búa innflytjendur í fleiri hverfum í Reykjavík en bara í Breiðholti.
Það er kominn tími til að við látum af þessum hroka okkar og tali um það að við séum öll af kóngum komin. Við skulum ekki gleyma því að í hverju skipi sem til Íslands kom fyrir 11 hundruð árum var meiriparturinn af mannskapnum vinnuhjú og þrælar. Ekki svo að skilja að vinnuhjú og þrælar hafi verið verra fólk en hvað annað, kannski bara betra. Og þetta fólk var sem betur fer meginuppistaðan í stofni íslensku þjóðarinnar, því þetta var vinnusamt fólk.
Og þrælar og vinnuhjú voru alls ekki af hinum hreina norska stofni sem við hreykjum okkur af að vera komin af, heldur var þessi mannskapur frá, svo dæmi séu tekin, Írlandi, Bretlandi, Hjaltlandseyjum, Orkneyjum og guð má vita hvaða fleiri stöðum, jú kannski Konstantínópel?. Það voru einnig þeldökkir menn sem fluttust hingað til lands seinna á öldum og ekki veit ég betur en að fyrrverandi forsætisráðherra okkar Davíð Oddsson sé kominn af Jamaica negra.
Svo má líka minnast á frönsku duggurnar hér á Íslandsmiðum og Fransmennina á þeim, hér voru líka þýsk skip og hollensk, ensk og norsk og portúgölsk. Og margir af þessum erlendu sjómönnum hér við Íslandsstrendur blönduðu blóði við 'íslenska´hrærigrautinn sem hér var fyrir, því ekki voru það hreinræktaðir Norðmenn sem báru með sér hin brúnu augu og dökkbrúnt eða svart hár, eða hvað?
Og ég sé ekki betur en þessi samhræringur hafi bara tekist vel, því er ekki talað um að á Íslandi sé fallegt fólk? Alla vega er kvenfólkið okkar frægt fyrir fegurð um allan heim. Og ekki eru þær allar ljóshærðar fegurðardrottningarnar okkar og þær sem eru það eru flestar með litað hár.
Það er gott að búa í Breiðholtinu og ekki hættulegra né verra fólk þar en nokkurs staðar annars staðar og það er ekki meira Harlem hér en á Íslandi til forna. Og ekki yrði ég hissa á því þó að með tíð og tíma verði blandaðir Breiðhyltingar allra manna og kvenna vænstir á voru guðsvolaða landi.
![]() |
Sex leitað vegna árásar í Breiðholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2008 | 00:50
Löggan lokaði á mig dyrunum
Ein mynd til úr myndaröðinni 'Uppstilling í landslagi '
Ég ætlaði einmitt að koma við í Leifasjoppu á leiðinni til vinkonu minnar hérna í næsta húsi. Ég opnaði dyrnar en var rekin öfug út af vörpulegum lögreglumanni. Hann sagði ábúðarfullur að þeir væru að rannsaka mál. Ég spurði hvort það tæki langan tíma og hvort ég gæti ekki bara beðið á meðan, en ekki vildi hann samþykkja það.
Þetta er annað ránið hjá honum Leifa á innan við tveim árum. Ég labbaði svo til vinkonu minnar og þar fylgdust við með þegar lögreglubíll og svo lögregla á mótorhjóli komu að sjoppunni.
Þetta rán var framið um hábjartan dag svo ég sé að það skiptir ekki máli hvenær maður er á ferðinni, en ég er alltaf hálf smeyk við að labba hérna göngustígana út í sjoppu á kvöldin.
En á sumrin þegar ég geng niður í Elliðaárdal er ég aldrei hrædd þar eru sem betur fer bara göngufólk og hundar að viðra sig í góða veðrinu.
Við vinkonan skruppum saman í Bónus og ég var svo rausnarleg að kaupa heilsteiktan kjúkling í páskamatinn handa Tító og Gosa. Tító má aðeins borða matinn sem hann fær sérstaklega fyrir nýrnaveika ketti og svo kjúklinga og hann elskar kjúklingakjöt. Það þýddi ekkert fyrir mig að geyma kjúklinginn fram að páskum, því nefin á Tító og Gosa eru óbrigðul þegar kjúklingur er einhvers staðar nærri. Svo þeir eru búnir að fá fjórum sinnum kjúkling á diskinn sinn í dag.
Tító heldur áfram að horast, þegar ég strýk honum bakið, finn ég fyrir hryggjarliðunum og mjaðmagrindinni. Dýralæknirinn sagði líka síðast að þó að hann hefði komið vel út úr síðustu rannsókn gæti hann samt hrunið innan eins mánaðar.
Ég keypti líka litlar páskaliljur í potti í Bónus og er búin að stilla þeim upp í stofunni ásamt fleira páskaskrauti. Og laukarnir sem ég setti niður úti á sólsvölunum eru að lifna. Fyrstu blöðin á einni dalíunni eru að gægjast upp úr moldinni. Meira að segja úti í garði sá ég í gær að túlípanarnir og krókusarnir eru að stinga upp kollinum. Þess vegna er vorhugur í mér og ég hlakka til þegar blómin springa út og ég get farið að dunda mér bæði á svölunum og í garðinum.
það er sama hvar ég stel afleggjara, hvort sem það er af inniblómum eða fjölærum blómum sem ég fæ leyfi til að taka af hjá vinum og vinkonum, allt lifnar og dafnar og mér finnst það yndislegt.
Mamma var svona eins og ég og hún átti sérlega fallegan garð og Sjonni sálugi frændi i Eyjum, pabbi hans Hectors, eða Kela, bloggvinar míns elskaði líka allan gróður og garðurinn hann var eitt sinn valinn fegursti garðurinn í Eyjum.
En því miður er Kalli frændi, sonarsonur Sjonna sáluga frænda, búinn að rústa verðlaunagarðinum og byggja stóran pall, en Kalli frændi keypti húsið hans afa síns. En svona er allt hverfult, en samt vona ég að þegar ég er farin að þá verði garðurinn hér við blokkina sem ég hannaði ein, mitt minnismerki.
![]() |
Annað rán í Breiðholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2008 | 00:20
Það er af sem áður var, en fyrir svona hundrað árum, eða um það bil...
hefði þessi drengur lært sína lexíu, því þá hefði nærbuxunum einfaldlega verið kippt alveg niður um hann og hann og hann rassskelltur, með vendi. Og það hefði þótt sjálfsagt. En allt er breytingum undirorpið, en þó held ég einna mest barnauppeldið, miðað við það sem maður hefur lesið í gegnum tíðina.
Dæmi svo hver fyrir sig hvort nútímasiðir skila af sér prúðari ungmennum en í þá gömlu góðu daga?
Ég tek enga afstöðu, mér datt þetta bara svona í hug.
![]() |
Bannað að borða á nærbuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 01:10
Á Hannesarhól
Við rætur fjallsins er ofurlítill hóll
sem stendur í þeirri meiningu
að hann - sé líka - fjall.
Guðný Svava Strandberg.
![]() |
Höfundarréttur tekinn alvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar