Leita í fréttum mbl.is

Velkomin á opnun á myndlistarsýningu bloggvinkvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur laugard. 30. ágúst kl.15 - 17

Það var mikið stuð á okkur fimm í Ráðhúsinu í dag, þegar við voru að setja upp myndirnar okkar. Ég var mætt fyrst, eða klukkan rúmlega 9 í morgun og svo tíndust þær, Zordís, Katrín Níels, Katrín Snæhólm og Elín Björk inn hver af annari.

Það var borað  og skrúfað og myndirnar hengdar upp hver  af listiilegri nákvæmni.  Svo fórum við að tínast heim um fimm leytið, þreyttar en ánægðar. 

Svo er það bara ykkar að heiðra okkur með nærveru ykkar á opnuninni laugardaginn 30. ágúst milli kl. 15 til17. Við bjóðum auðvitað upp á léttar veitingar.

 

syning_island_2008_059.jpg

                                 Mynd af okkur fimm fræknu,

sem mun fylgja viðtali við okkur í Vikunni næst þegar hún kemur  út. 

Á myndinni eru talið frá vinstri;Katrín Níelsdóttir, Katrín Snæhólm, ég sjálf Guðný Svava Strandberg, Zordís og loks Elín Björk Guðbrandsdóttir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Takk fyrir daginn!!!

Sjáumst svo ferskar á morgun og endilega að sem flestir komi til okkar.

www.zordis.com, 29.8.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég hefði svo sannarlega viljað komast á þessa sýningu, en ég er staddur núna í Kanada.

bestu kveðjur og gangi ykkur sem best.

Jens Sigurjónsson, 30.8.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá hvað það verður gaman á morgun/dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: arnar valgeirsson

heldur betur duglegar stelpur og flott konsept, bloggvinir með sýningu. þessi nútímatækni er snilld......

síjú.

arnar valgeirsson, 30.8.2008 kl. 01:39

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vá, þetta er spennandi, ég reyni að koma.

Sigurður Þórðarson, 30.8.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Elín Björk

Takk fyrir gærdaginn! Sjáumst á eftir!

Elín Björk, 30.8.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Við sjáumst, sem sjáumst í dag.

Svava frá Strandbergi , 30.8.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Bergur Thorberg

Takk fyrir mig. Þetta var bara frábært!! Var samferða einum um sýninguna (þú veist kannski hver það var) og hann var alveg heillaður að myndunum þínum. Til hamingju. kv.

Bergur Thorberg, 30.8.2008 kl. 20:47

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábær sýning.  Skemmtileg pæling að láta litina renna þetta var svo náttúrulegt. Annars hitti ég svo mikið af fólki þarna sem ég þekki að  tíminn fór að mestu í blaður.

Góð skemmtun 

Takk fyrir mig 

Sigurður Þórðarson, 31.8.2008 kl. 00:05

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Bergur og sömuleiðis takk fyrir að koma. Það var gaman að tala við þig. (Já ég veit hver það var).
Kveðja
Guðný Svava

Takk, Dúa, það var skemmtilegt að hitta þig loks í eigin persónu 

Sæl Anna. Svo þú ert með svona mikð af bókum. Ef þig langar til að koma einni smámynd inn á milli, þá er hægt að borga hana t.d. með Visa eða Mastercard kredit greiðslum, Því ég er með posa.
Svo er líka hægt að borga inn á myndina til þess að festa hana( þú færð auðvitað kvittun) Svo getur  það verið samkomulag okkar á milli, hvenær þú greiðir afganginn og færð myndina í hendur.

Takk, Sigurður. Já það  er satt, það var þrælgaman á sýningunni og gaman að hitta allt þetta fólk. Tíminn hjá mér fór líka allur í að tala við fólkið sem hafði áhuga á myndunum mínum og annað skemmtilegt fólk. 

Ég sendi ykkur öllum boðskort á næstu sýningu sem verður í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi þann 12. sept. Þar verð ég með myndir sem ég teikna blindandi  og sumar eftir minni og blindandi, með tússpenna og svo nokkrar vatnslitamyndir

Svava frá Strandbergi , 31.8.2008 kl. 12:21

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég kom í gær en stoppaði alltof stutt og ekki sá ég þig en talaði við Zordísi mjög flott hjá ykkur kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 16:16

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir komuna Katla. Ég hefði gjarnan viljað sjá þig á sýningunni. En kannski sjáumst við bara seinna.

Kær kveðja

Guðný Svava

Svava frá Strandbergi , 31.8.2008 kl. 23:10

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Anna, ég svaraði bara varðandi greiðslur fyrir mynd keypta hjá mér. Ég veit ekki hvaða reglur hinar hafa upp á  greiðslur fyrir mynd.

Svava frá Strandbergi , 31.8.2008 kl. 23:29

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Duglegar stelpur.  

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 08:28

15 Smámynd: Elín Björk

Takk fyrir helgina Guðný Svava, þetta var virkilega gaman! Gaman að kynnast þér í persónu . Við svo kannski sjáumst á vappinu í Ráðhúsinu á dögunum .

Elín Björk, 2.9.2008 kl. 00:13

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, Anna 

Takk sömuleiðis Elín Björk. það var líka gaman að kynnast þér í eigin persónu. Við munum vonandi sjást aftur á vaktinni í Ráðhúsinu. Svo finnst mér að við þurfum nú að hittast allar aftur og kveðja Zordísi, áður en hún fer aftur til Spánar.

Svava frá Strandbergi , 2.9.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband