Leita í fréttum mbl.is

Ég er...


Ég er
rósin
sem blómgast að hausti
ég er
unglingsins
elliglöp
ölið sem alkinn
ei smakkar
og ástin
sem kann bara rök
ég er
marglytta
í fjörunnar sandi
ég er
fjúkandi bylur
í sól
ég er
saga sem löngu er liðin
ég er
álfur
sem kom út úr hól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir herra álfakóngur. 

Svava frá Strandbergi , 21.3.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta er nú meyri náðargáfan, er hún seld einhverstaðar?

Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Uhmm, ég held að hún sé nú uppseld, í bili allavega.

Svava frá Strandbergi , 21.3.2007 kl. 01:15

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Arna mín.

Svava frá Strandbergi , 21.3.2007 kl. 08:36

5 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Við höfum öll gott af smá sjálfsskoðun svona öðru hvoru en megum samt ekki vera of dómhörð á okkur sjálf

Pétur Þór Jónsson, 21.3.2007 kl. 10:04

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skapandi listagyðja býr svo fallega í þér...notaðu nú tímann og austu af brunni þínum fyrir okkur hin. Galdraðu fram vísur og ljóð, ímyndir og liti sem aldrei fyrr.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 15:07

7 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég nenni nú yfirleitt aldrei að lesa ljóð, en ég nennti að lesa þetta - tvisvar ;) (Er að spá í að lesa það þriðja sinni - það er góð lykt af því ;))

gerður rósa gunnarsdóttir, 21.3.2007 kl. 20:14

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er náttúrulega rósin og bjórinn sem lyktar vel. Dagar víns og rósa ehemm.    En ég er ekki viss um að marglyttan sé vellyktandi þar sem hún er að skrælna í fjörusandinum en hún verður nú fljótlega að engu. 

Svava frá Strandbergi , 21.3.2007 kl. 20:35

9 Smámynd: www.zordis.com

Álfur út úr hól .... stekk ég til þín og þefa af rósinni og dreypa af mjöðnum.  Takk fyrir mig! 

www.zordis.com, 21.3.2007 kl. 21:01

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Verði þér að góðu zordis. 

Svava frá Strandbergi , 22.3.2007 kl. 00:08

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Jújú þar er nebblega fjörulykt ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 22.3.2007 kl. 10:27

12 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Takk.

Ragnar Bjarnason, 22.3.2007 kl. 21:09

13 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er mjög skemmtilegt ljóð Svava.  Ég hef reyndar séð það áður.

Þorsteinn Sverrisson, 25.3.2007 kl. 10:01

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, sástu það á vef Verkmenntaskólans á Akureyri  í ljóðaskýringum Guðlaugar  Gísladóttur?

Svava frá Strandbergi , 25.3.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband