Leita í fréttum mbl.is

Beinasna er þetta að bakka svona uppá tré

Annars hefðu svona lagaðir hlutir hvergi getað gerst nema á Íslandi því hér eru trén jú akkúrat mátuleg á stærð til þess að hægt sé að bakka uppá þau.
Fyrrverandi mágur minn sem býr í Californiu varð tíðrætt um trén á landinu okkar bláa þegar hann heimsótti okkur manninn minn til Íslands.
Við bjuggum þá uppá Skaga og þar er ekki mikið um stór tré alla vega kallaði Bob mágur öll trén sem hann sá þar, runna en ekki tré.
Á þessum tíma var skógræktar þáttur í sjónvarpinu og það fannst Bob í meira lagi einkennilegt sjónvarpsefni.
Hann kallaði þáttinn 'The Tree Show' og fylgdist ætíð andagtur með þegar sýnt var í shjówinu hvernig ætti að planta pínulitlum trjátítlum sem stóðu varla út út hnefa.
Við reyndum að sýna Bob eins mikið af nágrannasveitunum og tími var til. Meðal annars fórum við með hann í sight seeing tour vítt og breitt um Borgarfjörðinn.
Héldum við að eitthvað myndi honum líka betur við trjágróðurinn þar. En sú von fór fyrir lítið því eftir ferðina sagði hann við mig íhugull á svip.

'It must cost a lot, to pay the guy, who trawels around to cut down all the trees in the country' 

Þegar Bob var kominn aftur heim til Californiu sendi hann okkur bréf. Í því stóð m.a.

'When I came home there was a fullgrown Icelandic tree on the front lawn.
But when I let the dogs out one of them stepped on it and killed it.
I immediatly sent the dog to bed, without having any dinner at all'

                    Love. 

                     Bob


mbl.is Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, og við sem erum svo stolt af trjánum okkar á íslandi.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Verð að fá að bæta því við hér að mér finnst þetta BEINASNA alveg stórundarlegt orð.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

En BEINASNI? Það var stúlka við stýrið þess vegna fimmst mér við hæfi að kalla hana beinösnu  en ekki beinasna, 

Svava frá Strandbergi , 11.3.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband