Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún kvenforsætisráðherra, nei!

Ályktun sem samþykkt var á ársþingi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir að nú gefist Íslendingum sögulegt tækifæri til þess að kjósa fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands.
Slíkt og þvílíkt bull vil ég ekki heyra á minnst!

Nei brjótum nú rækilega blað í sögunni og ýtum alfarið út úr málinu þessum úreltu karlkenningum á öllum störfum háum jafnt sem lágum enda löngu kominn tími til.
Við skulum því öll kjósa Ingibjörgu Sólrúnu fyrstu forsætisráðfrú landsins. Ég veit að hún mun bera þann titil með sóma og gegna því starfi af stakri kvenprýði og med glimt í öjet eins og þegar ég hitti hana á hlaupum á samsýningunni í Ráðhúsinu um árið.  


Ísland sjálft er jú kona, Fjallkonan fríða fanna skautar faldi háum.......... Því er mál til komið að kona komist loks til valda á æðsta ráðfrúrstól. 
Við skulum ekki heldur gleyma því að Fjallkonan, landið okkar, hefur aldrei verið við neinn fjallkall kennd og því væri það sannur riddaraskapur að losa hana við þessa karla sem sífellt vilja ráða yfir henni.

Og svona að síðustu að ef í fjarlægri framtíð löngu eftir þessa tímamótakosningu henti það hræðilega slys að karl yrði kosinn í æðsta ráðastól fyrir einskæran klaufaskap myndi hann að sjálfsögðu verða titlaður karlráðfrú. Skiljú??? 


mbl.is Segir sögulegt tækifæri gefast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Heyr, heyr!

Gúrúinn, 25.2.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Þar kom að því, við erum ekki sammála, ætla nú ekki í pólitískt debatt við þig en skoðanir er víst eins misjafnar  og við eru mörg og það er bara ágætt, treysti bara ekki vinstri flokkunum fyrir fjármálum þjóðarinnar, við höfum það gott í dag og ég sé ekki ástæðu að breyta því

Pétur Þór Jónsson, 25.2.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Veistu hvað..þegar ég var 12 ára var ég fjallkonan í mínum heimabæ. Var næstum búin að gleyma því. Ég er þá ísland!!! Ég ætti að verða svona frú einhver....hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 10:47

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Katrín, fyrst þú varst bara tólf ára þegar þú varst  fjallkonan finnst mér liggja beint við að það ætti að kalla þig fv. ungfrú Ísland.

Svava frá Strandbergi , 25.2.2007 kl. 11:53

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sammála og ósammála takk fyrir ath.semdirnar.

Svava frá Strandbergi , 25.2.2007 kl. 11:55

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ehhh..smá athugasemd. Fyrst segir þú Ingibjörg Sólrún kvenforsætisráðherra nei!!!! Svo segirðu að þú viljir ekki sjá slíka vitleysu og svo hveturðu alla til að kjósa hana. Er það bara ég.eða...?

Hvort???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 12:34

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Katrín, mergurinn málsins er sá að hún á að  verða forsætisráðfrú en ekki forsætisráðherra.
Það á að afnema þessa karl-tengingu við nafn embættisins sem hefur skapast sökum þess að karlmenn hafa ætíð sinnt þessu starfi. 
Það þarf að beita öllum ráðum til þess að umbylta þessu nánast einvalda karlaveldi í heiminum sem staðið hefur yfir í þúsundir ára.
Byrjum á Íslandi og gerum það eins og Krít til forna þegar þar var mæðraveldi og trúað var á gyðju en ekki guð.

Svava frá Strandbergi , 25.2.2007 kl. 16:32

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já auðvitað...nú skiljú me! Fyrirgefðu er hægari á sunnudögum enda er það lögbundinn hvíldardagur. Já ég hef einmitt lesið mikið um mæðraveldin og prestsynjurnar og auðvitað gyðjurnar mögnuðu. Getur einmitt lesið smá með trjá myndunum á blogginu mínum um þegar guðirnir breyttu gyðjunum í tré..

En má ekki bara vera bæði..mæðra og feðra veldi með því besta úr báðu???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 17:31

9 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æ, mér sem fannst svo sniðugt að lesa að Guðmundur hefði verið fjallkona einhverntímann - heilinn á mér setti einhvernveginn myndina af honum fyrir framan textann. Maybe next time.
En eitthvað hefur nú þetta mæðraveldi hérna á Krít skolast niður um niðurfallið upp á síðkastið - kannski Tyrkjunum að kenna?
Eða voru þær bara svona lélegar að karlarnir urðu að taka málin í sínar hendur?
En hvernig komst þá samt þetta mæðraveldi á in the first place? 

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.2.2007 kl. 22:37

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gerði ekki landbúnaðarbyltingin og ég þori varla að segja það .. Biblían,  út af við mæðraveldin?

Svava frá Strandbergi , 26.2.2007 kl. 01:56

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Líklega væri skást að hafa bara foreldraveldi!!

Svava frá Strandbergi , 26.2.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband