Færsluflokkur: Menning og listir
12.7.2008 | 03:47
Freyja
Freyja er gyðja ástar og frjósemis í norrænni goðafræði. Nafn hennar merkir frú. Freyja er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði en þangað voru þau send sem gíslar og vináttuvottur eftir stríð þessara tveggja ætta goða.
Freyja var valdamikið gyðja og mikið dýrkuð af konum en einnig af konungum og hetjum. Hún jók frjósemd lands og sjávar og veitti hjálp í hjónabandi og við fæðingar.
Verandi ástargyðja er hún sögð hafa átt marga ástmenn bæði goð og konunga sem hún studdi svo í valdatíð þeirra.
Fjölskylduhagir og heimili Freyja er systir frjósemisguðsins Freys og dóttir sjávarguðsins Njarðar. Bóndi hennar er nefndur Óttar eða Óður. Hann þurfti oft að fara í langferðir og þegar hann var í burtu grét hún tárum úr skíragulli af söknuði.
Dætur þeirra eru Hnoss og Gersemi. Bær Freyju heitir Fólkvangur þar sem salurinn Sessrúmnir er en hann er bæði rúmgóður og lofthreinn. Þangað eru allir velkomnir. [breyta] Dýrgripir Freyju Freyja ferðaðist í vagni sem tveir kettir drógu.
Hún átti einnig valsham sem var þeim eiginleikum búinn að er hún klæddist honum breyttist hún í fugl og gat flogið hvert sem hún vildi. Þessi valshamur kemur mikið fyrir í goðsögunum og oft vegna þess að Loki stelst til að nota hann.
Freyja hafði miklar mætur á dýrum djásnum og átti hálsmen nokkuð sem var kallað Brísingamen kallað eftir dvergaætt þeirri, Brísingum, sem það höfðu smíðað. Freyja sá dýrgripinn hjá dvergunum og fékk mikla ágirnd á því. Þeir sögu að hún mætti fá það ef hún eyddi einni nótt með hverjum þeirra og hún samþykti það.
Þegar Óðinn frétti af þessu sem skipaði hann Loka að ræna meninu af Freyju. Loki breytti sér þá fló meðan Freyja svaf og beit hana í kinnina svo að hún velti sér á magann. Þá gat hann opnað lásinn og tekið menið. Þegar Freyja uppgvötaði að menið var horfið grunaði hana að Óðinn hefði tekið það og heimtaði að hann skilaði því.
Óðinn gerði það en fyrst þurfti Freyja að koma af stað vígum milli tveggja konunga, en víg þessi þróuðust yfir í eina af helstu hetjusögnum víkingatímans.
[breyta] Heimildir * Cottrell, Arthur. 1997. Norse Mythology. Ultimate Editions, London. * Brian Branston. Goð og garpar úr norrænum sögnum. 1979. Bókaforlagið Saga, Reykjavík . * Roy Willis. Goðsagnir heimsins. 1998. Mál og menning, Reykjavík.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
4.7.2008 | 04:22
Sumarið er komið ....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 05:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2008 | 10:39
Gerðuberg í haust
Ég kom við á skrifstofunni í Gerðubergi fyrir nokkrum dögum og sýndi þeim myndirnar mínar og sótti um að sýna þar. Í gær fékk ég svo tölvupóst frá Gerðubergi þar sem mér er boðið að sýna þar í haust. Ég þarf ekkert að borga, hvorki fyrir salinn né nokkrar prósentur ef ég sel eitthvað og Gerðuberg sér um alla kynningu.
Þeir eru spenntastir fyrir að sýna myndirnar mínar sem ég teikna blindandi og kannski einhverjar fleiri myndir.
Ég er bara svo blönk, á varla fyrir innrömmun. En ég er mjög ánægð með þetta. Svo verð ég nú með í samsýningunni í Ráðhúsinu og með einkasýningu á Thorwaldsens Bar í september á vegum ArtIceland. Já og svo get ég fengið að sýna á Mojo Monroe í Templarasundi.
Það er verst að ég er ekki nógu dugleg við að mála, en verð að taka mig taki.
16.6.2008 | 00:48
Sólarlagið
14.6.2008 | 23:29
Miklihvellur
Lengi vel hefur aldur og myndun jarðar verið deiluefni milli vísinda- og kirkjunnarmanna. Margar kenningar hafa verið settar fram um aldurinn og erfitt getur verið að komast að nákvæmri niðurstöðu í þeim efnum.
Árið 1650 notaði erkibiskup Ussher biblíuna til þess að reikna út aldur jarðar og komst hann að því að hún hafði verið sköpuð að morgni til, þann 23. október árið 4004 fyrir Krist. Seinna, á miðri 19. öld kom Charles Darwin með þá kenningu að heimurinn hlyti að vera gríðarlega gamall vegna náttúrvals og þróunar lífsins, en það þurfti langan tíma.
Með uppgötvun á geislavirkni reiknaði Lord Kelvin út að jörðin hefði byrjað að harðna fyrir um 40 milljón árum síðan. Nú í seinni tíð hefur rutt sér til rúms kenning sem gerir ráð fyrir því að tími og rúm hafi myndast í gríðarlegri sprengingu fyrir um 15 milljörðum ára, þ.e. Miklahvelli. Sólkerfið myndaðist síðan fyrir um 5 milljörðum ára og jörðin fyrir um 4,6 milljörðum ára. Kenningin um Miklahvell hefur verið tekin í nokkra sátt og þykir hún líklegust af þeim kenningum sem komið hafa fram og hefur t.d. kaþólska kirkjan samþykkt hana.
Þar sem miklar jarðskorpuhreyfingar og eldvirkni hafa verið á jörðinni frá myndun hennar, finnst berg eldra en um 4 milljarða ára ekki á henni. Mikli hvellur og myndun alheimsins. Fyrir um 15 milljörðum ára varð gríðarleg sprenging sem nefnd hefur verið Miklihvellur. Á þeim tímapunkti sem sprengingin varð má segja að alheimurinn hafi orðið til.
Talið er að fyrir Miklahvell hafi öll orka og efni verið staðsett á sama stað en við sprenginguna hafi það þeyst í allar áttir og þensla alheimins hafist og stendur hún enn. Uppruna þessarar kenningar má rekja til Edwin Hubble en hann uppgötvaði það að stjörnuþokur eru að fjarlægjast hver aðra. Að þessu komst hann með því að nota svokallaða Doppler-færslu og reiknaði hann út hraða og hreyfistefnu stjörnuþoka.
Með þessu komst hann að því að beint samband er á milli vegalengdar að stjörnuþoku og hraða hennar. Það sem gerðist svo eftir Miklahvell var að nýtt afl fór segja til sín, þ.e. þyngdaraflið. Vegna þess fór helíum og vetni fóru að dragast saman og mynda gríðarstór ský sem kallast frumþokur. Gerðist þetta fyrstu milljón árin eftir Miklahvell.
Það sem næst gerðist var að innan þessara frumþoka mynduðust og þéttust minni helíum- og vetnishnoðrar í stjörnur. Frumþokurnar drógust svo saman og mynduðu stjörnuþokur. Stjörnuþokan sem við erum í heitir Vetrarbrautin og eru nýjar stjörnur að myndast í henni en einnig er lítil dvergþoka að sameinast henni.'
Eftir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson. Tekið af Vísindavef H.Í.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2008 | 03:43
Ég er bandingi
Ég er
bandingi
og bundin í
báða skó
með
handaböndum
úr sléttuböndum
og
venslaböndum
úr fléttuböndum.
með
bundnum
fastmælum
tryggðaböndum
flæktist ég
einnig í festarband
er fangaðir
þú mig
í hjónaband
Ég vildi að
það héldu mér
engin bönd.
Svo færðu mér strax!
Aðra betri skó.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2008 | 12:42
Nornin
Óla hrökk upp með andfælum, hún hafði sofnað út frá sjónvarpinu að venju. Hún var ein í stofunni. Jónsi löngu farinn í háttinn án þess að hafa fyrir því að vekja hana. Hún var sársvöng enda í enn einum megrunarkúrnum og nú æpti magi hennar á eitthvað sætt, helst súkkulaði, hún var sjúk í súkkulaði. Hún varð að fá súkkulaði strax! Skítt með þennan vonlausa megrunarkúr, hugsaði hún ergileg.
Hún nennti ekki út í sjoppu svo henni datt í hug að vekja Jónsa eins og venjulega. Hann var ekki óvanur því að sendast fyrir hana þegar sætindalöngunin náði tökum á henni, en svo áttaði hún sig á því að komið var fram yfir miðnætti og löngu búið að loka helvítis sjoppunni á horninu.
Hún gæti náttúrulega pantað leigubíl og sent bílstjórann í einhverja næturbúllu eftir súkkulaði. Hún hafði gert það nokkrum sinnum, en nú lagði hún ekki í það, því stúlkan á stöðinni hafði verið svo dónaleg við hana síðast þegar hún hringdi. Hún hafði spurt hana í hæðnistón hvort leigubílstjórinn ætti virkilega bara að kaupa eitt súkkulaðistykki.
Óla hafði fokreiðst. Hvern fjandann var þessi glyðra að skipta sér af því hvað leigubílstjórarnir keyptu fyrir kúnnana? Það kom henni ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hún hafði hellt sér yfir þessa óforskömmuðu stúlkukind og skellt svo á hana og nú þorði hún ekki fyrir sitt litla líf að hringja aftur.
Óla ranglaði fram í eldhús og leitaði í öllum skúffum og skápum að súkkulaði en þar var ekkert að finna. Það var ekki einu sinni til kakómalt eða smá súkkulaðbúðingur hvað þá meira. Hún var orðin ösku þreifandi ill út í Jónsa. Hún hafði vonað innst inni að hann hefði keypt súkkulaði handa henni. Hann gerði það stundum án þess að hún bæði hann um það, sérstaklega þegar hún var í megrun, svo fékk hann alltaf óbótaskammir þegar hún var búin að gleypa í sig góðgætið.
Þú vilt bara að ég sé feit sagði hún ætíð við hann eftir á ásamt ýmsu öðru miður fallegu og brast svo ævinlega í grát.
Jónsi vissi ekki lengur hvað sneri upp eða niður þegar kona hans átti í hlut og reyndi því alltaf að hegða sér eins og í spilamennsku og sagði oftast pass.
Óla heyrði eittvað þrusk fyrir aftan sig og sperrti eyrun. Þetta var auðvitað Jónsi að koma fram úr, til þess að fá sér nætursnarl. það voru fastir liðir eins og venjulega.
;Nei ertu vakandi elskan? Tafsaði Jónsi þvoglumæltur þegar andlit hans birtist fyrir hornið á ísskápnum. Ólu fannst þetta svo heimskulega spurt að henni datt ekki einu sinni til hugar að ansa honum.
;Ég er svo svangur;, muldraði Jónsi. ;Það eru nú fleiri', hreytti Óla, afundin út úr sér.
Jónsi hélt áfram. 'Það er svo undarlegt hvað ég verð alltaf matlystugur af þessum svefnpillum'
'Ég vakna undantekningarlaust eftir svona klukkutíma eða svo, svo glorhungraður að ég verð bara að fá mér eitthvað að éta; , tuldraði hann. Óla horfði á bónda sinn. Hann var ekki beint fyrir augað núna. Bara á nærbuxunum einum fata sem pokuðu einhvern veginn utan um hann rétt fyrir neðan ístruna. Bakið bogið eftir tugi ára erfiðisvinnu og æðahnútar á fótleggjunum og til að kóróna allt saman var hann vita tannlaus sem gerði það að verkum að nefið virtist enn stærra en venjulega.
Jónsi opnaði ísskápinn og beygði sig niður til að ná í mjólkina og Ólu langaði allt í einu til þess að sparka í rassgatið á honum Eitt þrumuskot og hlaupa svo eins og andskotinn í burtu, en hún sat á sér og hálfskammaðist sín. Var hún virkilega svona vond manneskja? Hugsaði hún skelfd.
;Ég er líka að drepast úr hungri;, mælti hún lágum rómi. Ha! Sagði Jónsi með hausinn á kafi inni í ísskápnum. 'Mig dreplangar svo í súkkulaði', æpti Óla. ;Hvað er þetta manneskja? ;Það er óþarfi að öskra svona. Þú vekur alla í húsinu með þessum látum´, svaraði Jónsi snöggur upp á lagið.
Af hverju keyptirðu ekkert súkkulaði handa mér?' Vældi Óla ásakandi um leið og Jónsi teygði sig eftir matarkexinu. Hu! Mér datt það ekki í hug', ansaði Jónsi. Þú spikfitnar af því', bætti hann svo við. Þú átt bara að fá þér mjólk og kex eins og ég, sagði hann rogginn um leið og hann snerist á hæl til að labba með bitann sinn upp í rúm.
Ólu langaði mest til að myrða bónda sinn með köldu blóði. Að hann skyldi segja þetta. Hann sem sjálfur var alltof feitur. Honum væri mátulegt að renna á rassgatið með helvítis mjólkina hugsaði hún í heift sinni.
Í sama bili glopraði Jónsi glasinu út úr höndum sér svo það skall í gólfið og innihaldið myndaði stóran poll fyrir framan ísskápinn.
Jónsa varð svo mikið um að honum skrikaði fótur í bleytunni. Hann æpti upp yfir sig um leið og hann missti jafnvægið og matarkexið og lenti á óæðri endanum í miðjum mjólkurpollinum.
Óla starði á Jónsa í forundran þar sem hann sat á gólfinu rennblautur eins og hundur af sundi dreginn, með kexið á floti í pollinum við hliðina á sér. Svo fór hún að hlægja. Hún hló tryllingslega. Benti á eiginmann sinn og hló. Þetta var gott á þig, gat hún loks stunið upp á milli hláturrokanna.
Svo hélt hún áfram að hlægja einkennilega holum hlátri. Andlitsdrættir hennar máðust út í rauðleitri þokumóðu og umbreyttust síðan í ófrýnilega grettu, svo rétt grillti í illúðlegar gular glyrnurnar.
Guðný Svava Strandberg
Menning og listir | Breytt 24.6.2008 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2008 | 20:44
'Elsku hjartasta blómadýrðin, - mín!!'
Voru ætíð hans fyrstu orð, á morgnana til mín. Og blá augu hans ljómuðu af þeirri mildi sem var stóra barnshjartanu hans svo eðlislæg. Einkum þegar hann leit framan í mig svona nývaknaða eftir nóttina, með andlitið enn hálfkrumpað eftir koddaverið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2008 | 01:12
Súr-realismi
Sú sem ætlaði að sleppa,
er sú sem er græn á brá.
Þetta er lítil mynd af tveim konum að kyssast
og karli sem horfir á.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson