Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
27.2.2008 | 04:00
Gamla gatan
Ó, gamla gatan mín
ég glaður vitja þín
og horfnar stundir heilsa mér
Hér gekk ég gullin spor
mín góðu bernskuvor,
sem liðu burt í leik hjá þér.
Í sól og sumaryl
hve sælt að vera til,
við þekktum hvorki boð né bann
en kveiktum ástareld,
sem öll hin rauðu kveld
í ungum hjörtum okkar brann.
Dagarnir hurfu með draumsins þyt.
Dóu mín sumarblóm.
Nú geymi ég þeirra ljós og lit,
sem lifandi helgidóm.
það berast ómar inn,
ég opna gluggann minn,
og um mig leikur andi hlýr,
því æskan fram hjá fer,
til fundar hraðar sér
að yrkja lífs síns ævintýr.
Lag: Oddgeir Kristjánsson Texti: Ási í Bæ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.2.2008 | 22:11
'Álfadans'
'Í tungsljósi á ís yfir Tungufljót ég reið,
teygða ég þar hestins á snarpasta skeið;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hart greip hann sprettinn og sparði ei afl,
spegilhált var svellið og stæltur var skafl.
En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Allt í einu fældist og frýsaði hátt
fákurinn og öfuga snerist í átt.
Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Gat ég að líta, hvar álfa fimur fans
fetaði út í vatnið og sté þar í dans.
Já, viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hver um annan kyrpingur kænlega hljóp,
köldum geislum stafaði fölvan á hóp,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Annarleg sveif mér þá löngun í lund,
lysti mig að sækja þann kynlega fund;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
En ei fékk ég hestinum otað úr stað,
og lof sé Guði fyrir, hann bannaði það,
því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Því þar sem álfar frömdu sinn feiknstafaleik,
feigðarhylur gein þar, og spöngin var veik,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.'
Grímur Thomsen 1820-1896
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.2.2008 | 20:35
Þetta kemur ekkert lauslæti við
Stúlkan er bara svona frjó og vafalaust fær hún ekki leyfi til þess að nota neinar getnaðarvarnir, í landi þar sem flestir eru kaþólskir.
En ungar stúlkur sofa hjá nú til dags og kaþólikkar ættu að sjá sóma sinn í því að leyfa getnaðarvarnir, því ekki er auðvelt að vera 7 barna móðir aðeins 16 ára gömul.
Móðir mín eignaðist reyndar þríbura, sem fæddust þrem mánuðum fyrir tímann. Því var trúað í þá daga að börn sem fæddust svona löngu fyrir tímann, gætu ekki lifað, þess vegna var ekkert hlúð að þríburunum. Þeir voru bara lagðir naktir á rúmdýnu, ekki svo mikið sem vafið handklæði utan um þá. Mömmu var ekki einu sinni leyft að sjá börnin , en heyrði þau gráta í u.þ.b. klukkutíma, svo hljóðnuðu þau smám saman.
Síðan þegar læknirinn og ljósmóðirin voru farin læddist hún fram til þess að skoða börnin sín, þó hún ætti að liggja í rúminu í 10 daga samkvæmt hefðinni í gamla daga.
Þríburarnir voru fullsköpuð börn með neglur meira að segja. I dag hefði allt verið gert, til þess að halda þessum börnum á lífi. Aumingja mamma mín að hafa þurft að þola þetta.
Síðan eignaðist mamma mig ári seinna og tveimur árum eftir það fæddi hún tvíbura, tveimur mánuðum fyrir tímann.
En mamma var séð þá, því hún skrökvaði því að hún væri gengin átta mánuði með, því annars hefðu ófæddu börnin hennar, farið sömu leið og þríburarnir, þar sem því var haldið fram í þá daga að börn yrðu að vera að minnsta kosti búin að vera átta mánuði í móðurkviði þegar þau fæddust til þess að hafa einhverja möguleika á að geta lifað.
Ég sjálf á tvo drengi og eina stúlku. Strákarnir eiga báðir börn og ég er orðin fjórföld amma og það fimmta er á leiðinn hjá tengdadóttur minni.
En dóttir mín á ekkert barn ennþá. Ekkert af barnabörnunum eru tví eða þríburar, þar sem fjölburafæðingar erfast í kvenlegg og hlaupa yfir einn ættlið.
Dóttir mín getur því átt von á því að eignast tví eða þríbura samkvæmt því að fjölburafæðingar erfast frá ömmu til dótturdóttur, enda hefur dóttir mín oft talað um þetta og er hálf nervus yfir þessu.
En sem betur fer er hún vel menntuð og orðin þroskaðri en þessi 16 ára argentínska stúlka.
Svo á hún góðan kærasta. Hún mun því vafalaust geta séð vel fyrir börnunum sínum hvort sem hún eignast tví eða þríbura, eða ekki.
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.2.2008 | 01:59
Í tilefni af útlendingahatri
' Ró , ró og rambinn, Ísland fyrir Íslendinga. Látum þá dragnast áfram í láglyftum moldarkofum sínum og hryggi þeirra halda áfram að bogna í gaungum og baðstofukytrum, þar sem það kostar rothögg að rétta úr sér; kanski verða þeir ferfættir á endanum. Látum þá mæðast áfram brjóstsjúka af því að sofa í reykjarsvælu og moldardauni, sljóeyga, óframfærna og volaða, vegna þess að þeir þora eigi að láta sál sína hrífast.
Látum þá skemmta sér með því að hæða hver annan á bak, dreifa út lastmælgi , níðvísum og klámi hver um annan, og eiga það æðst áhugamála að komast hjá því að kaupa harmoníum í kirkjuskriflið sitt. Látum þá þamba áfram kaffi sitt, taka í nefið og tyggja skro, og forsóma að veita líkama sínum hina einföldustu hirðu, já að bursta á sér tennurnar, en forðumst að minna þá að að kaupa sér spegla , því þá gæti farið fyrir þeim eins og skoffíninu.
Eða er ekki Ísland fyrir Íslendinga? Látum þá velta sér í sóðaskapnum, svo framvegis sem þeir hafa gert í átta hundruð ár, eilíflega kvefaðir og sullaveikir, konurnar horaðar og útþvældar af striti og barneignum, krakkarnir kirtlaveikir, lúsugir og flámæltir, agaðir í vitundinni um að þeir séu kotúngar, með kala innrættan til hinna fáu manna sem voga sér að gánga keikir.'
Halldór Laxness
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.2.2008 | 01:17
Skilja, er rétt svar
Mistök í Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 01:25
Sannlega, sannlega segi ég þér, að í dag, skaltu vera með mér í Tívolí!
Hvað finndist okkur hér á Vesturlöndum, sem teljumst til kristinnar trúar, um það, ef að dagblað í einhverju Arabalandanna, hefði birt einhverja svæsna skopmynd af Jesú Kristi? Til dæmis eins og þessa hér að ofan, þar sem Kristur býður annan ræningjann velkominn með sér í Tívolí, í stað Paradísar,eins og upprunalegi textinn hljóðar uppá?
Ætli við hefðum ekki orðið sár? Ég gæti trúað því, þó að Danir séu ennþá að storka Múhammeðstrúar mönnum með endurtekinni birtingu skopmyndar af spámanninum. Og flestum finnst það ekkert tiltökumál.
Hvernig væri að líta sér nær og ígrunda með sjálfum okkur hvers virði kristin gildi eru okkar menningu hér á Vesturlöndum.
Múslímar hvattir til að sniðganga danskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.2.2008 | 22:14
Madonna óþekkjanleg
Mér finnst svo sem allt í lagi með það, en ég er nú svo þrælheppin að þurfa ekki að láta sprauta svona í efrivörina á mér, alla vega ekki í bili, þar sem hún er búin að vera stokkbólgin í 10 mánuði.
Ástæðan er sú að það er eitthvað sár á efri vörinni sem ekki grær. Ekki beint efnilegt, en systir mín er samt dauð öfundsjúk yfir mínum blómlegu vörum og segir að svona þykk efrivör sé svo sexý.
Læknirinn sem ég fór til út af sárinu á efrivörinni vísaði mér á annan lækni til að láta taka vefjasýni úr henni.
En ég er ekki farin til þess enn, því mér finnst svo flott að vera með svona 'Hot Lips'.
Vill gerast sígauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 15:32
Bænalestur, Bolavísur and The Boogie Man.
Ég var boðin í mat til systur minnar í gær. Svo þegar ég kom þar voru barnabörnin mín þrjú stödd þar. Guðjón sonur minn hafði komið óvænt með þau.
Það var voða gaman að hitta börnin. Ég hjálpaði Elísu með heimalærdóminn, hún er alveg orðin læs. En henni finnst reikningurinn ekki eins skemmtilegur.
Daníel litli var með magapest og ekki beint í essinu sínu. en var samt með bók í höndunum eins og venjulega, þó er hann bara fimm ára.
Ég man alltaf þegar hann sat á koppnum 2ja ára gamall með bók í hönd og sagðist vera að lesa. Mamma hans segir að hann verði alveg eins og Siggi frændi hans, bróðir minn, þ.e.a.s. bright! Heyrirðu það Siggi? Hann er einnig svolítið líkur þér þegar þú varst lítill.
Svo þegar börnin fóru að sofa, en þau gistu hjá Helgu frænku þessa nótt, þá átti amma að segja þeim sögur. Þau voru ekki með neinar bækur með sér svo ég spann upp tvær ævintýrasögur á nóninu.
Kannski ég sé efni í rithöfund eftir allt saman? Alla vega voru augu barnanna kringlótt af spenningi þegar þau hlustuðu á sögurnar mínar.
Svo las ég með þeim bænirnar. Við spenntum öll greipar og fórum með Faðirvorið og Láttu nú ljósið þitt, skína við rúmið mitt.
Þessi stund minnti mig á þegar ég var lítil, því mamma las alltaf bænirnar með okkur systkinunum. Ég man að ég skildi aldrei neitt í þessum 'skuldunautum' og hélt þess vegna að þetta væru bara venjuleg naut, eins og Boli, sem ég var ákaflega hrædd við.
Mamma sagði nefnilega stundum, ef ég var óþekk að Boli kæmi og tæki mig. Svo fór hún með vísuna um Bola til þess að leggja áherslu á orð sín. Boli, Boli bankar á dyr, með bandinu sínu langa. Láttu ekki hann Hólsbola, ná í þig Manga.
Boli and The Boogie Man í Bandaríkjunum eru frændur held ég.
Ég sagði börnunum ekkert frá Bola og ekki heldur Grýlu, enda voru þau svo þæg og góð. Svo er það ekki móðins í dag að segja börnum svona tröllasögur.
En ég minnist þess ekki að þessar sögur um Bola og Grýlu hafi gert mér neinn skaða, heldur þvert á móti virkuðu þær vel á óþekktina í mér, meðan ég var enn svo lítil að ég trúði þeim. Börnin voru fljót að sofna, þessi litlu ljós.
Við systir mín spjölluðum saman yfir sjónvarpinu og fengum okkur einn bjór. Svo komu kisurnar niður af efri hæðinni. Þau Ronja fríða, skógarköttur og Tobías bangsi.
Þau höfðu haft hægt um sig inni í einu herberginu, meðan þau heyrðu til barnanna. Kisurnar fengu mat og knús hjá mömmu sinni, svo fóru þær aftur upp, þar sem þær eru mjög ógestrisnar og kærðu sig ekki baun um mig.
það er munur en Tító. Í fyrradag var ég nýbúin að skipta á rúminu og hlakkaði til að fara að sofa í kattarhárslausu rúminu. En svo kom Tító og smeygði loppunni undir sængurhornið eins og vanalega, til þess að komast á sinn fasta stað upp við brjóstið á mér.
En ég ætlaði að njóta þess að vera laus við kattarhárin í nefinu í eina nótt og sagði honum að fara. Ég hef aldrei á ævi minni séð neina persónu svona innilega móðgaða. Tító snarsneri sér við og lagðist út á ystu brún á rúminu.
Ég reyndi að blíðka hann með því að strjúka honum bakið, en þá stóð hann eldsnöggt upp og þvoði blettinn sem ég hafði snert í snarheitum og lagðist svo niður aftur, enn fjær mér.
Ég prófaði að tala hann til og sagði honum, að koma þá. Togaði í hann og klappaði honum til skiptis, en hann sneri bara uppá sig og endaði svo með því að stökkva fram úr rúminu.
Þessa nótt svaf hann svo grútfúll í bælinu sínu frammi í stofu.
En nú erum við orðin sátt, því síðustu nótt, fékk ég hann með miklum eftirgangsmunum til þess að brjóta odd af oflæti sínu og langrækni og koma undir sængina hjá mér eins og vanalega.
Segið þið svo að dýr hafi ekki sál?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2008 | 00:53
Alla leið upp til Guðs!
Sonur minn var sendur einn með flugvél frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur þegar hann var lítill drengur. Langamma hans, sem tók á
móti honum á áfangastað, spurði hann hvort flugvélin hefði ekki farið
voða hátt upp í loftið. 'Jú, alveg uppí himininn,' svaraði drengurinn
rogginn.
'Sástu Guð? Spurði langamman. Drengurinn játti því, ákaflega upp með
sér.
'Og talaðirðu við Hann? Spurði, gamla konan.
'Nei, flugvélin stoppaði ekki'. svaraði sá stutti.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2008 | 01:21
'Harpan hljómar við himnasala ljós'
Þegar stjörnur braga á Himni og ég er einn staddur einhvers staðar á
mörkum hins raunverulegra.
Himininn stirnir og Norðurljós dansa á mörkum þess sem er. Þá ligg ég úti
á hjarninu, uppnuminn frá
hinu jarðneska og stari á þann Guðdómleika í undur þau sem sem enginn
mannlegur máttur fær
skýrt.
Höf. Valdemar Vilhjálmsson
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson