Leita í fréttum mbl.is

Gullkorn úr ýmsum áttum og sumarblóm

 

scan0002 Sumarblóm

 

Mesta og torræðasta gáta mannanna er maðurinn sjálfur. Bæði hið ómálga barn sem rjálar við fingur sér, og hinn snjallasti vísindamaður, sem leiðir fram ný sannindi eru að leita lausnar á þeirri gátu.  (Pálmi Hannesson)

 

Andi mannsins er lampi frá Drottni. (Orðskviðir Salómons)

 

Ég hef aldrei hitt neinn, sem var til einskis nýtur. Hver maður býr yfir einhverju, ef hann fær tækifæri.( Henry Ford)

 

Guð heldur mest upp á venjulegt fólk. Það er þess vegna sem hann hefur gert svo marga þannig.( Abraham Lincoln) 

 

Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði. (Jesús Kristur)

 

Nú veit ég að sumarið sefur
í sál hvers einasta  manns.
Eitt einasta augnablik getur
brætt ísinn frá brjósti hans.

(Tómas Guðmundsson) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er spakmæla og gullkornafrík og þigg svona færslur með þökkum. Takk, takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Verði þér að góðu nafna.

Svava frá Strandbergi , 3.5.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband