15.5.2008 | 00:46
Vinátta og friður eða Ying og Yang
Hve ég vildi óska að allir menn í heiminum ekki bara í landinu okkar væru eins góðir vinir eins og hann Tító minn og hann Gosi minn, sem hér lúra saman eins og þeir gera svo oft.
það berast sífellt hræðilegar fréttir utan úr heimi, eins og t.d. frá Austurríki, þar sem hver hörmungaratburðurinn rekur annan. Mannvonskan virðist oft ekki eiga sér nein takmörk.
Jarðskjálftar skekja Kína þar sem fólk liggur grafið undir rústum og á sér enga lífsvon og í Mjanmar eða Búrma voru nýlega hryllileg flóð þar sem tugþúsundir ef ekki hundruð þúsund manna létu lífið.
Hér heima er allt á niðurleið, kreppan farin að segja til sín og fólki sagt upp störfum í tugatali. Lóðir sem fólk hefur keypt er skilað og óseldir bílar hrannast upp.
Og borgarstjórnin okkar er í bullandi upplausn, því þar er hver höndin upp á móti annarri, enda hafa sjálfstæðismenn tapað miklu fylgi meðal borgarbúa.
En þó skein sólin í dag í Reykjavík og túlípanarnir úti í garði opnuðu krónur sínar mót sólinni, lífgjafa okkar allra. Hunangsflugurnar sveimuðu á milli þeirra á fullu við að safna hunangi og börnin léku sér á hjólunum sínum og hrópuðu og kölluðu glaðlega sín á milli, á pólsku.
Ég horfði á þau og hugsaði með mér, hve allt er breytingum undirorpið. það eru ekki nema svona rúmur áratugur síðan flestallir Íslendingar voru innbornir hér á landi. En í dag er mannflóran orðin litríkari. Börnin hér í hverfinu og fullorðna fólkið líka, er orðið alla vegana á litinn, hvítt, brúnt, gult og svart. Og það heyrir til undantekninga að sjá litla glókolla að leik, hvað þá rauðhausa.
En mér er nokk sama hvernig fólk er á litinn, það er innrætið sem skiptir mestu máli en ekki hörundsliturinn og sjálf á ég þrjú barnabörn sem eru asísk í móðurætt,. Ég sé þau bara alltof sjaldan og bráðum bætist meira að segja eitt barn við hjá þeirri fjölskyldu.
En svo á ég eitt barnabarna í viðbót, sonarson sem er ljóshærður og með þau bláustu augu sem ég hef á ævi minni séð.,( fyrir utan augun hans Tíós.) En öll barnabörnin mín standa samt hjarta mínu jafnnærri.
Dóttir mín og tengdasonur sem fara utan á næstunni til þess að víkka sjóndeildarhringinn munu ekki gefa mér barnbörn næstu tvö árin sagði dóttir mín. Ég hugsa stundum hvort 'heilaþvottur' minn á henni þegar hún var lítil telpa hafi dugað svona vel eða hvort allt sem hún hefur gert sé alfarið frá henni sjálfri komið?
Ég innrætti henni fyrst og fremst að mennta sig vel, fá sér góða vinnu, eignast eigið húsnæði og sjá heiminn og svo skyldi hún fyrst þar á eftir, fara að huga að barneignum.
Allt hefur þetta gengið eftir hjá henni og nú er komið að því að búa í útlöndum. Svo eru þau líka að fara í sumar í tveggja vikna frí til Parísar. Þau fóru sniðuglega að því, þar sem þau hafa íbúaskipti við Parísarbúa.
Já, allt gengur sinn vanagang í heiminum þrátt fyrir stríð og ógnaröld og ég er bráðum á leiðinni út í heim líka. þó að ekki fari ég langt, aðeins til Danmerkur, en þangað er alltaf jafngaman að koma. Ég hef ekki áhyggjur af þeim Tító og Gosa á meðan, því börnin mín ætla að skiptast á um að koma til þeirra, (svo þarf auðvitað að vökva blómin mín á meðan líka.)
En fyrst og fremst munu kislingarnir mínir gæta hvors annars á meðan ég er í burtu, leika sér í blómskrúðinu á svölunum og kúra sig að hvor öðrum meðan þeir bíða þess að 'mamma' komi heim.
Ó hve það er góð tilfinning, að einhver muni sakna manns þegar maður skreppur frá í smátíma.
13.5.2008 | 23:57
Viskukornið
9.5.2008 | 21:03
Prom dress
**Dad makes prom dress out of
condoms**
About the time you thought
you had seen it all,
here's a 'safe sex' dress!
Pretty original,
to say the least
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.5.2008 | 15:05
Bévítis herforingjastjórnin í Mjanmar
SÞ stöðva flutning hjálpargagna til Búrma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 00:22
Veistu það, - sonur minn?
Augu þín eru köld og full tortryggni, - sonur minn.
Veistu, að ég vildi aldrei gefa þér brjóst
og að ég vildi ekki hafa vögguna þína inni hjá mér
og að amma þín gekk þér fyrst í móðurstað?
Veistu það, - sonur minn?
Veistu, að ég grét mig í svefn á hverju kvöldi
og bað til Guðs að ég yrði þér betri móðir á morgun,
að ég hrópaði á Hann,
'hvað er að mér!' 'Hvers vegna er ég svona?'
Veistu, hve sektarkenndin nagar mig
og hversu sárt það er að þú viljir ekki tala við mig
og að ég fái ekki að umgangast barnabörnin mín?
Veistu það, - sonur minn?
Veistu, að ég er enn þá bara átta ára
og ég sit enn út´í horninu.
Lítil stúlka í hnipri,
skelfingu lostin,
heimurinn að hrynja.
Á veggnum, stór svartur skuggi
með útréttar vondar hendur.
Veistu það, - sonur minn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2008 | 13:11
Sýniárátta eða sönn ást?
Ég verð nú að viðurkenna það, að djúpt undir niðri hef ég aldrei skilið af hverju flestallir samkynhneigðir sem taka virkan þátt í gleðigöngunni, á prömmunum, á Gay Pride þurfa endilega að vera hálfnaktir.
Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum og fólk sem ég tel til vina minna er margt samkynhneigt eða bisexual, en er virkilega þörf á að sýna svona mikið af skrokknum á sér í þessari gleðigöngu?
Ekki elskum við bara með líkamanum, heldur sálinni líka.
Mér finnst samt gaman að horfa á gönguna þó að öll þessi hálfnekt hafi vakið upp þessa spurningu í huga mér.
Telur gleðigöngu samkynhneigðra sýniáráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2008 | 03:20
Grænir fingur
Ég er með svo græna fingur,
að ég er að hugsa um
að taka af mér afleggjara
áður en ég dey.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2008 | 15:01
Hvers vegna Guð gaf okkur gæludýr
Þau líta eftir börnunum okkar.
Þau líta eftir þeim sem eru minni máttar.
Þau hugsa jákvætt.
Þau hjálpa þér þegar þú ert langt niðri.
þau elska bangsana sína.
Þau eru til í að testa vatnið fyrir þig.
Þau sýna okkur hvernig á að slappa af.
Og öll vita þau hver nær við þurfum á brosi að halda.
3.5.2008 | 00:31
I´m in love, I´m in love, I´m in love!
Wiht this cat.
Þetta er ragdoll læða sem á heima í Svíþjóð. Litirnir og feldurinn minna mig á Tító minn. Ég ætla að eignast svona kisu þegar elsku Tító minn er allur, en hann verður alltaf slappari og slappari. Það eru tveir aðilar sem rækta þessa tegund katta hér á Íslandi, en ég veit ekki hvort þeir eru með þennan lit sem minnir mig svo á Tító. Ég hef séð einn sem heitir Xantos á Kynjakattasýingunni, en hann er því miður blár og hvítur. Svo veit ég um annan ræktanda sem á ragdoll kisu með dökka grímu. En ég get beðið þar til þessi brúntóna og hvíti litur kemur til Íslands, því ég verð örugglega lengi að jafna mig eftir að Tító yfirgefur mig, svo á hann vonandi eitthvað eftir elsku vinurinn minn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.5.2008 | 23:20
Gullkorn úr ýmsum áttum og sumarblóm
Mesta og torræðasta gáta mannanna er maðurinn sjálfur. Bæði hið ómálga barn sem rjálar við fingur sér, og hinn snjallasti vísindamaður, sem leiðir fram ný sannindi eru að leita lausnar á þeirri gátu. (Pálmi Hannesson)
Andi mannsins er lampi frá Drottni. (Orðskviðir Salómons)
Ég hef aldrei hitt neinn, sem var til einskis nýtur. Hver maður býr yfir einhverju, ef hann fær tækifæri.( Henry Ford)
Guð heldur mest upp á venjulegt fólk. Það er þess vegna sem hann hefur gert svo marga þannig.( Abraham Lincoln)
Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði. (Jesús Kristur)
Nú veit ég að sumarið sefur
í sál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans.
(Tómas Guðmundsson)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Íþróttir
- Hef aldrei upplifað annað eins
- Diljá skoraði þegar Leuven komst á toppinn
- Meistararnir niðurlægðir á heimavelli (myndskeið)
- Stórleikur Ómars dugði ekki til
- Sveindís kom af bekknum og skoraði tvö
- Fjögurra marka veisla í Birmingham (myndskeið)
- Brasilískt þema í frábærum útisigri (Myndskeið)
- Rautt spjald í markalausu jafntefli (myndskeið)
- Sterkur sigur Brighton (myndskeið)
- Fyrsta mark táningsins í sannfærandi sigri (myndskeið)