Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2007 | 01:20
Upplýsandi umræður milli Íslendinga og innflytjenda
það var mikið fjör á síðasta húsfundi og margt spjallað á íslensku, ensku, litháísku og pólsku. Albanarnir á neðstu hæðinni sem ollu mér þungum búsifjum þegar þeir puðruðu drullunni úr loftræstikerfinu yfir þvottahúsið mitt létu ekki sjá sig. þess vegna var engin albanska töluð á þessum fundi.
Við ræddum um nauðsyn þess að láta mála stigaganginn og teppaleggja og fleira.
það fussaði í litháísku konunni þegar við töluðum um að láta mála. það svo expensive láta mála, í Litháen fólk gera svona sjálft saman, sagði hún.
Það varð smá þögn við þessi orð konunnar en svo sagði formaðurinn þungur á brún. Og hver á svo með leyfi að labba á milli íbúða og fá fólk til þess að vera samtaka í því að mála sjálft the stigagang ? Ekki geri ég það, bætti hún svo við í fússi.
Allt í lagi, ég vera húsvörður. Ég gera þetta, sagði sú litáíska. Formaðurinn missti andlitið en leit samt spurnaraugum á okkur hin. Hverjir eru samþykkir þessu, spurði hún svo í uppgjafartón.
Allir réttu upp hendina og þar með kusum við fyrsta 'innflytjandann' í húsinu í þetta virðingarverða embætti.
það líka þarf laga the roof, sagði nýji formaðurinn. það leka hjá okkur efst uppi.
Jahá, hún ætlaði aldeilis að færa sig uppá skaftið, eyða bara öllu um efni fram um leið og hún var búin að taka við embættinu.
Jaá það verður náttúrulega að láta laga það. Fáum einhvern iðnaðarmann til að líta á þetta, önsuðum við.
Nei, nei allt í lagi maðurinn minn gera það. Gera hvað? Tala við iðnaðarmanninn.? Spurðum við eins og hálfvitar.
Nei hann maðurinn laga the roof, svaraði nýji formaðurinn. Það svo cheap gera það sjálf. Ekki láta gera það, expensive
Hann bara þarf vita hvar kaupa the stuff for the roof, bætti hún við.
Við samþykktum þetta auðvitað eins og skot náttúrulega gegn því að borga manninum eitthvað fyrir verkið.
Við vorum búin að átta okkur á því að innflytjendurnir sem bjuggu í blokkinni okkar vissu hvernig átti að fara að hlutunum. Okkur rámaði líka eitthvað í það að hér áður fyrr hefði fólk á Íslandi vitað það líka.
Ég minntist meira að segja á það með stolti að þegar ég var einbýlishúss eigandi á mínum yngri árum hefði ég sjálf múrað útidyratröppurnar og fleira og málað húsið mitt að utan upp undir þakskegg á annarri hæð.
Það þurfti líka að skipta um ljósarofa á ganginum og bauðst Pólverjinn til að taka það að sér gegn pay en auðvitað cheaper en the electrician.
Svo upplýsti hann okkur um það að hann væri búinn að leigja út íbúðina sína í stigaganginum og væri að flytja í aðra íbúð sem hann hefði keypt í Fossvogshverfi.
![]() |
Helmingur umfjöllunar um innflytjendur á síðasta ári var hlutlaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.3.2007 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.3.2007 | 00:24
Ég er...
Ég er
rósin
sem blómgast að hausti
ég er
unglingsins
elliglöp
ölið sem alkinn
ei smakkar
og ástin
sem kann bara rök
ég er
marglytta
í fjörunnar sandi
ég er
fjúkandi bylur
í sól
ég er
saga sem löngu er liðin
ég er
álfur
sem kom út úr hól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.3.2007 | 23:06
Garðyrkja og kraftaverk
Jæja þá er appelsínutréð farið að taka vaxtarkipp, líklega verður það orðið svo stórt þar næsta sumar að ég fái bara góða uppskeru. Mangótréð er ég ekki svo viss um ennþá, þar sem það sést ekki enn sem komið er, enda stutt síðan ég gróðursetti fræið. Ég er nú svo sem ekkert rosalega hrifin af mangóávöxtum þar sem þeir eru frekar bragðlausir. Aftur á móti eru þeir víst svo fullir af hollri fitu að það er bráðnauðsynlegt að geta tínt sér þá við og við.
Nóvemberkaktusinn er í fullum blóma og stóru plönturnar sem mamma kallaði alltaf skeiðblað skarta bleikrauðum blómaklösum. þær blómstruðu nú aldrei hjá henni blessaðri en ég er líka með svo extra græna fingur.
Annar fíkusinn er orðinn meira en mannhæðar hár og sá minni er bara orðinn ansi vöxtulegur.
Yukkan sem vaknaði upp frá dauðum á páskadag fyrir ellefu árum teygir sig nú langt upp fyrir hausinn á mér og mér þykir eiginlega vænna um hana en nokkuð annað plöntukyns í minni eigu.
Ég tók við henni úr höndum sonar míns árið 1996 því hann var hægt og sígandi á góðri leið með að drepa hana með ofvökvun. Björgunartilraunir mínar báru engan árangur og hún dó í höndunum á mér. Það var ekki tangur né tetur eftir af henni í pottinum daginn fyrir páskadag fyrir þessum 11 árum.
Svo þegar ég var að þvo gólfið var blómapotturinn eitthvað að flækjast fyrir mér og ég tyllti honum uppá ofn og ætlaði að henda honum daginn eftir.
Morguninn eftir á sjálfan páskadaginn gerðist svo kraftaverkið og ekki bara þetta venjulega með það að Jesú vaknaði upp frá dauðum.
Þegar ég rölti fram úr rúminu til þess að fá mér morgunmat rak ég augun í það að ég hafði gleymt pottinum með dauðu yukkunni uppi á ofninum. Ég ætlaði að taka blómapottinn með fram í eldhús og henda honum í ruslið en þegar ég leit ofan í pottinn sá ég kraftaverkið. Yukkan var lifnuð við.
Ég hoppaði hæð mína í loft upp af undrun og hrifningu og hrópaði á fyrrverandi sambýlismann minn. 'Bjössi! Bjössi! það hefur gerst kraftaverk!' Bjössi sem alltaf trúir öllu sem honum er sagt og sérstaklega ef honum er sagt frá kraftaverkum kom þetta kraftaverk með yukkuna ekkert á óvart. 'Elsku hjartasta Smyrðin mín, þetta er ekkert skrýtið því það er páskadagsmorgun, sagði hann
og fyrst Jesú gat risið upp frá dauðum á þessum degi þá geta blóm það auðvitað líka', bætti hann við.
'Annars er ég viss um að María mey hefur eitthvað komið nálægt þessu kraftaverki', tautaði hann í barm sér. En Bjössi heldur mikið uppá Maríu mey og hafði alltaf litla styttu af henni á náttborðinu hjá sér.
Ég hafði litlu yukkuna uppi á ofninum í smátíma meðan hún var að styrkjast eftir uppvakninguna en flutti hana svo út í litla garðinn minn á sólsvölunum hjá öllum hinum plöntunum, þar sem hún hefur dafnað vel æ síðan.
Á hverjum páskum eftir þetta hef ég búist við einhverju öðru kraftaverki en væntingar mínar hafa ekki ræst hingað til. En það er líklega alveg nóg og meira en flestir fá að upplifa að verða einu sinni vitni að kraftaverki á ævi sinni.
Bloggar | Breytt 19.3.2007 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.3.2007 | 23:58
Ba(r)nvæn sjúkrahús í Rússlandi
Á mannvonskan sér engin takmörk eða hvað? Fyrir stuttu var sagt frá því í fjölmiðlum að starfsfólk á öðru sjúkrahúsi í Rússlandi hefðu límt fyrir munninnn á ungabörnum til þess að þurfa ekki að hlusta á grátinn í þeim þar sem þau höfðu ekki tíma til að sinna þeim vegna mannfæðar.
Gráturinn er eina tjáningarleið ungbarna til þess að láta vita að þeim líði illa eða að þau þurfi að fá einhverja hlýju. Hvað verður eiginlega um þessi börn? Þau hljóta að missa allt traust til alls og allra og eigið sjálfstraust fyrst. þeim mun finnast þau einskis virði og eiga ekkert gott skilið þar sem komið er fram við þau eins og þau væru ekki til.
Börnin sem eru bundin við rúmið sitt er hægt að segja það sama um. Við þau er komið fram eins og skepnur sem eru bundnar á bása sína. Að líma fyrir munn ungbarna og binda þau niður! Er ekki næsta skref að skera tunguna úr börnunum þegar þau byrja að tala til þess að losna við að hlusta á kvartanir þeirra eða til þess að þurfa ekki að þola hávaða og læti þegar þau leika sér.
Fjötruðu börnin verða svo að öllum líkindum sett í búr þegar þau stækka ef svo heldur fram sem horfir.
Guð minn góður á hvaða leið er mannfólkið eiginlega? Allstaðar að berast hörmulegar fréttir af illskunni sem viðgegnst á þessarri jörð fyrir utan hin hefðbundnu mannsmorð í stríðum og hryðjuverkum, pyntingar í fangaklefum, sýru hellt á konur og þær brenndar, barnungum stúlkum og drengjum nauðgað og þau síðan drepin. 40 konur í Mexíkó myrtar og líffæri úr þeim seld, rán, dópsala, ungt fólk aðallega stúlkur seldar í vændi og fl.og fl.
Ísland er ekki undanskilið mannvonskunni því ekki er langt síðan að hryllilegir atburðir áttu sér stað í Breiðuvík, á Bjargi og fl.stöðum. Þar voru það börn og unglingar sem urðu fyrir barðinu á afbrigðilegum hvötum starfsfólksins.
Eða eru þetta kannski ekki afbrigðilegar hvatir hjá mannfólkinu að vera vont við börn og unglinga? Eða þá sem á einhvern hátt eru minnimáttar eins og átti sér stað í Byrgismálinu?
Er þetta ógeð kannski það sem innra býr og fær útrás þegar enginn sér til? það er ekki ólíklegt þar sem það er talið fullkomlega löglegt að myrða konur, börn og karlmenn í þeim óteljandi stríðum sem geisa á okkar ógæfusömu jörð.
Ég er að missa trúna á hið góða í mönnunum.
![]() |
Starfsmenn rússnesks sjúkrahúss sakaðir um að binda börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.3.2007 | 02:12
Hringurinn, tíminn, ljósið og rýmið
Tíminn er eins og hringur
og alheimsins ljósakrans
ég ferðast í nútíð og framtíð
í fótspor hins hugsandi manns.
Ég hef hugsað mikið um hringinn, tímann, ljósið og rýmið.
Allt er afstætt líka tíminn. Hann er ekki sá sami allstaðar.
Við getum sett okkur tímann fyrir sjónir sem hring þar sem nútíð, framtíð og fortíð flæða í endalausu hringstreymi rýmisins.
Ef við sem erum stödd í nútíðinni viljum ferðast um tímann aftur til fortíðar er auðveldasta leiðin til þess að ná takmarkinu, að halda áfram göngu okkar í hring, tíma og rúms út úr nútíðinni og ferðast fram á við inn í framtíðina.
Þaðan höldum við göngu okkar áfram í hringfarvegi tímans þar til við loks komum aftan að sjálfum okkur í fortíðinni.
Ljósið skærasta, á að öllum líkindum uppsprettu sína í miðju hringsins eða er e.t.v. hringurinn sjálfur, ljósið?
Hugsanlega er hringurinn ekki eini hringurinn sem geymir tíma, ljós og rúm innan hringferils síns heldur er hann aðeins einn af óteljandi hringafjöld með mismunandi tíma, rúmi og ljósi.
þess vegna getur hið skæra ljós ekki verið eina ljósið í alrými hringanna. Það má jafnvel vel vera að það sé aðeins örlítill neisti frá öðru meira ljósi og hið meira ljós sé þá einungis glóð frá 'hinu skærasta ljósi allra ljósa'.
Á hinn bóginn getur líka hæglega komið á daginn að hringarnir séu blekking ein og tími og rúm, ljós og hringir séu alls ekki til, nema þá sem draumur í ríki hins æðsta ljóss.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.3.2007 | 00:08
Sprenging!!
Vá maður!!
Ég skildi ekkert í því á sunnudaginn hvað ég var orðin rosalega vinsæl. Það voru komnar fleiri hundruð heimsóknir þegar ég leit á bloggið mitt. Ég var náttúrulega æðislega ánægð með mig en gat ómögulega skilið hvernig á þessarri skyndilegu aukningu stóð. En hugsaði svo með sjálri mér að ég væri bara svona assskoti skemmtilegur bloggari og það hefði náttúrulega spurst út. En samt fannst mér skrýtið hve fólk hefði verið samstíga í því að taka við sér og átta sig á skemmtilegheitum mínum.
Svo hringdi bróðir minn í mig og hrópaði á mig í símanum. 'Svava ertu búin að sjá Moggann í dag''? Nei, sagði ég og hjartað í mér hoppaði hæð sína af skelfingu. Hvað hefur nú skeð, hvað er eiginlega í gangi, ætli það sé nú loksins komin kjarnorkustyrjöld? Flaug í gegnum huga mér.
Bloggið þitt er í Mogganum´, æpti brósi móðursýkislega. Bloggið mitt? Sagði ég eins og hálfviti. ´Hvað áttu eiginlega við?'
'Nú þú veist að það eru stundum birt valin blogg í Mogganum', sagði bróðir minn og það gætti óþolinmæði í rödd hans yfir fáfræði minni. 'Það eru birtir úrdrættir úr þremur bloggum í dag, en þeir birta bara alla færsluna þína', sagði hann öfundsjúkur.
Jæja, það var aldeilis! Þarna var þá komin skýringin á vinsældum mínum.
Ég var hæstánægð þegar ég tékkaði á blogginu mínu rétt fyrir kl. tólf í gærkvöldi og sá að heimsóknirnar voru komnar upp í 485 og ég trónaði í 95. sæti á vinsældalistanum.
Í dag er ég hinsvegar aftur orðin ein af almúganum og er bara með tæplega 90 heimsóknir
En ég fékk allavega að prófa hvernig það er að vera vinsæl í hvorki meira né minna, en einn heil langan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.3.2007 | 04:17
Álög
Á miðnætti í Huliðsheimum
er álagastund.
Allt verður kyrrt og rótt
og það er sem tíminn hverfi
inn í eitt óendanlega stutt
andartak
sem virðist líða hjá, áður
en það hefst.
Fossinn í gjánni fellur þegjandi
fram af bjargbrúninni
og áin streymir eftir farvegi sínum
hljóð eins og andardráttur
sofandi ungabarns.
Þyturinn í laufinu hægir á sér
og skógurinn er þögull
og þrunginn leyndardómum
sem leynast bak við sérhvert tré
fullir ólgandi ástarþrár.
Og innan þessa eilífðaraugnabliks
og án þess að nokkur verði þess var
er þessi töfrum slungna stund liðin hjá.
Og allt er sem fyrr - en samt öðruvísi.
Líkt og náttúran sjálf sé að dansa í skóginum
íklædd dimmbláum, draumfögrum kjól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2007 | 04:26
Beinasna er þetta að bakka svona uppá tré
Annars hefðu svona lagaðir hlutir hvergi getað gerst nema á Íslandi því hér eru trén jú akkúrat mátuleg á stærð til þess að hægt sé að bakka uppá þau.
Fyrrverandi mágur minn sem býr í Californiu varð tíðrætt um trén á landinu okkar bláa þegar hann heimsótti okkur manninn minn til Íslands.
Við bjuggum þá uppá Skaga og þar er ekki mikið um stór tré alla vega kallaði Bob mágur öll trén sem hann sá þar, runna en ekki tré.
Á þessum tíma var skógræktar þáttur í sjónvarpinu og það fannst Bob í meira lagi einkennilegt sjónvarpsefni.
Hann kallaði þáttinn 'The Tree Show' og fylgdist ætíð andagtur með þegar sýnt var í shjówinu hvernig ætti að planta pínulitlum trjátítlum sem stóðu varla út út hnefa.
Við reyndum að sýna Bob eins mikið af nágrannasveitunum og tími var til. Meðal annars fórum við með hann í sight seeing tour vítt og breitt um Borgarfjörðinn.
Héldum við að eitthvað myndi honum líka betur við trjágróðurinn þar. En sú von fór fyrir lítið því eftir ferðina sagði hann við mig íhugull á svip.
'It must cost a lot, to pay the guy, who trawels around to cut down all the trees in the country'
Þegar Bob var kominn aftur heim til Californiu sendi hann okkur bréf. Í því stóð m.a.
'When I came home there was a fullgrown Icelandic tree on the front lawn.
But when I let the dogs out one of them stepped on it and killed it.
I immediatly sent the dog to bed, without having any dinner at all'
Love.
Bob
![]() |
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2007 | 01:27
Ástríða
Við
hlaðborð
ástríðunnar
úr
uppsprettu
unaðar
fleytti ég
rjómanum
af ást þinni
er
rann ljúflega
niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 03:47
Manndómsbrekkan þrykk og blek
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 196104
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar