Færsluflokkur: Ljóð
12.6.2007 | 00:28
Hugsana(niður)gangur
Ég hugsa of mikið um það
sem ég má ekki hugsa
og hugsa um af hverju
ég hugsa svo mikið um það
ég hugsa að ég verði að
hugsa um að hætta að
hugsa
- eða- ég hugsa- það.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.6.2007 | 23:43
Sumardraumur
ber hvíta sólvængjaða svani
Í sumarsins nýfædda draumi
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.6.2007 | 02:57
Tímar hafa liðið
Stafar sól á vatnið
og stirndan jökulskalla.
Streyma gamlir tímar
fram í huga mér.
Silungunslonta í læknum.
Lómar syngja að kveldi.
Fuglar kvika í kjarri og
kyndug fluga á vegg.
Leikum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.
Tímar hafa liðið,
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.
Man ég þó í muna
margan bernsku unað.
Undurfögur æskan
fer ei úr huga mér.
Ljóð | Breytt 14.6.2007 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.5.2007 | 21:50
Geðfréttir
Kvíðamistur framan
af degi
en rofar til með köflum
eftir hádegi.
Þunglyndi átta gráður.
Gleði ekki mælanleg.
Djúp geðlægð nálgast
og færist hratt yfir
um helgina.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
13.5.2007 | 01:52
Ég er frosinn drullupollur Sjá ljóð dagsins á Ljóð.is 9. 7. 2006 Ljósmynd Guðný Svava
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2007 | 15:06
Hugur einn það veit
Hugur einn það veit,
er býr hjarta nær
einn er hann sér um sefa;
öng er sótt verri
hveim snotrum manni
er sér engu að una.
Úr Hávamálum
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2007 | 00:43
Minning um draum
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.5.2007 | 23:04
Kvöld ( Tenging við síðustu færslu)
Á grunnsævi kvölds
flæðir gullinn straumur
um þéttriðin net
nakinna trjánna
og fyllir þau ljóskvikum fiskum.
Bráðum kemur rökkrið
undir brúnum seglum
og vitjar um aflann.
Snorri Hjartarson.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2007 | 00:32
Tímamót
Ég drukknaði í djúpi
augna þinna
og tíminn stóð kyrr
eitt andartak
eina mannsævi.
Ég dó
í djúpi augna þinna
en fæddist á ný
hinn fyrsta dag.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.4.2007 | 23:50
Hvers vegna?? !!
Ósköp er maður eitthvað andlaus og þreyttur í dag. Ég þurfti að hlaupa á eftir strætó og rétt náði honum og ég sem er með bilað og bólgið hné.
Ég varð samt að ná strætónum því ég var að fara á fund niður í Ráðús, til að fá úthlutaðan tíma fyrir sýninguna okkar
Besti tíminn sem við getum fengið verður frá 29. ágúst til 14. sept. 2008.
Fimm af okkur sex eru búnar að samþykkja þetta, en ein þarf að hugsa málið, en meirihlutinn ræður venjulegast svo ætli þetta verði ekki úr.
Ég er búin að átta mig á því fyrir löngu síðan, að þessi síendurtekna berkjubólga og nefrennsli sem ég er með, er pottþétt ofnæmi fyrir köttunum mínum sem ég elska út af lífinu.
Ég svaf heldur sama og ekkert í nótt vegna óstöðvandi kláða í nefinu, var alveg viðþolslaus.
Lifandis skelfing er ég dofin yfir þessu, ég er ekki lengur reið yfir að geta líklega ekki átt kettina, mína bestu vini, áfram, ég er hreint og beint sinnulaus og öll dofin á sálinni.
Stundum hugsa ég að þetta lagist þó svo að ég viti að það geri það ekki, svo datt mér í hug í dag að leita til grasalæknis við fyrsta tækifæri .
Kannski það sé hægt að fá eitthvert töfraseyði gegn kattaofnæmi.
Annars er ég löngu komin á ofnæmislyf uppáskrifuð frá lækni en þau gera lítið gagn.
Hvað á ég að gera?
Ég get ekki hugsað mér að láta deyða 'börnin' mín eins og mér finnst kisarnir mínir vera. Ég bara brjálast held ég og er ég þó nógu klikkuð fyrir, svo sem.
Af hverju er lífið svona ósanngjarnt? Ég bý ein og er oft einmana, bestu vinirnir mínir og meðbúendur verða að fara frá mér, líklega deyja og ég verð að koma því í kring.
Hvernig er hægt að leggja þetta á mann?
Hvernig er hægt að fá ofnæmi fyrir verum sem maður elskar og er búin að eiga í níu ár? Verum sem treysta manni fullkomllega og eru algjörlega upp á mann komnar.
Sem taka á móti manni þegar maður kemur heim og fylgja manni hvert fótspor, meira að segja á klósettið og sem sækjast eftir því að kúra hjá manni með loppuna um hálsinn á manni.
Biðja um að láta taka sig upp eins og lítil börn og biðja mann að leika við sig,
Litlu börnin mín, eftir að mannabörnin mín urðu stór.
Góði Guð, ef þú ert þarna einhvers staðar uppi, getur þú þá sagt mér af hverju ég þurfti endilega að fá þetta ofnæmi? Geturðu læknað mig?
Huggun
Þú kemur til mín ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka sest um sefa minn.
Í hjarta mér þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu blið og blá
svo björt og hrein þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur gleymda von og þrá
Þú göfga litla hjartans kisan mín.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson