Færsluflokkur: Ljóð
18.11.2009 | 00:31
Taktu ekki lífið of nærri þér - Ljóð dagsins á Ljóð.is 18. nóvember
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2009 | 21:12
Þessi örfáu ár
eftir af lífi mínu í samvistum við þig
eða langa ævi framundan án þín
þá kysi ég svo miklu frekar
þessi örfáu ár.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2009 | 00:49
Eldurinn
Á miðjum veggnum yfir sófanum í stofunni hékk fallegt gat í gylltum ramma.
Í gatinu stóð tóm dós undan grænum baunum frá Ora.
Börnunum á heimilinu fannst gatið einstaklega áhugavert en foreldrar þeirra harðbönnuðu þeim að koma nálægt því þar sem það væri þeirra dýrmætasta listaverk.
En þegar móðir barnanna var önnum kafin eldhúsinu notuðu börnin oftast tækifærið.
Hvert á fætur öðru tóku þau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatið.
Síðan renndu þau sér beinustu leið niður á botninn á baunadósinni.
Þar niðri tóku á móti þeim iðjagrænir vellir svo langt sem augað eygði og í skógivöxnum hæðunum út við sjóndeildarhringinn bjuggu vinir þeirra indíánarnir sem buðu börnin ætíð jafn velkomin að eldstæði sínu.
Indíánarnir slógu nefnilega alltaf upp veglegri veislu þegar börnin komu í heimsókn og þegar máltíðinni lauk var hverju og einu þeirra fengið spjót í hendur til þess að þau gætu tekið þátt í stríðsdansinum kringum logandi bálið.
Þau dönsuðu alsnakin eins og indíánarnir. Sveifluðu spjótunum og sungu með þeim undarlega seiðandi söngva um löngu horfna tíma þegar allir menn áttu sér aðsetur við elda sem veittu þeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nætur.Eldurinn bægði einnig rándýrunum frá og við hann voru sagðar sögur af hatrömmum bardögum og frækilegum veiðiferðum og þar var villibráðin sömuleiðis matreidd og borin fram.
Þegar dansinum lauk og börnin og indíánarnir sátu þægilega þreytt við deyjandi bálið og hvíldu spjótin á nöktum lærum sér brást það aldrei að rödd úr öðrum heimi rauf þessa friðsælu stund.
'Krakkar hvað á það eiginlega að þýða að sitja þarna allsber á gólfinu?' 'Og enn og aftur eruð þið búin að stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsarnum!' 'Skammist ykkar og klæðið ykkur og komið svo að borða eins og skot!!'
Ljóð | Breytt 9.5.2009 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.2.2009 | 23:54
Enginn og allir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2008 | 01:24
Jól
Ert þú
-í raun og veru - sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn í sjónvarpinu
Jesúm Krist.
Það eru þín orð, svarar Frelsarinn,
með bros á vör.
Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega
á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það
hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.
Rauð könguló
er snyrtilega bundin um topp þess
en gulir götuvitar
lýsa dauflega á slútandi greinum.
Úti sitja hrafnar
á ljósastaurunum
krunkandi
eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið
á aðfangadagskvöld.
Á svörtum himni
skín einmana- óljós
- stjarna?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.11.2008 | 00:05
The Hope and He
Do you know
that the hope stays a wake
in the darkness
outside
the hard locked doors
of your room?
In the dimmest night
she is always,- so nearby,
to bring grace and peace
-to you.
Listen!- Can´t you
hear the banging,
when she exhausted
knocks on your door?
Would not you,- please!
open them,- my dearest,
-for the hope- and Me?
Höfundur Guðný Svava Strandberg.
Ljóð | Breytt 19.11.2008 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2008 | 04:12
'Sumri hallar hausta fer'
Haustvísa
Sumri hallar, hausta fer,
heyrið snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.
'Vetur'. Vatnslitir.
Það hefur haustað snögglega hérna á Landinu okkar góða undanfarið og það í tvennum skilningi . Laufin hafa visnað og fallið af trjánum og verðgildi krónunnar og hlutabréfin hafa visnað enn hraðar og fallið líka. Og fall þeirra var mikið.
Nú getum við aðeins vonað og treyst því, að líkt og vorið kemur til okkar aftur og trén skarta enn á ný grænum laufum, muni jafnframt fjárhagur lands og lýðs vænkast og grænka til samræmis við það.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 04:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 23:54
Kreppuljóð
þegar ég opna eggið,
sem mér er ætlað í morgunverð,
að það sé aðeins skurnin tóm.
Ljóð | Breytt 1.10.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2008 | 00:47
Huggun
ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka
sest, um sefa minn.
Í hjarta mér
þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla´ á fölva kinn.
Þá lýsa mér
þín augu blíð og blá.
Svo björt og hrein
þar skín mér, ástin þín.
Sem glæðir aftur
gleymda von og þrá.
Þú göfga litla
hjartans, kisan mín.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.8.2008 | 09:26
Dettifoss, (brot)
Mér er þetta brot úr kvæði Kritjáns Jónssonar fjallaskálds,
(sem ég á reyndar ættir að rekja til), eitthvað svo hugleikið í dag.
Stormarnir hvína, stráin sölna
stórvaxin alda rís á sæ,
á rjóðum kinnum rósir fölna
í regin-köldum harma-blæ,
brennandi tár um bleikan vanga
boga, því hjartað vantar ró
- en alltaf jafnt um ævi langa
aldan í þínu djúpi hló.
Kristján Jónsson 1842 - 1869.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson