Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
29.8.2008 | 22:55
Velkomin á opnun á myndlistarsýningu bloggvinkvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur laugard. 30. ágúst kl.15 - 17
Það var mikið stuð á okkur fimm í Ráðhúsinu í dag, þegar við voru að setja upp myndirnar okkar. Ég var mætt fyrst, eða klukkan rúmlega 9 í morgun og svo tíndust þær, Zordís, Katrín Níels, Katrín Snæhólm og Elín Björk inn hver af annari.
Það var borað og skrúfað og myndirnar hengdar upp hver af listiilegri nákvæmni. Svo fórum við að tínast heim um fimm leytið, þreyttar en ánægðar.
Svo er það bara ykkar að heiðra okkur með nærveru ykkar á opnuninni laugardaginn 30. ágúst milli kl. 15 til17. Við bjóðum auðvitað upp á léttar veitingar.
Mynd af okkur fimm fræknu,
sem mun fylgja viðtali við okkur í Vikunni næst þegar hún kemur út.
Á myndinni eru talið frá vinstri;Katrín Níelsdóttir, Katrín Snæhólm, ég sjálf Guðný Svava Strandberg, Zordís og loks Elín Björk Guðbrandsdóttir.
24.8.2008 | 17:23
Olympíuleikarnir í Peking
Ég vaknaði í morgun til þess að horfa á keppnina um gullið í handboltanum og mér varð það fljótt ljóst að við myndum láta í minni pokann í þessum leik.
En þó gleðst ég yfir góðum árangri okkar manna, því það er enginn smá árangur hjá þeim að verða í öðru sæt.
Samt verð ég að viðurkenna það, að þegar ég horfði á leikana og auglýsingarnar um þá, varð ég oft hálfpartinn hrygg í bragði. Því þessir leikar eru aðeins ætlaðir fáeinum útvöldum, sem hvergi kenna sér meins, hvorki líkamlega né andlega,
Hvað með þá sem eru fatlaðiir á einhvern hátt? Gátu þeir glaðst með, þar sem þeim var meinaður aðgangur að þessum leikum? Máttu ekki einu sinni koma sem áhorfendur.
Hvað með það að litla stúlkan sem átti að syngja við setningu Olympíuleikanna var ekki talin falla í hinn fullkomna hóp, af því að hún var með skakkar tennur? Og önnur fullkomin stúlka (útlitslega séð) var látin þykjast syngja fyrir hana.
Hvers konar áhrif ætli sú lítillækkandi höfnun, hafi á sálarlíf litlu 'ekta' söngstúlkunnar í framtíðinni?
Hvað með heftun á mál og ritfrelsi og önnur mannréttindabrot? Er það siðferðislega rétt að við samþykktum allt þetta óréttlæti og siðblindu , með því að taka þátt?
Man einhver eftir manni að nafni Hitler???
Vorum við ekki hreint út sagt, ekki að viðurkenna kenningar þess manns, með þátttöku okkar???
24.8.2008 | 01:56
Ljósið í gljúfrinu vatnslitir
22.8.2008 | 16:08
Who matters?
There comes a point in your life when you realize who matters,
who never did,
who won't anymore
... and who always will.
So, don't worry about people from your past,
there's a reason why they didn't make it to your future.
'Be kinder than necessary because everyone you meet is fighting some kind of battle.'
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.8.2008 | 00:47
Huggun
ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka
sest, um sefa minn.
Í hjarta mér
þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla´ á fölva kinn.
Þá lýsa mér
þín augu blíð og blá.
Svo björt og hrein
þar skín mér, ástin þín.
Sem glæðir aftur
gleymda von og þrá.
Þú göfga litla
hjartans, kisan mín.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Né
skoffínið,
því það
er kvikindi
eitt illyrmislegt,
sem
klekst út úr
hanaeggi. Þeir menn
sem skoffín augum
líta verða aldrei
samir menn eftir.
Það hefur lengi verið lífseig þjóðsagan um það, að refir og kettir séu skyldir og að afkvæmi þeirra séu urðarkettir og skuggabaldrar, (sumir sögðu skoffín einnig vera undan þessum óskyldu dýrum komið, en það er ekki rétt haft eftir þjóðsögunni.)
Fór það eftir því hvort það var refur sem var faðirinn og kattarlæða móðirin, eða öfugt hvort skuggabaldur eða urðarköttur kom undir.
Til eru þeir sem halda jafnvel enn þann dag í dag að þetta sé dagsatt. Leyfi ég mér því að birta hér grein af Doktor.is, um ætt refa, hunda og úlfa til þess að sýna fram á, að þó þjóðsaga þessi sé skemmtileg og jafnvel ógnvekjandi, þá á hún sér enga stoð í raunveruleikanum.
Hún er aðeins þjóðsaga og stendur vel fyrir sér sem slík, en ekki meira en það.
Spurning. Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?
Svar Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir.
Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið
------------------------------------------------------------------
Canis
Lycaon
Cuon Hundar og úlfar
Cluysocyon
Nyctereutes
Speothos
Hundar ----------------------
------------------------------
Vulpe
Ducicyon Refir
Alopex
Otocyo
-------------------------------------------------------------------
Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið:
Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir.
Þær eru úlfur eða gráúlfur (Canis lupus),
rauðúlfur (C. rufus),
sléttuúlfur (C. latrans),
dingóinn (C. dingo),
hundur (C. familiaris)
og loks fjórar tegundir sjakala.
Talið er að tegundir ættarinnar
hafi fyrst komið fram
á Eocene-tímabilinu fyrir um
38-54 milljónum ára.
Steingervingafræðingar hafa fundið tegundir frá þessu tímabili sem greinast í fimm ættkvíslir. Tegund einnar þeirra (Cynodictis) líkist mjög svonefndum þefketti og telja fræðimenn að viðskilnaður þessarar ættar við önnur rándýr hafi átt sér stað á þessu tímabili.
Úlfurinn
(Canis lupus) er stærsti meðlimur hundaættarinnar og fyrir tíma mannsins hafði hann mesta útbreiðslu þeirra.
Hann lifði um alla Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Vísindamenn hafa skipt honum niður í allt að 32 deilitegundir, allt frá stórvöxnum heimskautaúlfum (C. lupus tundarium og albinus) til smárra deilitegunda sem lifa á Arabíuskaganum og í Mið-Asíu.
-------------------------------------------------------------
Alls eru þekktar 21 tegund refa og
finnast þeir alls staðar nema í
Ástralíu og á Suðurheimskautssvæðinu
Tegundir af ættkvíslinni Vulpes eru meðal annars rauðrefurinn (Vulpes vulpes)
og grárefur (V. cinereoargenteos).
Rauðrefur er stærsta refategundin og að öllum líkindum sú algengasta.
Grárefur sem einnig er nefndur trjárefur vegna klifurhæfileika, lifir á sléttum Norður-Ameríku.
Innan vulpes-ættkvíslarinnar eru þekktar tólf tegundir refa.
Sjö tegundir eru til af Suður-Amerísku refunum Dusicyon.
Í ættkvíslinni Alopex er aðeins til ein tegund, heimskautarefurinn (Alopex lagopus). Hann lifir meðal annars norðarlega á Grænlandi, í Norður-Alaska og Kanada, Íslandi, Svalbarða og nyrst í Rússlandi.
Í fjórðu ættkvíslinni Otocyon er einnig aðeins ein tegund Otocyon megalotis, sérhæfð skordýraæta með hálfgerð leðurblökueyru; hún lifir í sunnanverðri Afríku.
Heimild og myndir * Macdonald, David (ritstj.), The Encyclopedia of Mammals,
Abindgon, Oxford, 1995. * Namibian Wildlife *
Traffic Um þessa spurningu Dagsetning Útgáfudagur10.9.2002 Flokkun: Raunvísindi > Lífvísindi: dýrafræði Efnisorð hundar refir úlfar skyldleiki
ættartré Tilvísun Jón Már Halldórsson. Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?.
Vísindavefurinn 10.9.2002. http://visindavefur.is/?id=2698.
(Skoðað 18.8.2008). Höfundur Jón Már Halldórssonlíffræðingur
Bloggar | Breytt 19.8.2008 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 09:26
Dettifoss, (brot)
Mér er þetta brot úr kvæði Kritjáns Jónssonar fjallaskálds,
(sem ég á reyndar ættir að rekja til), eitthvað svo hugleikið í dag.
Stormarnir hvína, stráin sölna
stórvaxin alda rís á sæ,
á rjóðum kinnum rósir fölna
í regin-köldum harma-blæ,
brennandi tár um bleikan vanga
boga, því hjartað vantar ró
- en alltaf jafnt um ævi langa
aldan í þínu djúpi hló.
Kristján Jónsson 1842 - 1869.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2008 | 01:44
'Allt sem við viljum er friður á jörð'
Allt sem við fáum, er að færa auðmönnum gull,
allt sem við fáum, er ´til helvítis með öryrkj-ana',
allt sem við fáum, er að blekkj´a útlendinga-asnana,
allt sem við fáum, er samráð fyrir-tækjana,
allt sem við fáum, er bullið með borgar-stjórnina.
Allt sem við viljum, er réttlæti á jörð!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2008 | 03:08
Óskastund
Í stjörnuskini
safírnætur
blikar minning þín.
Blátært ljós
snertir blíðlega
vanga minn.
Stjarndaggir
glitskærar
falla til jarðar
hljótt.
Stjörnur tindra
tifa- og hrapa.
-óskastund er nú!
Ljóð | Breytt 23.8.2008 kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2008 | 00:14
Ég hélt, að konur gætu verið sexý, án þess að vera stífmálaðar...
En....
... þessar myndir fengu mig til að hugsa mig um tvisvar.
Þessi mynd af Coldie, gerði mig skíthrædda!
Og þessi hræddi gersamlega úr mér líftóruna.
Eruð þið ekki ánægðari með ykkur sjálfar núna, stelpur?
- Farið þá bara og smellkyssið spegilmyndina ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands