Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Eldurinn

Á miðjum veggnum yfir sófanum í stofunni hékk fallegt gat í gylltum ramma.
Í gatinu stóð tóm dós undan grænum baunum frá Ora.
Börnunum á heimilinu fannst gatið einstaklega áhugavert en foreldrar þeirra harðbönnuðu þeim að koma nálægt því þar sem það væri þeirra dýrmætasta listaverk.

En þegar móðir barnanna var önnum kafin eldhúsinu notuðu börnin oftast tækifærið.

Hvert á fætur öðru tóku þau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatið.
Síðan renndu þau sér beinustu leið niður á botninn á baunadósinni.

Þar niðri tóku á móti þeim iðjagrænir vellir svo langt sem augað eygði og í skógivöxnum hæðunum út við sjóndeildarhringinn bjuggu vinir þeirra indíánarnir sem buðu börnin ætíð jafn velkomin að eldstæði sínu.
Indíánarnir slógu nefnilega alltaf upp veglegri veislu þegar börnin komu í heimsókn og þegar máltíðinni lauk var hverju og einu þeirra fengið spjót í hendur til þess að þau gætu tekið þátt í stríðsdansinum kringum logandi bálið.

Þau dönsuðu alsnakin eins og indíánarnir. Sveifluðu spjótunum og sungu með þeim undarlega seiðandi söngva um löngu horfna tíma þegar allir menn áttu sér aðsetur við elda sem veittu þeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nætur.Eldurinn bægði einnig rándýrunum frá og við hann voru sagðar sögur af hatrömmum bardögum og frækilegum veiðiferðum og þar var villibráðin sömuleiðis matreidd og borin fram.

Þegar dansinum lauk og börnin og indíánarnir sátu þægilega þreytt við deyjandi bálið og hvíldu spjótin á nöktum lærum sér brást það aldrei að rödd úr öðrum heimi rauf þessa friðsælu stund.

'Krakkar hvað á það eiginlega að þýða að sitja þarna allsber á gólfinu?' 'Og enn og aftur eruð þið búin að stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsarnum!' 'Skammist ykkar og klæðið ykkur og komið svo að borða eins og skot!!'


Sam-Fara-Skermur

Ekki get ég varist því að í hvert sinn sem ég geri mér ferð í Kolaportið til þess að kaupa mér harðfisk og lyktin leggur á móti mér svo yndislega stæk að mér detti ekki gamall elskhugi minn í hug.
Reyndar var hann sá síðasti í röðinni af langtíma bólfélögum mínum og þó nokkur ár liðin frá því við slitum okkar samvistum.
En harðfisksins vegna er ekki svo auðvelt að afmá minninguna um eldheita ástarfundi í vistarverum þessa fyrrverandi kærasta míns. En hann bjó um þessar mundir í einu herbergi með aðgangi að baði í kjallaranum hjá ömmu sinni í hrörlegu húsi í miðborg Reykjavíkur
Það var smá aldursmunur á okkur honum í vil en ekki fann ég fyrir því, nema þá í bólinu, en þar eyddum við megninu af tíma okkar í þessum niðurgrafna en þó funheita kjallara.
Kjallari þessi var sannkallað ástarhreiður því við pældum ekki í neinum óþarfa eins og að ganga þokkalega um eða vaska upp  enda óhægt um vik því sökum þrengsla neyddist ástmögur minn til þess að nýta herbergi sitt jafnframt sem geymslu og forðabúr.
Það var einna helst skortur á birtu sem hrjáði okkur því skerminn vantaði á eina lampann í herberginu og þar sem glóandi perann skar í augun, kusum við að kveikja aldrei ljósið.
Það krafðist því oft hinnar ýtrustu lipurðar að skakskjóta sér upp í rúm, sér til yndisauka því allt um kring, var staflað hinum ýmsu nauðsynjavörum sem menn þurfa á að halda sér til lífsviðurværis.
Má þar til dæmis nefna fiskibollur í dósum sem við átum kaldar beint upp úr dósinni, kartöflustrimla einnig í dósum og ýmislegt annað matarkyns sem ekki þurfti eldunnar við.
Það var aðeins í hádeginu á sunnudögum sem svo mikið var við haft að prímusinn var dreginn fram undan rúminu og soðin ilmandi kjötsúpa sem okkur þótti hin mesti hátíðamatur.
Staflar af hreinlætisvörum stóðu svo hér og þar um herbergið og entust þær birgðir öll þau ár sem við héngum saman að undanskildum skeinipappírnum sem endurnýjaður var reglulega eins og lög gera ráð fyrir. En silfurskotturnar á baðgólfinu setti ég dálítið fyrir mig til þess að byrja með, þó lærðist mér fljótlega að óþarfi væri að óttast  þau kvikindi  því þær hurfu undantekningarlaust eins og unglingar sem eiga að fara út með ruslið um leið og ljósið var kveikt.
En hvar kemur þá harðfiskurinn inn í myndina? Jú, unnusti minn elskaði harðfisk næstum því jafn heitt og mig sjálfa og þess vegna þótti mér hann líka einstaklega góður. Best þótti okkur að spæna hann í okkur í bælinu, þegar við lágum þar örmagna eftir unað og erfiði ástarleikjanna og nenntum ómögulega á lappir.
Roðinu hentum við svo undir rúm en þar harðnaði það og gegnum þurrkaðist í hitanum frá rúmstæðinu uns frá því  lagði með tíð og tíma hina yndælustu angan um allt herbergið.

Langt er síðan sá ég hann..... En heyrt hef ég að þessi fyrrverandi ástarpungur minn sem var sannkallaður listamaður á fleiri sviðum en bólfiminn einni saman, búi ekki lengur í kjallaraholunni, - - hann hafi grætt offjár á einkaleyfi á forláta lampaskermi úr fiskroði.


Kreppukrimmar

scan00044_334_small_763452.jpg

The Hope and He

Do you know
that the hope stays a wake
in the darkness
outside
the hard locked doors
of your room?

In the dimmest night
she is always,- so nearby,
to bring grace and peace
-to you.

Listen!- Can´t you
hear the banging,
when she exhausted
knocks on your door?

Would not you,- please!
open them,- my dearest,
-for the hope- and Me?

Höfundur Guðný Svava Strandberg.


'Sumri hallar hausta fer'

Haustvísa

Sumri hallar, hausta fer,

heyrið snjallir ýtar,

hafa fjallahnjúkarnir

húfur mjallahvítar.

dsc1_winter_watercolor_696077.jpg

                     'Vetur'. Vatnslitir.

 Það hefur haustað snögglega hérna á Landinu okkar góða undanfarið og það í tvennum skilningi . Laufin hafa visnað og fallið af trjánum og verðgildi krónunnar og hlutabréfin hafa visnað enn hraðar og fallið líka. Og fall þeirra var mikið.

Nú getum við aðeins vonað og treyst því, að líkt og vorið kemur til okkar aftur og trén skarta enn á ný grænum laufum, muni jafnframt fjárhagur lands og lýðs vænkast og grænka til samræmis við það. 


Velkomin á opnun sýningar minnar í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi á föstudaginn kl.4

Fréttir frá Gerðubergi 4.9.2008

Opnun á sýningunni Flæði

                                                                                               

Myndlistarkonan Guðný Svava Strandberg opnar í Boganum sýningu föstudaginn 12. september kl. 16 á pennateikingum og vatnslitamyndum .Guðný notar skemmtilega leið til að teikna, hún horfir á eða hugsar sér viðfangsefnið og teiknar svo án þess að líta á blaðið fyrr en að verki loknu

Guðný Svava Strandberg Í Boganum 12. september - 2. nóvember 2008 Guðný Svava Strandberg sýnir pennateikningar og vatnslitamyndir sem sumar hverjar, eru unnar eftir minni. Pennateikningarnar vinnur hún blindandi. Eftir að horfa á eða hugsa sér viðfangsefnið teiknar hún það án þess að líta á blaðið fyrr en að verki loknu.

Guðný Svava hefur öflugt ljósmyndaminni og kemur það sér vel þegar hún rekst á athyglisvert myndefni. Vel flestar myndanna, á sýningunni eru því unnar á þann hátt að hún einblínir á fyrirmyndina með augunum, festir hana í minnið og kallar fram myndina með penna eða pensli þegar heim er komið.

Guðný Svava Strandberg lagði stund á nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við handíða- og grafíska hönnunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Hún hefur unnið við gerð leikmynda og leikmuna ásamt því að myndskreyta bækur, blöð og tímarit svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur einnig haldið fjölmörg myndlistarnámskeið, sett upp einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

 

                                                                    

                                                                           

                                                                          


Tvær sýningar í gangi í einu

1svava_strandberg_i_ra_husinu_661078.jpg

Ásdís Sigurðar. bloggvinkona tók þessa fínu mynd af mér á opnuninni á samsýningunni okkar bloggvinkvennanna í Ráðhúsinu 30. ágúst sl.
By the way, ég er búin að selja bláu myndina 'Jökulheimar', sem er hægra megin við mig á myndinni og líka eina litla mynd,  sem heitir 'Sólheimajökull'

Næst á dagskrá eða 12. september opnar svo einkasýningin mín í Gerðubergi, svo það er í nógu að snúast hjá mér þessa dagana.
Á sýningunni í Gerðubergi verð ég með myndir sem ég teikna blindandi með svörtu tússi, og sumar blindandi og eftir minni.Svo verða líka nokkrar vatnslitamyndir til að fylla upp í.

Þakka ykkur öllum sem komuð á opnunina hjá okkur bloggvinkonunum í Ráðhúsinu. Það var bara rokna stuð í þessu hjá okkur!

 


Velkomin á opnun á myndlistarsýningu bloggvinkvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur laugard. 30. ágúst kl.15 - 17

Það var mikið stuð á okkur fimm í Ráðhúsinu í dag, þegar við voru að setja upp myndirnar okkar. Ég var mætt fyrst, eða klukkan rúmlega 9 í morgun og svo tíndust þær, Zordís, Katrín Níels, Katrín Snæhólm og Elín Björk inn hver af annari.

Það var borað  og skrúfað og myndirnar hengdar upp hver  af listiilegri nákvæmni.  Svo fórum við að tínast heim um fimm leytið, þreyttar en ánægðar. 

Svo er það bara ykkar að heiðra okkur með nærveru ykkar á opnuninni laugardaginn 30. ágúst milli kl. 15 til17. Við bjóðum auðvitað upp á léttar veitingar.

 

syning_island_2008_059.jpg

                                 Mynd af okkur fimm fræknu,

sem mun fylgja viðtali við okkur í Vikunni næst þegar hún kemur  út. 

Á myndinni eru talið frá vinstri;Katrín Níelsdóttir, Katrín Snæhólm, ég sjálf Guðný Svava Strandberg, Zordís og loks Elín Björk Guðbrandsdóttir.

 

 


Dettifoss, (brot)

 Mér er þetta brot úr kvæði Kritjáns Jónssonar fjallaskálds,
(sem ég á reyndar ættir að rekja til), eitthvað svo hugleikið í dag.

 

Stormarnir hvína, stráin sölna
stórvaxin alda rís á sæ,
á rjóðum kinnum rósir fölna
í regin-köldum harma-blæ,
brennandi tár um bleikan vanga
boga, því hjartað vantar ró
- en alltaf jafnt um ævi langa
aldan í þínu djúpi hló.



Kristján Jónsson 1842 - 1869.


Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband