12.3.2008 | 15:43
La Fontainsagan?
Nýr gjaldmiðill innan 3 ára? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2008 | 01:15
Vorgyðjan
Ég hlakka svo til
þegar vorgyðjan kemur dansandi
með sunnangolunni
um sólkvik stræti og torg
og smellir
svo brennheitum kossi
á nakin trén
að þau opna feimnislega
litlu
brumhnappana
og klæðast
sínum laufléttu kjólum
Og blómin
sem hafa sofið
á sitt græna eyra
undir snjó og köldum klaka
kipra augun mót birtunni
og brosa hringinn
alveg eins og ég.
Menning og listir | Breytt 11.3.2008 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2008 | 14:27
Uss, öllu er nú stolið frá manni!
Ég átti bara eftir að útfæra hugmyndina, aðeins betur, kannski eitthvað í átt við það sem sýnt er á þessu myndbandi, en ekki svona fyrirferðarmikið apparat samt, nei ó ónei.
En maður er alltaf aðeins of seinn á sér og þá er öllu stolið frá manni.
Annars finnst mér plastpokinn minn, miklu flottari heldur en þessi 'geimfararegnhlíf'. það fer minna fyrir honum og það er hægt að brjóta hann saman og setja í vasann.
Svo er ég líka viss um að geimfararegnhlífin taki á sig ansi mikinn vind, svona stór eins og hún er.
Maður getur hreinlega tekist á loft með þetta fríkaða ferlíki á öxlunum. Þá fyrst myndi maður nú fríka út og er maður þó nógu fríkaður fyrir.
Ný regnhlíf vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2008 | 00:31
Leiftur liðins tíma
Oft er það svo þegar maður lítur um öxl að maður sér að margt hefði mátt betur fara í lífinu. Vinir hafa komið og farið og svo á við um ástvini líka.
Hann Bjössi refur, sambýlismaður minn til 2ja ára og vinur í raun í 13 ár, er mér ofarlega í huga þessa dagana, nú þegar mér hefur af vissum orsökum liðið mjög illa.
Alltaf stóð hann eins og klettur við hliðina á mér á hverju sem gekk í lífi mínu og sá ætíð til þess að mér liði sem allra best.
Þó við bærum ekki gæfu til að búa lengur saman en í tvö ár, gat ég alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á og margt skemmtilegt brölluðum við
saman.
Eins og til dæmis þegar hann gerðist fyrirsæta hjá mér, nýkominn heim úr vinnunni, drullugur upp fyrir haus.
Ég kom mér fyrir liggjandi á gólfinu og sagði honum til. Á nokkrum myndanna vildi ég hafa hann sofandi og hann lék það óaðfinnanlega. Svo greiddi ég hárið á honum út og suður og sprayjaði það með hárlakki og smellti svo af og það urðu vægast sagt skemmtilegar myndir.
Ég ætlaði á sínum tíma að halda sýningu á Mokka á þessum myndum af Bjössa, undir þemanu Hláturinn lengir lífið, en einhvern veginn varð aldrei neitt af því.
Hann er 14 árum eldri en ég hann Bjössi refur, en samt er hann eins ungur í anda og nýsyndur andarungi á fögru vori.
Sífellt var hann í góðu skapi og tók lífinu létt, sagði margan brandarann og hló þá manna hæst að honum sjálfur, oft svo mikið að brandarinn varð algjörlega óskiljanlegur. Hann kom ekki orðunum út úr sér fyrir hlátri, en það var allt í góðu, því þá varð Bjössi refur, bara sjálfur aðalbrandarinn.
Hann kallaði mig alltaf, annað hvort, Elsku hjartasta blómadýrðin mín, eða þá Smyrðin mín. Og ég minnist alltaf hlýjunnar sem fylgdi þessum orðum hans.
Nú er Bjössi fluttur fyrir tveimur árum á elliheimilið í sinni heimabyggð í kauptúni á austurlandi, en við erum alltaf í símasambandi og hann er ennþá að segja brandara sína, núna í gegnum símann og hann hlær oft svo hátt að ég verð að halda tólinu langt frá eyranu meðan mestu rokurnar ganga yfir.
Bjössi trúir á Maríu Guðsmóður og hafði alltaf styttu af henni, sem ég gaf honum á náttborðinu sínu. Hann sagði mér oft að hann væri engill og hefði verið sendur til jarðarinnar til þess eins að gerast verndarengill minn og það væri hans eini tilgangur í þessu lífi og ég trúi honum alveg.
Lítil börn sem sáu Bjössa í fyrsta sinn, kannski nýfarin að ganga, staðnæmdust oft fyrst við hné hans og litu upp á andlit hans. Síðan skriðu þau upp í fang hans og steinsofnuðu svo upp við breiða brjóstið hans.
Daníel sonarsonur minn elskaði Bjössa og klifraði alltaf upp í fang hans og kallaði hann afa og það var ekki laust við að raunverulegi afinn, fyrrverandi maðurinn minn, væri afbrýðisamur eitt sinn þegar hann heyrði Daníel kalla Bjössa afa, í barnaafmæli hjá syni mínum.
Hann Bjössi refur, er og hefur verið, mér vinur í raun síðan við hittumst fyrst og enn get ég hallað mér upp að breiða brjóstinu hans í anda, þar sem hann er svo fjarri og heyrt hjartað hans slá. Hjartað hans sem er úr skíragulli eins og í öllum englum Guðs.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2008 | 22:23
Næturganga
dafna
ekki blóm
því niðdimm nótt
með kaldri hendi
lýkur
um sérhvert blóm
á næturgöngu
minni.
Á vegi mínum
deyja
lítil blóm.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2008 | 04:00
Gamla gatan
Ó, gamla gatan mín
ég glaður vitja þín
og horfnar stundir heilsa mér
Hér gekk ég gullin spor
mín góðu bernskuvor,
sem liðu burt í leik hjá þér.
Í sól og sumaryl
hve sælt að vera til,
við þekktum hvorki boð né bann
en kveiktum ástareld,
sem öll hin rauðu kveld
í ungum hjörtum okkar brann.
Dagarnir hurfu með draumsins þyt.
Dóu mín sumarblóm.
Nú geymi ég þeirra ljós og lit,
sem lifandi helgidóm.
það berast ómar inn,
ég opna gluggann minn,
og um mig leikur andi hlýr,
því æskan fram hjá fer,
til fundar hraðar sér
að yrkja lífs síns ævintýr.
Lag: Oddgeir Kristjánsson Texti: Ási í Bæ
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.2.2008 | 22:11
'Álfadans'
'Í tungsljósi á ís yfir Tungufljót ég reið,
teygða ég þar hestins á snarpasta skeið;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hart greip hann sprettinn og sparði ei afl,
spegilhált var svellið og stæltur var skafl.
En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Allt í einu fældist og frýsaði hátt
fákurinn og öfuga snerist í átt.
Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Gat ég að líta, hvar álfa fimur fans
fetaði út í vatnið og sté þar í dans.
Já, viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hver um annan kyrpingur kænlega hljóp,
köldum geislum stafaði fölvan á hóp,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Annarleg sveif mér þá löngun í lund,
lysti mig að sækja þann kynlega fund;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
En ei fékk ég hestinum otað úr stað,
og lof sé Guði fyrir, hann bannaði það,
því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Því þar sem álfar frömdu sinn feiknstafaleik,
feigðarhylur gein þar, og spöngin var veik,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.'
Grímur Thomsen 1820-1896
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.2.2008 | 20:35
Þetta kemur ekkert lauslæti við
Stúlkan er bara svona frjó og vafalaust fær hún ekki leyfi til þess að nota neinar getnaðarvarnir, í landi þar sem flestir eru kaþólskir.
En ungar stúlkur sofa hjá nú til dags og kaþólikkar ættu að sjá sóma sinn í því að leyfa getnaðarvarnir, því ekki er auðvelt að vera 7 barna móðir aðeins 16 ára gömul.
Móðir mín eignaðist reyndar þríbura, sem fæddust þrem mánuðum fyrir tímann. Því var trúað í þá daga að börn sem fæddust svona löngu fyrir tímann, gætu ekki lifað, þess vegna var ekkert hlúð að þríburunum. Þeir voru bara lagðir naktir á rúmdýnu, ekki svo mikið sem vafið handklæði utan um þá. Mömmu var ekki einu sinni leyft að sjá börnin , en heyrði þau gráta í u.þ.b. klukkutíma, svo hljóðnuðu þau smám saman.
Síðan þegar læknirinn og ljósmóðirin voru farin læddist hún fram til þess að skoða börnin sín, þó hún ætti að liggja í rúminu í 10 daga samkvæmt hefðinni í gamla daga.
Þríburarnir voru fullsköpuð börn með neglur meira að segja. I dag hefði allt verið gert, til þess að halda þessum börnum á lífi. Aumingja mamma mín að hafa þurft að þola þetta.
Síðan eignaðist mamma mig ári seinna og tveimur árum eftir það fæddi hún tvíbura, tveimur mánuðum fyrir tímann.
En mamma var séð þá, því hún skrökvaði því að hún væri gengin átta mánuði með, því annars hefðu ófæddu börnin hennar, farið sömu leið og þríburarnir, þar sem því var haldið fram í þá daga að börn yrðu að vera að minnsta kosti búin að vera átta mánuði í móðurkviði þegar þau fæddust til þess að hafa einhverja möguleika á að geta lifað.
Ég sjálf á tvo drengi og eina stúlku. Strákarnir eiga báðir börn og ég er orðin fjórföld amma og það fimmta er á leiðinn hjá tengdadóttur minni.
En dóttir mín á ekkert barn ennþá. Ekkert af barnabörnunum eru tví eða þríburar, þar sem fjölburafæðingar erfast í kvenlegg og hlaupa yfir einn ættlið.
Dóttir mín getur því átt von á því að eignast tví eða þríbura samkvæmt því að fjölburafæðingar erfast frá ömmu til dótturdóttur, enda hefur dóttir mín oft talað um þetta og er hálf nervus yfir þessu.
En sem betur fer er hún vel menntuð og orðin þroskaðri en þessi 16 ára argentínska stúlka.
Svo á hún góðan kærasta. Hún mun því vafalaust geta séð vel fyrir börnunum sínum hvort sem hún eignast tví eða þríbura, eða ekki.
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson