Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
15.3.2008 | 23:27
Ég hugsa of mikið
Ég hugsa of mikið
um það
sem ég má ekki hugsa
og hugsa um af hverju
ég hugsa
svo mikið um það
ég hugsa að ég verði
að hugsa um
að hætta að hugsa
-eða- ég hugsa -það.
Guðný Svava Strandberg.
Ég var eitthvað slöpp í morgun, ætlaði bara ekki að geta farið á fætur fyrir þreytu. Þess vegna lá ég áfram í rúminu eins og skata og mókti og hugsaði líka, dálítið mikið, þangað til, (ég skammast mín fyrir að segja frá því), klukkan hálf fjögur um eftirmiðdaginn, þegar systir mín hringdi og boðaði komu sína.
Ég fékk reyndar, tvær heimsóknir, fyrst kom systir mín og síðan kom dóttir mín óvænt í heimsókn, hún hafði verið á skíðum uppi í Bláfjöllum með bróður sínum, miðsyni mínum, en kærastinn hennar var að vinna. Hann vinnur við bókhald og er alltaf að vinna mikla eftirvinnu og oft um helgar.
Systir mín keypti af mér mynd, þessa sem er með færslunni um vorgyðjuna. Ég ætla með hana í innrömmun fyrir hana á mánudaginn því ég fæ afslátt, en ekki hún.
Ég er mjög ánægð með að systir mín hafi keypt þessa mynd og vona að hún finni henni góðan stað í nýja húsinu sínu.
Þegar systir mín var farin fórum við dóttir mín, aðeins út í búð, því ég þurfti að kaupa smávegis inn. Ég var rosa skynsöm í fæðuvali til að byrja með, keypti vínber, tómata, banana, eplasafa og fleira heilsusamlegt, en svo rak ég augun í þær, Kókosbollurnar!, fjórar saman í glæru plastboxi. Og auðvitað keypti ég þær, því ég er sjúk í þetta sælgæti, svo sjúk, að ég borðaði þrjár í kvöldmatinn og drakk smá hvítvín með. Það er ekki furða að maður sé slappur í maganum að láta svona ofan í sig, en þær eru bara svo sjúúúklega góðar!
Síðan var ég að reyna að taka myndir af myndunum mínum og ætlaði að taka þær í dagsbirtu, úti á svölum, svo það kæmi ekki þessi hvíti glampi alltaf, en þá kunni ég ekki að taka flassið af og áður en ég vissi af voru batteríin búin. Þá voru góð ráð dýr, ég varð að fara út í sjoppu og kaupa batterí og hringja svo í miðson minn og fá leiðbeiningar með hvernig ég ætti að taka flassið af vélinni. Þessi sonur minn er mín helsta hjálparhella og leysir yfirleitt alltaf öll mín vandamál, enda tókst honum að kenna mér þetta í gegnum símann.
Svo tók ég Tító og Gosa og burstaði þá hátt og lágt með nýja burstanum sem dóttir mín gaf mér blessunin. Þetta er einhver undrabursti. Þegar ég bursta Tító sem er með löng hár, liggur við að burstinn rýi hann inn að skinni, hárflygsurnar fljúga af í hrönnum og safnast saman í stóran haug fyrir neðan kollinn sem hann situr á meðan ég bursta hann. Og ruslafatan inni á baði verður hálffull þegar ég er búin að troða hárbunkanum ofan í hana.
Samt er alltaf nóg hár eftir á Tító og hann elskar að láta bursta sig svona. Gosi er miklu fastheldnari á feldinn sinn. það fer varla nokkurt hár af honum þegar ég bursta hann með undraburstanum, en Gosi er líka snöggur á feldinn, en Gosi elskar samt líka að láta bursta sig eins og Tító.
Það er svo fyndið að þeir stökkva alltaf báðir upp á kollinn þegar ég fer inn á bað í von um að fá burstun. Og svo reyna þeir að bola hvor öðrum í burtu með því að halla sér harkalega í átt hvor að öðrum, með þeim afleiðingum að annar þeirra dettur ofan af kollinum, oftast Gosi litli. En hann fær samt sinn tíma á eftir frekjudallinum og hefðarkettinum honum Tító, sem vill alltaf vera númer eitt í öllu.
Mér fannst ekkert varið í Spaugstofuna í kvöld og ekki heldur myndina sem kom á eftir. Mér finnst orðið lélegt efni stundum í sjónvarpinu, þess vegna hlakka ég til á mánudaginn þegar ég fæ afruglara frá Símanum og get valið mér myndir.
En ég hlakka samt enn meira til næsta miðvikudag klukkan átta um kvöldið því þá verðum við dóttir mín að koma okkur fyrir í sætum okkar í Íslensku óperunni til að horfa á La traviata.
14.3.2008 | 01:10
Á Hannesarhól
Við rætur fjallsins er ofurlítill hóll
sem stendur í þeirri meiningu
að hann - sé líka - fjall.
Guðný Svava Strandberg.
Höfundarréttur tekinn alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.3.2008 | 14:16
Hélt ég væri að drepast
Ég er búin að vera lasin undanfarið, síðan ég vaknaði upp einn morgun með svo rosalegan verk fyrir brjóstinu að ég hélt ég væri að drepast. Sem betur fer var síminn á náttborðinu hjá mér og ég hringdi strax í 112.
Svo þegar sjúkratæknarnir komu gat ég ekki hreyft mig til þess að opna útidyrnar . Þeir hringdu þá í mig og sögðust ætla að kalla á lögregluna til þess að brjóta rúðu í útidyrunum svo þeir kæmust inn. En löggan var þá svo klók að hún fór bak við húsið og þá voru bakdyrnar sem betur fer opnar.
Þetta var lán í óláni því enginn var heima í allri blokkinni nema ég. Svo sem betur fer hafði ég svo gleymt að læsa dyrunum að íbúðinni minni.
Herbergið mitt fylltist því fljótlega af rauðklæddum mönnum sem flettu utan af mér blússunni svo ég lá þarna hálfnakin og tóku svo hjartalínurit, gáfu mér morfín og súrefni og hvað eina.
Tító var öskureiður yfir þessum aðförum og ætlaði að verja mig fyrir köllunum með því að liggja utan um hálsinn á mér, en hann var rekinn fram á gang með harðri hendi þar sem hann æddi fram og til baka eins og ljón í búri . Hann minnti víst einna helst á áhyggjufullan tilvonandi föður. En Gosi var svo hræddur að hann faldi sig greyið.
Svo var keyrt með blikkandi ljósum niður á bráðamóttöku. þar var ég rannsökuð í bak og fyrir og gefið meira morfín og súrefni. Mér var farið að líða þrusuvel og vissi orðið hvorki í þennan heim né annan. Ég var þarna í eilífðartíma en ekki gátu læknarnir sagt með vissu hvort þetta væri hjartað mitt sem væri að bila, en sögðust þó ekki geta svarið fyrir það.
Svo var ég bara útskrifuð til þess að spítalinn þyrfti ekki að borga fyrir allt heila klabbið og mér verður sendur reikningurinn. Nú svo er ég búin að fá boð um að mæta í áreynslupróf og magaspeglun. Ég sofna alltaf út frá þessum fjárans verk og vakna við hann á morgnana. Ég vona bara til Guðs að þetta sé eitthvað í mallanum mínum, en ekki elsku hjartað mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.3.2008 | 15:43
La Fontainsagan?
Nýr gjaldmiðill innan 3 ára? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2008 | 01:15
Vorgyðjan
Ég hlakka svo til
þegar vorgyðjan kemur dansandi
með sunnangolunni
um sólkvik stræti og torg
og smellir
svo brennheitum kossi
á nakin trén
að þau opna feimnislega
litlu
brumhnappana
og klæðast
sínum laufléttu kjólum
Og blómin
sem hafa sofið
á sitt græna eyra
undir snjó og köldum klaka
kipra augun mót birtunni
og brosa hringinn
alveg eins og ég.
Menning og listir | Breytt 11.3.2008 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2008 | 14:27
Uss, öllu er nú stolið frá manni!
Ég átti bara eftir að útfæra hugmyndina, aðeins betur, kannski eitthvað í átt við það sem sýnt er á þessu myndbandi, en ekki svona fyrirferðarmikið apparat samt, nei ó ónei.
En maður er alltaf aðeins of seinn á sér og þá er öllu stolið frá manni.
Annars finnst mér plastpokinn minn, miklu flottari heldur en þessi 'geimfararegnhlíf'. það fer minna fyrir honum og það er hægt að brjóta hann saman og setja í vasann.
Svo er ég líka viss um að geimfararegnhlífin taki á sig ansi mikinn vind, svona stór eins og hún er.
Maður getur hreinlega tekist á loft með þetta fríkaða ferlíki á öxlunum. Þá fyrst myndi maður nú fríka út og er maður þó nógu fríkaður fyrir.
Ný regnhlíf vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2008 | 00:31
Leiftur liðins tíma
Oft er það svo þegar maður lítur um öxl að maður sér að margt hefði mátt betur fara í lífinu. Vinir hafa komið og farið og svo á við um ástvini líka.
Hann Bjössi refur, sambýlismaður minn til 2ja ára og vinur í raun í 13 ár, er mér ofarlega í huga þessa dagana, nú þegar mér hefur af vissum orsökum liðið mjög illa.
Alltaf stóð hann eins og klettur við hliðina á mér á hverju sem gekk í lífi mínu og sá ætíð til þess að mér liði sem allra best.
Þó við bærum ekki gæfu til að búa lengur saman en í tvö ár, gat ég alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á og margt skemmtilegt brölluðum við
saman.
Eins og til dæmis þegar hann gerðist fyrirsæta hjá mér, nýkominn heim úr vinnunni, drullugur upp fyrir haus.
Ég kom mér fyrir liggjandi á gólfinu og sagði honum til. Á nokkrum myndanna vildi ég hafa hann sofandi og hann lék það óaðfinnanlega. Svo greiddi ég hárið á honum út og suður og sprayjaði það með hárlakki og smellti svo af og það urðu vægast sagt skemmtilegar myndir.
Ég ætlaði á sínum tíma að halda sýningu á Mokka á þessum myndum af Bjössa, undir þemanu Hláturinn lengir lífið, en einhvern veginn varð aldrei neitt af því.
Hann er 14 árum eldri en ég hann Bjössi refur, en samt er hann eins ungur í anda og nýsyndur andarungi á fögru vori.
Sífellt var hann í góðu skapi og tók lífinu létt, sagði margan brandarann og hló þá manna hæst að honum sjálfur, oft svo mikið að brandarinn varð algjörlega óskiljanlegur. Hann kom ekki orðunum út úr sér fyrir hlátri, en það var allt í góðu, því þá varð Bjössi refur, bara sjálfur aðalbrandarinn.
Hann kallaði mig alltaf, annað hvort, Elsku hjartasta blómadýrðin mín, eða þá Smyrðin mín. Og ég minnist alltaf hlýjunnar sem fylgdi þessum orðum hans.
Nú er Bjössi fluttur fyrir tveimur árum á elliheimilið í sinni heimabyggð í kauptúni á austurlandi, en við erum alltaf í símasambandi og hann er ennþá að segja brandara sína, núna í gegnum símann og hann hlær oft svo hátt að ég verð að halda tólinu langt frá eyranu meðan mestu rokurnar ganga yfir.
Bjössi trúir á Maríu Guðsmóður og hafði alltaf styttu af henni, sem ég gaf honum á náttborðinu sínu. Hann sagði mér oft að hann væri engill og hefði verið sendur til jarðarinnar til þess eins að gerast verndarengill minn og það væri hans eini tilgangur í þessu lífi og ég trúi honum alveg.
Lítil börn sem sáu Bjössa í fyrsta sinn, kannski nýfarin að ganga, staðnæmdust oft fyrst við hné hans og litu upp á andlit hans. Síðan skriðu þau upp í fang hans og steinsofnuðu svo upp við breiða brjóstið hans.
Daníel sonarsonur minn elskaði Bjössa og klifraði alltaf upp í fang hans og kallaði hann afa og það var ekki laust við að raunverulegi afinn, fyrrverandi maðurinn minn, væri afbrýðisamur eitt sinn þegar hann heyrði Daníel kalla Bjössa afa, í barnaafmæli hjá syni mínum.
Hann Bjössi refur, er og hefur verið, mér vinur í raun síðan við hittumst fyrst og enn get ég hallað mér upp að breiða brjóstinu hans í anda, þar sem hann er svo fjarri og heyrt hjartað hans slá. Hjartað hans sem er úr skíragulli eins og í öllum englum Guðs.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2008 | 22:23
Næturganga
dafna
ekki blóm
því niðdimm nótt
með kaldri hendi
lýkur
um sérhvert blóm
á næturgöngu
minni.
Á vegi mínum
deyja
lítil blóm.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson