Færsluflokkur: Dægurmál
23.2.2007 | 16:29
Elsku hjartasta blómadýrðin mín! Þrykk og blek
Elsku hjartasta blómadýrðin mín! Sagði gamall og góður vinur minn oft við mig þegar vel lá á honum.
Nú er hann alfarinn austur á land og kannski sé ég hann ekki oft héðan í frá því hann er orðinn gamall maður.
En það væri gaman að heimsækja hann. Hann sagði jú að ég væri alltaf velkomin.
23.2.2007 | 00:39
Móðgunargirni
Það er meira hvað sterarnir fara illa í hann Tító. Hann er orðinn eitthvað svo taugaveiklaður og móðgunargjarn.
Ég þarf meira að segja að dekstra hann til þess að snúa sér að mér þegar við erum komin upp í rúm. Hann liggur alltaf út á ystu brún á rúmstokknum og snýr bakinu í mig og maður sér það alveg á baksvipnum hvað hann er ákveðinn í að sýna mér að hann sé illur út í mig.
Svei mér þá ef við værum í hjónabandi myndi ég halda að við ættum við alvarlegan vanda að stríða . Eyrun á honum vísa alltaf beint aftur eins og hann leggi kollhúfur og skottið sveiflast fram og til baka af þessum líka fítonskrafti. Hann er ekki neitt slappur í því þessi skrattakollur þó hann sé á lyfjum.
Stundum langar mig mest til að klípa hann í þetta loðna skott sitt. En ég stilli mig alltaf um það því hann er nú einu sinni ástarpungurinn minn þó hann sé þessi fýlupoki. Þess vegna passa ég mig á því að tala alltaf blíðlega til hans og spyr hvort það sé ekki allt í lagi með hann og svoleiðis. En hann þykist aldrei heyra í mér og virðir mig ekki viðlits frekar en ég veit ekki hvað.
Kannski hann sé orðinn heyrnarlaus líka. Hann er allavega orðinn það gamall að hann gæti verið farinn að missa heyrn kominn á sextugasta og fimmta aldursár ef hann væri maður en ekki köttur.
En þetta endar alltaf með því að ég læt í minni pokann og dreg hann ósköp varfærnislega að mér og klappa honum í bak og fyrir í leiðinni meðan ég hjala við hann í gælutón.
Og haldiði ekki að kattarskömmin mali svo hástöfum eftir allan leikaraskapinn þegar hann er búinn að koma sér fyrir með aðra framlöppina um hálsinn á mér.
Segiði svo að kettir séu ekki klókir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2007 | 14:27
Klámráðstefnan Málið í hnotskurn - með örfáum orðum
Driebergen - The Netherlands; 22 February 2007
Blablablabla...............
Eftirtektarverð orð sem segja allt sem segja þarf. Tekin beint úr yfirlýsingu Snowgatering ráðstefnunnar.
A country that seems to care more about adult women taking their clothes off - by their own choice, without any pressure or threat
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2007 | 23:36
Ein er upp til fjalla ... þrykk og blek
20.2.2007 | 14:18
þyngra en tárum taki
er að meðtaka svona frétt, en ég táraðist þó. En mér er spurn, hvar er móðirin?
Er hún kannski samsek föðurnum þar sem hún horfði á hann misnota dæturnar? Eða er hún e.t.v.svo gjörsamlega eyðilagt fórnarlamb mannsins síns og barnsföður að hún gat ekki meira og flýði þess vegna óbærilegar aðstæður?
Var ekki einu sinni fær um að taka telpurnar sínar með sér til þess að bjarga þeim frá sömu örlögum og hún sjálf hafði hlotið. Var svo skemmd að móðureðlið sem er eitt það sterkasta afl sem til er í veröldinni var dáið eins og sál hennar sjálfrar.
Það kom ekki fram í fréttinni hvað gert verður til þess að bjarga sálarheill þessarra tveggja ungu ógæfusömu telpna. Kannski skiptir það ekki máli héðan af. Líf þeirra var eyðilagt hvort eð er áður en það var í rauninni byrjað.
Það er heldur ekki hægt að gera neitt það fyrir þessar telpur sem getur að fullu bætt þeim skaðann úr þessu.
Það skiptir því í raun litlu máli fyrir þær hversu langa fangelsdóma þau ómenni hlutu sem léku sér að því að leggja líf þeirra í rúst.
En ég efast þó um að sú staðreynd sé ástæðan fyrir þessum vægu dómum.
Nei því miður er ástæðan sú sama og ætíð í svona málum, algjört skilnings og skeytingarleysi dómsvalda gagnvart morðum á sálum ungra barna og kvenna.
Þyngri refsidómar skipta fyrst og fremst máli að því leyti að þeir myndu ef að líkum lætur koma í veg fyrir tíðni svo hryllilegra afbrota sem þessarra og einnig verða sakamönnunum makleg málagjöld.
![]() |
Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2007 | 00:45
Dýralíf og undarleg saga um móðurlíf.
Yndislegt ungviði og ein góð saga
The Washcloth...Ladies, this has to read, laughed at and passed. There is not a woman alive todwho won't crack up over this!
I was due for an appointment with the gynecologist later in the week.
Early one morning, I received a call from the doctor's office to tell me that I had been rescheduled for that morning at 9:30.
I had only just packed everyone off to work and school, and it was already around 8:45a.m.
The trip to the office took about 35 minutes, so I didn't have any time to spare.
As most women do, I like to take a little extra effort over hygiene when making such visits, but this time I wasn't going to be able to make the full effort.
so, I rushed upstairs, threw off my pjs, wet the washcloth that was sitting next to the sink, and gave myself a quick wash in the area to make sure I was at least presentable. I threw the washcloth in the clothes basket, donned some clothes, hopped in the car and raced to my appointment.
I was in the waiting room for only a few minutes when I was called.
Knowing the procedure, as I'm sure you do, I hopped up on the table, looked over at the other side of the room and pretended that I was in Paris or some other place a million miles away.
I was a little surprised when the doctor said, "My, we have made an extra effort this morning haven't we?" I didn't respond.
After the appointment I heaved a sigh of relief and went home. The rest of the day was normal...some shopping, cleaning and cooking. After school when my 6-year old daughter was playing, she called out from the bathroom,
"Mommy, where's my washcloth?" I told her to get another one from the cupboard. She replied, "No, I need the one that was here by the sink, it had all my glitter and sparkles saved inside it.
" I am never going back to that doctor ever...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2007 | 02:59
Hindin, mynd, þrykk og blek Ljóðabrot eftir Davíð Stefánsson
' Langt inn í skóginn leitar hindin særð,
og leynist þar sem enginn hjörtur býr,
en yfir hana færist fró og værð.
Svo fjarar lífið út.
Ó kviku dýr,reikið þið hægt er rökkva tekur að
og rjúfið ekki heilög skógar vé,
því lítil hind, sem fann sér felu stað
vill fá að deyja ein á bak við tré.
Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,
mun bleikur mosinn engum segja neitt.'
Dægurmál | Breytt 7.5.2007 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.2.2007 | 18:44
Aumingja maðurinn
Dánarorsökin hefur örugglega verið sjónvarpssýki! Þá er eins gott að að passa sig á sjónvarpsglápinu.
Líklega er heilnæmast að takmarka einnig tölvunotkunina því hver veit nema hún sé jafn banvæn og imbakassaáhorfið.
Og ég sem er orðin bloggfíkill!!
![]() |
Látinn fyrir framan sjónvarpið í rúmt ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 18.2.2007 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.2.2007 | 00:34
Deleríum Tremens?
Ég myndi örugglega halda að það væri eitthvert hryllilegt skrímsli í klósettinu álíka og í bókinni 'The It' eftir Stephen King og hlaupa fram æpandi með allt nið´r mig og valda svo hrikalegu hneyksli að ég gæti aldrei látið sjá mig neins staðar eftir það.
Myndi því líklega flýja land og gerast einsetukona í afskekktum helli í Himalafafjöllunum.
Djísus Kræst!!
![]() |
Talandi salerni minna menn á að aka ekki ölvaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2007 | 19:36
Stúlkan í græna kjólnum þrykk- og blek
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar