Leita í fréttum mbl.is

Hindin, mynd, þrykk og blek Ljóðabrot eftir Davíð Stefánsson

Hindin 0012

                                  

                                          ' Langt inn í skóginn leitar hindin særð,
                                           og leynist þar sem enginn hjörtur býr,
                                           en yfir hana færist fró og værð.
                                           Svo fjarar lífið út.

                                           Ó kviku dýr,reikið þið hægt er rökkva tekur að
                                           og rjúfið ekki heilög skógar vé,
                                           því lítil hind, sem fann sér felu stað
                                           vill fá að deyja ein á bak við tré.

                                           Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,
                                           mun bleikur mosinn engum segja neitt.'


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Langt inn í skóginn leitar hindin særð,

og leynist þar sem enginn hjörtur býr,

en yfir hana færist fró og værð.

Svo fjarar lífið út.

Ó kviku dýr,reikið þið hægt er rökkva tekur að

og rjúfið ekki heilög skógar vé,

því lítil hind, sem fann sér felu stað

vill fá að deyja ein á bak við tré.

Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,

mun bleikur mosinn engum segja neitt.

þetta er talsvert lengra en er gríðarlega fallegt enda er þetta Davíð.

Pétur Þór Jónsson, 18.2.2007 kl. 03:48

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég kannast við þetta kvæði Pétur. Það er eitt það fallegasta ljóð sem til er og svo sorglegt. þakka þér fyrir að senda mér það.

Svava frá Strandbergi , 18.2.2007 kl. 04:07

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta ljóð endar á þann ég man það ekki orðrétt , að þegar morgnar fara öll dýr skógarins á kreik nema þessi litla hvíta hind.

Svava frá Strandbergi , 18.2.2007 kl. 04:10

4 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Síðasta erindið er a þessa leið,

Er fuglar hefja flug og morgunsöng

og fagna því að ljómar dagur nýr

þá koma öll hin ungu þyrstu dýr

að uppsprettunnar silfutæru lind

öll nema þessi eina hvíta hind.

Pétur Þór Jónsson, 18.2.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

sorglegt og svo fallegt. Guðný mín..segi það og skirfa. Mynirnar þínar eru einstakar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.2.2007 kl. 17:57

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Æ Katrín. Takk, en mér finnst þessi mynd einhvern veginn ekki nógu góð. Er ekki guli liturinn of sterkur og þess vegna ekki nógu mikil fjarlægð í henni?
Please tell me if you agree.

Svava frá Strandbergi , 18.2.2007 kl. 18:15

7 Smámynd: Adda bloggar

bestu kveðjur á konudaginn

Adda bloggar, 18.2.2007 kl. 19:52

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei mér finnst einmitt guli liturinn gefa myndinni gildi. Birtan í drunganum. Viðheldur voninni. Dregur mann inn til að dvelja.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.2.2007 kl. 21:15

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bestu kveðju líka Laugatún á konudaginn.  Því miður kemst ég ekki lengur inná bloggið ykkar þó við séum bloggvinir. Ég hef ekkert aðgangsorð.

Svava frá Strandbergi , 18.2.2007 kl. 21:21

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Katrín mín. Þú hresstir uppá egóið mitt. Til hamingju með konudaginn.

Svava frá Strandbergi , 18.2.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband