Leita í fréttum mbl.is

Sýniárátta eða sönn ást?

Ég verð nú að viðurkenna það, að djúpt undir niðri hef ég aldrei skilið af hverju flestallir samkynhneigðir sem taka virkan þátt í gleðigöngunni,  á prömmunum, á Gay Pride þurfa endilega að vera hálfnaktir.

Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum og fólk sem ég tel til vina minna er margt samkynhneigt eða bisexual, en er virkilega þörf á að sýna svona mikið af skrokknum á sér í þessari gleðigöngu?
Ekki elskum við bara með líkamanum, heldur sálinni líka.

Mér finnst samt gaman að horfa á gönguna þó að öll þessi hálfnekt hafi vakið upp þessa spurningu í huga mér. 


mbl.is Telur gleðigöngu samkynhneigðra sýniáráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er óþolandi að fólk skreyti sig með kynhneigð sinni og það er síður en svo til þess fallið að maður taki fólki eins og hverjum öðrum.Eins og þú á ég vini sem eru samkynhneigðir en ég sé ekki fyrir mér að Árni vinur minn segi:Hææijj ég heiti Árni og..gvööööööð veistu hvað!!!!! ég er ...hommi...tihitihitihi.  OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ??  Ég fæ bara ekki séð hvað er svona merkilegt við það að vera......................

Haraldur Davíðsson, 7.5.2008 kl. 13:26

2 identicon

Hefur þú nokkurntíma séð Gay Pride á Íslandi?  Eða sá hugurinn þinn eitthvað annað en augun?  "Flestallir þátttakendur hálfnaktir!!  Mér hef nú tekið þátt í þeim flestum og sýnist flestir vera í skrautlegum búningum og  lítill hluti hálfnaktir, enda oft kalt í veðri á Íslandi.

Þú ættir kannski að skoða ljósmyndir frá Gay pride og telja þá sem eru hálfnaktir.

http://www.gaypride.is/Index/Myndirogmyndbond/

Geir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG finn alltaf fyrir neikvæðni í garð samkynhneigðra þegar ég sé þessa nekt, að öðru leiti finnst mér þeirra ástarlíf ekkert merkilegra en okkar. Finnst ekki þurfa þessa göngu.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 13:43

4 identicon

Ég vil varpa einfaldlega þeirri spurningu fram til þeirra sem hér rita, hvort þeir hafi einhvern tíman upplifað þá félagslegu einangrun sem samkynhneigð getur falið í sér. Þá fordóma sem skortur á þessum "hræðilega" sýnileika ýtir undir og þann einmannaleika sem samkynhneigt fólk getur upplifað, þegar því líður eins og það eigi við einhverskonar vandamál að stríða og sé eitt í heiminum um þann vanda.

Við erum blessunarlega ekki með mikið af slíkum vandamálum á háu stigi hér á Íslandi í dag, en slík vandamál hafa verið slæm hér áður, eru svo sannarlega enn til í dag og eru mjög svo slæm víðsvegar um heiminn. Ég hef unnið með nógu mikið af slíku fólki, þá ekki síst unglingum sem skilja ekki af hverju þau eru svona "öðruvísi" til að sjá það að þessi sýnileiki er mjög svo mikilvægur. Því til viðbótar snýst gleðigangan hér á Íslandi um miklu meira en bara sýnileika. Við þetta tækifæri fara samkynhneigðir einstaklingar í bæinn með vinum, fjölskyldu og öðru skyldfólki og með því sýna allir nákomnir sinn stuðning við einstaklinginn - sem er eitthvað sem margir einstaklingar þurfa - og veit ég til þess að margir upplifa þetta sem einn sinn uppáhaldsdag á árinu, ekki síst útaf þessu.

Við skulum líka athuga það að þeir sem eru á þessum "pöllum" í göngunni eru afskaplega lítill hópur þeirra samkynhneigðra og aðstandenda sem eru í göngunni sem slíkri. Líkt og í hverju samfélagi er einnig þar ákveðinn hópur sem eru listrænni en aðrir, ákveðinn hópur sem er meiri "extrovert" heldur en "introvert, ákveðinn hópur sem hefur meiri þörf til að tjá sig, o.s.frv. Þessir hópar finna sínar leiðir til að tjá sig. Eftirminnilegast fannst mér t.d. í fyrra ekki hópur tengdur "hálfri nekt" heldur mannréttindahópur klæddur bolum sem vöktu athygli á því að samkynhneigð er ólögleg í 100 löndum í dag. Þessi ganga minnir því líka á baráttuna sem er langt frá því að vera lokið, þó að gífurlegar framfarir hafi orðið í þessum málum á Íslandi síðustu áratugi. Ekki virðist veita af, miðað við fréttir frá ýmsum löndum þar sem fólki er misþyrmt illilega og það jafnvel líflátið fyrir ýmist það eitt að vera samkynhneigt, eða að taka þátt í svona göngu. En það gerir það samt, til að halda baráttunni áfram. Samkynhneigðir fara einnig í þessa göngu í virðingaskyni við þá huguðu brautryðjendur sem gerðu þeim kleift að nálgast eðlileg mannréttindi hér á Íslandi, sem og þá sem enn berjast erlendis. Svo má ekki gleyma því að þessi ganga er líka vettvangur þeirra til að þakka samfélaginu stuðninginn.

Það vill svo til að mér persónulega finnst nekt að öllu jöfnu ekki mikilvægur eða merkilegur hluti tjáningar, en ég fordæmi þó ekki fólk sem hefur aðra sýn á það.

Að lokum langar mig bara að taka fram að ég nota orðið samkynhneigðir hér eingöngu til einföldunar textans, þó ég eigi við sam- og tvíkynhneigða, jafnt sem transgender fólk (og sálfræðilega og félagslega hliðin á auðvitað við um flesta minnihlutahópa).

Kristján (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta eru ansi skrautlegar göngur.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 18:46

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er ekki með neinar fordæmingar á fólki, Kristján. Ég varpaði aðeins fram spurningu.

Svava frá Strandbergi , 7.5.2008 kl. 22:32

7 identicon

Í raun sé ég ekki alveg að þetta sé spurning, en lýsi í raun frekar skoðun þinni á gay pride og þá sérstaklega fáklæddum einstaklingum göngunnar. Gay pride er ekki farin á hverju ár til að sýna sanna ást að ég viti enda gæti það reynst mörgum mjög erfitt að sýna þá tilfinningu. Ég held að gay pride snúist um stolt og gleði og gæti þessi hálfnekt sem vekur furðu þína gefið til kynna að viðkomandi hópur sé í raun stoltur af fögrum líkama sýnum.

;)

Benedikt (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:47

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er nú samt spurning Benedíkt sem ég varpaði fram, hvað sem þér finnst um það hefur ekkert með skoðun mína á göngunni að gera. Mér finnst þetta skemmtileg ganga og stuð í bænum þegar hún fer fram. 

Ég var bara svona aðeins að pæla í því hvort fleiri göngur gætu þá ekki allt eins tekið upp þessa hálfnekt, eða hálfklæðnað. T.d. kröfugangan 1. maí, ganga Alþingis frá Alþingishúsinu til Dómkirkjunnar,  prestagangan í Skálholti á kirkjuþingi  og s.fr.v og s. fr.v. og allir yrðu þá rosa happý með að horfa á fagra kroppa við  sem flest tækifæri.

Svava frá Strandbergi , 9.5.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband