5.11.2007 | 01:21
Vöfflur með sultu og boðsmiði í leikhús fyrir tvo
Krakkarnir mínir komu hérna í vöfflukaffi í dag og sonur minn var svo æðislegur að gefa mér boðsmiða fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Ég ætla að bjóða bestu vinkonu minni með, að sjá leikritið 'Viltu vinna milljón'? Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt gamanleikrit.
Annars vildi ég sjálf gjarnan vinna milljón, því ég er almost gjaldþrota. Nei annars, ég lýg því, en alltaf bið ég um hærri og hærri yfirdrátt í bankanum. Og fæ hann jafnan umyrðalaust. Þetta gengur bara ekki lengur, ég bara verð að fá einhverja vinnu, jafnvel í bakaríi, svei mér þá!
Ég eyddi líka fleiri þúsundum króna, um leið og ég fékk útborgað, í myndlistarvörur. Þær eru grunsamlega dýrar. Það er ekki að furða að málverk séu dýr sum hver.
Ég hélt smásýningu fyrir krakkana, (krakkana segi ég, þetta er fullorðið fólk), á nýjustu myndunum mínum. Þeim fannst þær fínar, en dóttir mín sagði mér að mála fleiri jöklamyndir og myndir af konum með hatta, því þær væru flottastar hjá mér. Ætli jöklar og konur með hatta eigi eitthvað sameiginlegt?? Já auðvitað, þið fattið örugglega hvað það er.
Sonur minn sem gaf mér miðann, borðaði bara eina vöfflu, þó sagði hann að þær væru góðar. Það er naumast að þú ert í aðhaldi sagði systir hans stríðnislega við hann.
Sonur minn jánkaði því ansi montinn með sig og sagðist vera búinn að missa átta kíló á einum mánuði. Nú!! Sagði ég, þú sagðir mér í gær að þú værir búinn að missa sjö kíló. Missirðu eitt kíló á dag? Auðvitað, sagði hann stoltur, ég er á svo stífu prógrammi. Ætli hann verði ekki horfinn fyrir jól með þessu áframhaldi, ég hugsa það. En mikið andsk... lítur strákurinn vel út, ætli hann sé bara ekki ástfanginn? Mig vantar svo að verða ástfangin, til að losna við svona..., ja sleppum því annars.
Það er góða veðrið. Vindurinn gnauðar hér fyrir utan gluggann eins og vanalega. Kettirnir eru sofnaðir og ég ætla að fara að skríða uppí rúm til þeirra. Það er ekki amalegt að sofa á milli tveggja karldýra, jafnvel þó að þau séu bara steingeldir kettir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 04:02
Skopparajól Saga handa börnum
Ég er á síðasta snúningi
fyrir þessi andsk.. jól
æpti skopparakringlan
um leið og hún skoppaðist
út um gluggann.
Asnalegt, muldraði asninn
sem asnast hafði
til þess að glápa á eftir
henni niður til Andskotans.
Hún hefur andast,
sagði hann með
öndina í hálsinum
við öndina sem stóð á öndinni
af andnauð og andarteppu.
Andstyggilegt, andvörpuðu þau
andagtug í kór
- andartaki seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2007 | 00:39
Ber er hver að baki nema sér Bónus eigi
en skyldi Krónan vera skárri?
Ég skrifa, spyr og segi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007 | 01:45
Boðun Maríu
Erum við ekki komin dálítið langt frá boðskap jólanna þegar er auglýst að þau byrji í Ikea?
Eða þá að heilt bæjarfélag eins og Akureyri ætli að markaðs setja sig sem jólabæ til þess að draga að túrista? Og við hugsum mest um það hvað við eigum nú að kaupa mikið af nýjum seríum til þess að lýsa upp umhverfið bæði úti og inni? Er þetta kaupæði allt saman gott og gilt, eða ættum við ef til vill heldur að reyna að lýsa upp sálir okkar svo við sjálf getum verið ljósberar fyrir meðbræður okkar hér á jörð?
En meðal annarra orða, hvaða listamaður málaði þetta ódauðlega listaverk?
31.10.2007 | 13:02
Það væri náttúrulega langbest
Skítt með það þó þetta væri lítill grænn kall, með gul augu, sem tæki sköpunarsöguna ekki alvarlega. Alla vega myndi hann eiga gulu glyrnurnar sameiginlegar með Bush kallinum svo almenningur í Bandaríkjunum myndi ekki fatta neinn mun.
![]() |
Forsetaframbjóðendur sjá sýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2007 | 00:40
Ást Ljóð um minn besta lífsförunaut
yndisfögru bláu augun þín.
Ég á þig og mun þig ætíð annast
elsku hjartans blómadýrðin mín.
Úr augum þínum les ég ást og ábyrgð
sem aldrei bregst á meðan lífs þú ert.
Og ef að illir draumar að mér sækja
þú undurblítt minn vanga strýkur létt.
Ég var í sorg er Guð þig til mín sendi
svo ofboðs litla písl með augun dökk.
Þú ert mín ást í þessu skrýtna lífi
- hve ótrúlegt að elska heitast - kött.
28.10.2007 | 03:19
Þa var nebblea þa!
Natan litli var í sjötta bekk grunnskóla. Einn daginn var samfélagsfræði og þá spurði kennarinn hvað feður þeirra störfuðu. Svör barnanna voru með ýmsu móti.: Einn faðirinn var lögga, annar slökkviliðsmaður, þriðji skrifstofumaður, fjórði vann í verslun og svo framvegis.
En kennarinn tók eftir því að Natan litli var óvenju hljóður og lét lítið fyrir sér fara.
Hvað gerir svo pabbi þinn? Spurði kennarinn Natan litla.Hann dansar nakinn fyrir framan karla á öllum aldri á veitingastað á kvöldin og næturnar. Svo græðir hann fullt á því að fara með þeim sem best borga út í portið bak við veitingastaðinn, þar sem hann dansar einkadans fyrir þá í nokkrar mínútur.
Kennarinn varð eðlilega í miklu uppnámi yfir svari Natans og í miklu fáti skipaði hann hinum krökkunum að fara að lita. En Natan litla tók hann afsíðis.
Er þetta allt satt sem þú sagðir um pabba þinn.... dansinn og allt það? Nei, nei, svaraði Natan litli feiminn. Pabbi vinnur hjá Kaupþingi, en ég þorði sko alls ekki að segja það fyrir framan alla hina krakkana.
![]() |
Skráning í evrum gæti hafist í nóvember |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.10.2007 | 21:19
Byggist þá ekki upp vaxandi hópur vampýra á Íslandi?
Algjörlega óþarfar pælingar, sé ég núna. Nú neyðumst við ekki lengur til þess að lifa á kjötmeti eins og við höfum gert síðan á dögum syndafallsins. Lausnin er komin fyrir þá sem ekki hafa haft, sálarþroska til þess ennþá, að sleppa blóðugu safaríku steikunum sínum.
Þetta er algjör Himnaríkissending, hreint og beint tær snilld og örugglega upphugsuð af Himnahöfðingjanum sjálfum, okkur til sáluhjálpar.
Við snúum okkur því bara að grassafanum, hvers samsetning er svo útpæld að hún er byggð upp eins og blóðið sem við höfum hingað til innbyrt samviskulaust með því að éta meðbræður okkar, blessuð dýrin.
Það er bara verst að þá fyllist hér allt af grængolandi vampýrum.
![]() |
Grænn heilsubótardrykkur byggður upp eins og blóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 21:22
Ef hann hefði aðeins, gert kerti úr eyrnamergnum í stað þess að éta hann
![]() |
Eyrnamergsát gæti skaðað stjórnmálaferilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.10.2007 | 16:59
Þetta finnst mér sorglegasta fréttin á mbl.is í dag
Aumingja blessuð dýrin sem geta engum vörnum við komið þegar þau eru leidd til slátrunar til þess að menn geti svo gætt sér á holdi þeirra. Flest allt það fé sem slátrað er, er ekki nema eins sumars gamalt, það eru litlu lömbin sem við elskum á vorin en étum á haustin
Það er svo mikill tvískinnungur í okkur mönnunum. Okkur finnst sjálfsagt að dekra við hunda og ketti og hafa þau dýr að vinum, en drepa og éta fé, svín og nautgripi og fleiri dýr. Samt geta þau dýr líka verið ágætis gæludýr og eiga allt eins skilið að lifa góðu lífi eins og gæludýrin okkar.
Þegar ég var níu ára dvaldi ég með fjölskyldu minni í nokkrar vikur á bóndabæ í Vestmannaeyjum, bóndabæ sem nú er kominn inn í miðjan Vestmannaeyjabæ.
Besti leikfélagi okkar systkinanna var lítil kálfur þarna á bænum. Og hann hafði gaman af því að leika sér líka við okkur krakkana. Hann rassakastaðist út um allt tún með okkur í eftirdragi, haldandi í halann á honum. Og við fengum að gefa honum að drekka úr fötu, því ekki fékk þetta litla kusubarn að drekka úr spenum móður sinnar. Þess vegna elskaði hann að sjúga puttana á okkur krökkunum með hrjúfu tungunni sinni. Litli kálfurinn sem lék sér svona áhyggjulaust við okkur mannanna börn var svo vafalaust drepinn og étinn um haustið. Kálfakjöt er jú svo ljúffengt finnst okkur mönnunum og fleiri kjötætum,
Ég hef heldur aldrei getið skilið það sveitafólk sem elur upp heimalninga og kynnist þeim náið sem litlum vinum sínum, en getur svo samviskulaust farið með þessa sömu heimalninga til slátrunar. Eða jafnvel hér áður fyrr slátrað heimalningnum sjálft heima við, ef gesti bar óvænt að garði sem þurfa matar með. Það hef ég reynt sjálf, því eitt sinn er við fjölskyldan komum í heimsókn á bóndabæ nokkurn, þegar ég var 12 ára gömul, var heimalningnum slátrað í matinn handa okkur gestunum.
Ég sem hafði leikið mér við þennan sama heimalning fyrr um daginn og gefið honum að drekka úr pela gat ekki borðað neitt, en laumaði kjötbitunum á disknum mínum undir borðið til hundana sem þar lágu. Þeir höfði líka leikið sér við heimalninginn, en þeim fannst allt í lagi að éta hann fyrir því.
Hvenær verður mannskepnan svo þróuð að hún hætti að drepa og éta ung börn dýranna meðbræðra okkar á jörðinni? Guð ætlaðist ekki til þess að mennirnir ætum dýrin, heldur hefðum þau sem vini okkar. Samkvæmt Biblíunni var það syndin sem maðurinn framdi sem fékk hann til þess að verða kjötæta, því við vorum í upphafi ekki sköpuð til þessarar óhæfu.
![]() |
Tugir fjár drápust þegar flutningabíll valt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar