Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Óskastund

Í stjörnuskini
safírnætur
blikar minning þín.
Blátært ljós
snertir blíðlega
vanga minn.

Stjarndaggir
glitskærar
falla til jarðar
hljótt.

Stjörnur tindra
tifa- og hrapa.

-óskastund er nú!


Sturlun

Englarnir fljúga

úr fílabeinsturninum.

Þeir sveima yfir höfði mínu

eins og hvítar leðurblökur.

Og ógnvekjandi spurning

heltekur huga minn,
 

- 'Hvað, ef þeir flækjast nú í hárinu á mér!!?'


Ástríða

Við hlaðborð ástríðunnar
úr uppsprettu
unaðar
fleytti ég rjómanum
af ást þinni
er rann ljúflega
niður.

Erla, góða Erla...

Ég leyfði mér á sínum tíma, að tileinka þetta ljóð, eftir Stefán frá Hvítadal og sem ég skrifaði niður, þessar fyrstu línur af, fyrir svo löngu síðan, dóttur minni, henni Erlu Ósk

 

scaErla góða Erla

 

Erla, góða Erla, ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er
kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er.

Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð.
Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð.
Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð.

Æskan geymir elda og ævintýraþrótt.
Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt.
Ertu sofnuð, Erla? Þú andar létt og rótt.
Ertu sofnuð, Erla? þú andar létt og rótt.

Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig.
Kvöldið er svo koldimmt ég kenni’ í brjósti’ um mig.
Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig.
Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig.

 

                  Mamma 

 

Höfundur texta: Stefán frá Hvítadal


Sólarlagið

 

 scan0007 Sólarlagið

 

Sólarlagið skildi daginn eftir í blóði sínu.

Guðný Svava Strandberg. 


Ég er bandingi

Ég er
bandingi
og bundin í
báða skó
með
handaböndum
úr sléttuböndum
og
venslaböndum
úr fléttuböndum.

með
bundnum
fastmælum
tryggðaböndum
flæktist ég
einnig í festarband
er fangaðir
þú mig
í hjónaband

Ég vildi að
það héldu mér
engin bönd.

Svo færðu mér strax!
Aðra betri skó.


Enginn og allir

Enginn er

eins

og hann sjálfur.

Og þó, eru allir,

svo sjálfum sér líkir.


Súr-realismi

 Díonýsus og Bakkynjurnar small

Sú sem ætlaði að sleppa,
er sú sem er græn á brá.
Þetta er lítil mynd af tveim konum að kyssast
og karli sem horfir á.


Söngvarinn (Ort við lagið' When a woman welcomes love', úr popp, salsa óperunni Carmen

Er ég leit í augu þín
einn dag um skamma hríð,
var sem tíminn hætti að tifa um stund,
með tár á hvarmi.

Ég man þá dul
sem dagur rynni nýr
og sál mín varð eitt með þér
og söng þínum.

Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði um kring.
Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafð´í  hring

og leist í augu min svo lengi, að lifnaði ást til þín. 

Ég lifði eilífð þá, eða aðeins augnablik,
sem ennþá  býr  við  innstu  hjartarætur  mínar.
Og ég veit, þó finnumst aldrei meir
á vegi okkar lífs, þá man ég þig.

Ég veit þó finnumst aldrei, á vegi okkar lífs,
þá man ég ætiíð þig og þetta augnablik.

Þú leist í augu mín svo lengi, að lifnaði - ást til þín. 

 


Vafasöm vísa.... eða hvað?

On´á miðju borðinu og galopið var
búrarssagat
þar gat rekavið að líta laufléttan
í´ðí voru líka gröðu ástargaukarnir
syngjandi góðglaðir tví, tví, tví, tvístígandi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband