Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
28.2.2007 | 22:04
Gljúfrið Vatnslitir
Dægurmál | Breytt 1.3.2007 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2007 | 12:11
Markar þessi mynd tímamót á Íslandi?
En eins og flestir vita er þar sagt frá óheyrilegum hryllingi sem heltók þjóðina á sínum tíma. Allir sem vettlingi gátu valdið fundu hvöt hjá sér til þess að tjá sig um þessa bók, sem fyrir c.a. tuttugu árum hefði verið óhugsandi að gefa út.
Sifjaspell voru þá enn nánast tabú hjá mörgum. En þó var hópur fólks tekin að vakna til vitundarvakningar um það að svona lagaðir hlutir gerast víða og á fleiri heimilum en nokkurn grunar.
Sifjaspell hafa löngum lifað með þessarri þjóð eins og flestum öðrum þjóðum í skjóli bannhelginnar.
En fyrr á tímum þegar karlmenn voru nánast einvaldar á sínum heimilum, ekki síst til sveita, gerðist einnig ýmislegt annað innan veggja bæjanna sem ekki myndi þola dagsljósið nú til dags.
Húsbændurnir áttu oft börn ekki aðeins með konu sinni, þeir gátu allt eins barnað systur konunnar ef hún var búsett á sama heimili og það jafnvel hvað eftir annað.
Ég veit dæmi þess að svona lagaðir hlutir áttu sér stað fram á tuttugustu öld.
Vinnukonurnar voru heldur ekki óhultar og hitt hef ég fjarskyldan ættingja minn sem aftur í ættir var rangfeðraður af prestinum föður sínum. Móðir hans var gefin einum vinnumannana á prestsetrinu sem fékk smájarðarskika upp til afdala í laun fyrir greiðann.
Karlmenn virðast því miður oft hafa átt í erfiðleikum með að hafa hemil á kynhvöt sinni enda komust þeir upp með flest allt hér áður fyrr.
En allt er þetta þó aðeins hjóm á móti því að leggjast á sínar eigin dætur oft barnungar.
En mér hefur stundum flogið í hug þegar ég les hina fárálega léttu dóma yfir barnaníðingum nú upp á síðkastið hvort þar eimi enn eftir af fyrri alda hefðum karlaveldisins.
Þess karlaveldis sem hélt hlífiskildi yfir gerendum sem börnuðu barnungar vinnukonur sem síðan var refsað fyrir vikið á einn eða annan hátt. Og á öldum áður jafnvel drekkt, það er að segja ef þær ekki björguðu sér með því eina ráði sem þá var til, að neyðast til þess að bera út barnið sitt.
Karlmönnum virðast vera nauðgunar og níðingsskapur léttvægur fundinn enn þann dag í dag, enda eru það oftast karlmenn sem eru dómarar.
Margur vonaði í kjölfarið af útkomu bókar Thelmu Ásdísardóttur að dómar yfir barnaníðingum myndu þyngjast en því miður hefur sú von farið fyrir lítið. Er þar skemmst að minnast dómsins yfir manninum sem misnotaði fimm litlar stúlkur.
Stundum hefur hvarflað að mér hvað þurfi að gerast til þess að snúa þessum, mér liggur við að segja 'vilhöllu' dómurum. Ef til vill svo hryllilegt dæmi að ellefu til þrettán ára telpa verði ófrísk eftir bananíðing sem kannski einnig er faðir hennar?
Við skulum vona að til þess þurfi ekki að koma og að dómskerfi þessa lands taki við sér áður en í algjört óefni stefnir.
Ef til vill mun þessi kvikmynd einmitt marka þau tímamót sem á þurfa að komast í þessum málum, hér á Íslandi og kannski víðar.
Samið um sögu Thelmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.2.2007 | 01:52
Langlífur kínverji vegna skírlífis
Langlífur vegna skírlífis? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.2.2007 | 03:39
Ingibjörg Sólrún kvenforsætisráðherra, nei!
Ályktun sem samþykkt var á ársþingi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir að nú gefist Íslendingum sögulegt tækifæri til þess að kjósa fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands.
Slíkt og þvílíkt bull vil ég ekki heyra á minnst!
Nei brjótum nú rækilega blað í sögunni og ýtum alfarið út úr málinu þessum úreltu karlkenningum á öllum störfum háum jafnt sem lágum enda löngu kominn tími til.
Við skulum því öll kjósa Ingibjörgu Sólrúnu fyrstu forsætisráðfrú landsins. Ég veit að hún mun bera þann titil með sóma og gegna því starfi af stakri kvenprýði og med glimt í öjet eins og þegar ég hitti hana á hlaupum á samsýningunni í Ráðhúsinu um árið.
Ísland sjálft er jú kona, Fjallkonan fríða fanna skautar faldi háum.......... Því er mál til komið að kona komist loks til valda á æðsta ráðfrúrstól.
Við skulum ekki heldur gleyma því að Fjallkonan, landið okkar, hefur aldrei verið við neinn fjallkall kennd og því væri það sannur riddaraskapur að losa hana við þessa karla sem sífellt vilja ráða yfir henni.
Og svona að síðustu að ef í fjarlægri framtíð löngu eftir þessa tímamótakosningu henti það hræðilega slys að karl yrði kosinn í æðsta ráðastól fyrir einskæran klaufaskap myndi hann að sjálfsögðu verða titlaður karlráðfrú. Skiljú???
Segir sögulegt tækifæri gefast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2007 | 16:29
Elsku hjartasta blómadýrðin mín! Þrykk og blek
Elsku hjartasta blómadýrðin mín! Sagði gamall og góður vinur minn oft við mig þegar vel lá á honum.
Nú er hann alfarinn austur á land og kannski sé ég hann ekki oft héðan í frá því hann er orðinn gamall maður.
En það væri gaman að heimsækja hann. Hann sagði jú að ég væri alltaf velkomin.
23.2.2007 | 00:39
Móðgunargirni
Það er meira hvað sterarnir fara illa í hann Tító. Hann er orðinn eitthvað svo taugaveiklaður og móðgunargjarn.
Ég þarf meira að segja að dekstra hann til þess að snúa sér að mér þegar við erum komin upp í rúm. Hann liggur alltaf út á ystu brún á rúmstokknum og snýr bakinu í mig og maður sér það alveg á baksvipnum hvað hann er ákveðinn í að sýna mér að hann sé illur út í mig.
Svei mér þá ef við værum í hjónabandi myndi ég halda að við ættum við alvarlegan vanda að stríða . Eyrun á honum vísa alltaf beint aftur eins og hann leggi kollhúfur og skottið sveiflast fram og til baka af þessum líka fítonskrafti. Hann er ekki neitt slappur í því þessi skrattakollur þó hann sé á lyfjum.
Stundum langar mig mest til að klípa hann í þetta loðna skott sitt. En ég stilli mig alltaf um það því hann er nú einu sinni ástarpungurinn minn þó hann sé þessi fýlupoki. Þess vegna passa ég mig á því að tala alltaf blíðlega til hans og spyr hvort það sé ekki allt í lagi með hann og svoleiðis. En hann þykist aldrei heyra í mér og virðir mig ekki viðlits frekar en ég veit ekki hvað.
Kannski hann sé orðinn heyrnarlaus líka. Hann er allavega orðinn það gamall að hann gæti verið farinn að missa heyrn kominn á sextugasta og fimmta aldursár ef hann væri maður en ekki köttur.
En þetta endar alltaf með því að ég læt í minni pokann og dreg hann ósköp varfærnislega að mér og klappa honum í bak og fyrir í leiðinni meðan ég hjala við hann í gælutón.
Og haldiði ekki að kattarskömmin mali svo hástöfum eftir allan leikaraskapinn þegar hann er búinn að koma sér fyrir með aðra framlöppina um hálsinn á mér.
Segiði svo að kettir séu ekki klókir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2007 | 14:27
Klámráðstefnan Málið í hnotskurn - með örfáum orðum
Driebergen - The Netherlands; 22 February 2007
Blablablabla...............
Eftirtektarverð orð sem segja allt sem segja þarf. Tekin beint úr yfirlýsingu Snowgatering ráðstefnunnar.
A country that seems to care more about adult women taking their clothes off - by their own choice, without any pressure or threat
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2007 | 23:54
Nafnið
'en orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.'
Hún lá endilöng á gangstéttinni í Bankastræti og skrifaði nafnið sitt á grasið við götukantinn.
Hún skrifaði með rauðu bleki svo nafnið væri vel sjáanlegt á grænu grasinu. Hún var ekki í neinum fötum en hafði vafið gamalli sæng utan um sig til þess að hylja nekt sína.
Hún var hálfhrædd um að einhver myndi amast við henni, þar sem hún lá á maganum þvert yfir gangveginn, eða saka hana um að fremja skemmdarverk með því að pára svona á grasið. En fólkið virtist ekki taka eftir henni, heldur steig hiklaust ofan á hana á hraðferð sinnni upp eða niður götuna
Hana var farið að verkja í bakið af því að vera svona fótum troðin en lét sig hafa það. Hún vissi sem var að hún varð að gera allt fyrir nafnið.
Þegar hún hafði lokið við að skrifa hálfa leið frá kvennaklósettinu niður að Lækjargötu tók hún sér smáhvíld og kveikti sér í sígarettu.
Hún saug áfergjulega að sér reykinn og leit yfir verk sitt.
Við augum hennar blasti kraftaverk og henni varð ljóst að Guð hafði stýrt hendi hennar, því á hverjum þeim stað sem hún hafði skrifað nafnið sitt uxu nú rauðar rósir.
Hún drap í sígarettunni og fleygði henni umhugsunarlaust í göturæsið. Svo hélt hún áfram að skrifa.
En nú þurfti hún að skrifa mun hraðar en áður því sólin var horfin, dökkir kólgubakkar voru að hrannast upp á himninum og það leit út fyrir rigningu.
Hún varð að ljúka verkinu áður en það byrjaði að rigna því líklega myndi gamla sængin sem hún notaði sem yfirhöfn gegnblotna ef það kæmi væta á hana.
Að lokum skrifaði hún síðasta stafinn. Verkið var fullkomnað og hún lagði frá sér pennann sigrihrósandi.
En þar sem hún sat þarna var hún skyndilega lostin skelfilegri hugsun, sem fyllti hana smátt og smátt nagandi óvissu.
Hún hafði ekki hugmynd um hvort rauða blekið sem hún hafði skrifað með væri vatnsekta.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.2.2007 | 23:36
Ein er upp til fjalla ... þrykk og blek
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar